Nýtt- Mikil svifryksmengun við helstu umferðaræðar
Svifryksmengun mælist nú langt yfir heilsuverndarmörkum en unnið er að því að rykbinda og vonast til að ástandið lagist þegar líður á daginn.
Svifryksmengun mælist nú langt yfir heilsuverndarmörkum en unnið er að því að rykbinda og vonast til að ástandið lagist þegar líður á daginn.
Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is
Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina og í utanverðan Eyjafjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. USS Delaware er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.
Á morgun þriðjudaginn, 25. febrúar milli kl. 17:00-19:00 er opið hús hjá björgunarsveitinni.
Það er nokkuð ljóst að tekist var á um þá tillögu sem ríkissáttasemjari bar á borð fyrir KÍ, ríkið og sveitarstjórnir.
Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.
Síðasta vika var kennaranum mér erfið! Fyrst ber þar að telja útspil bæjarstjórans Àsthildar Sturludòttur, um að bæjarstjórnin geti ekkert gert til að semja við okkur um hvernig klára eigi þann samning sem fyrir liggur frá 2016, þar sem þau eigi ekki fulltrúa í samninganefnd sem þau þurfa samt að fylgja? Fyrir mér sem hefur nú fengið það kveðið upp í Félagsdómi að ég er starfsmaður Akureyrarbæjar og ekki Hulduheima, finnst það afkáralegt svo ekki sé meira sagt að nú geti bæjarstjóri fyrir hönd bæjarstjórnar afsalað sér með öllu þessum samningaviðræðum við mig og kollega mína vegna samnings við samninganefnd frá 2023 sem hún segist bundin af. En hvað með samninginn sem hún er bundin af frá árinu 2016 við okkur? Er hægt að velja hvaða samningum maður er bundinn af?
Leikfélag Húsavíkur setur upp „Sex í sveit“
Ég reikna með því að flestir núlifandi Íslendingar séu sammála um að lýðræðið sé það stjórnarfar sem getur best tryggt farsæld og öryggi almennings. Það kemur enda ekki á óvart því að lýðræðið grundvallast á því sjónarmiði að valdið sé í raun í höndum almennings sem felur það tímabundið í hendur fulltrúa sem kosnir eru í frjálsum, reglulegum, almennum og leynilegum kosningu
m.
„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.