Akureyrarhlaup í sókn – UFA og atNorth gera með sér þriggja ára samstarfssamning
Ungmennafélag Akureyrar (UFA) gerði á dögunum samstarfssamninga við nokkur öflug fyrirtæki vegna Akureyrarhlaupsins. Gerður var samstarfssamningur við atNorth til næstu þriggja ára. Að auki var samið við Altis sem selur meðal annars Mizuno íþróttafatnað og T-plús sem veitir verðlaunafé fyrir brautarmet í Akureyrarhlaupinu líkt og fyrri ár.