Þjóðhátíðardagurinn 17. júní á Akureyri
Þjóðhátíðardagskrá verður 17. júní frá kl. 13-17 í Lystigarðinum, á MA-túninu og í næsta nágrenni þess.
Blómabíllinn leggur af stað frá Naustaskóla kl. 11.00, keyrir í gegnum íbúðahverfin, niður Listagilið, eftir Strandgötunni og víðar þar sem ómur berst frá palli bílsins með viðeigandi 17. júní lögum. Hlustum eftir lögunum og vinkum blómabílnum okkar. Akstursleið blómabílsins er að finna HÉR!