Listasafnið á Akureyri: Leiðsagnir um helgina
Laugardaginn 24. maí, kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, og Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, sem opnaðar voru um síðustu helgi. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 25. maí kl. 11-12.