Gosmengun á Akureyri og krakkar í Vinnuskólanum sendir heim
Brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu mældist mikið á Akureyri í morgun en hefur minnkað eftir því sem líður á daginn. Vegna þessa voru krakkar í Vinnuskólanum á Akureyri sendir aftur heim þegar þeir mættu til vinnu í morgun.