HVATNINGAVERÐLAUN SAk 2025
Við hátíðlega athöfn á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri 27. maí voru Hvatningarverðlaun SAk 2025 afhent í fimm flokkum: öryggi, samvinna, framsækni, fagmennska og samskipti. Verðlaunin eru veitt starfsfólki sem skarar fram úr í störfum sínum og leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða og heilbrigða vinnustaðamenningu á SAk.