Spretta fer feikivel af stað og lofar góðu fyrir sumarið
„Það er ástæða til að hvetja bændur til að huga vel að skepnum í þessum miklu hlýindum og það á auðvitað líka við um gæludýraeigendur almennt. Það verður að tryggja að dýrin hafi aðgang að vatni og eins að komast í skugga,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Mikil hlýindi hafa verið ríkjandi undanfarna viku og hiti verið umtalsverður.