Fréttir

Húsavík – bílalest á leið norður

Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu stéttarfélaganna hefur Bjarg íbúðafélag unnið að því að byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík. Grunnurinn er klár og á næstu dögum mun bílalest leggja af stað frá Selfossi með einingarnar til Húsavíkur enda haldist veðrið áfram í lagi.

 

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureyrar Hækkanir á ferðakostnaði barna og unglinga í tengslum við keppnisferðir í íþróttum veldur áhyggjum

Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum  en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert.

Lesa meira

Nýjar sýningar á Listasafninu Sköpun bernskunnar og Margskonar

Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Margskonar I verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 22. febrúar kl. 15. Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, opnar sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sýningarstjóri beggja sýninga er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

 

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður í næstu viku

„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.

 

Lesa meira

Stjórn SSNE Þungar áhyggjur vegna lokunar flugbrauta

Stjórn SSNE tekur undir ályktanir sveitarstjórna á Norðurlandi eystra sem og yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.

 

Lesa meira

Búast við góðri helgi í Hlíðarfjalli

Aðstæður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli hafa verið erfiðar síðustu daga og vikur vegna hlýinda en þó hefur tekist að halda brautum opnum og er hvert tækifæri notað til að framleiða meiri snjó.

Lesa meira

Heilbrigðisráðherra í heimsókn á SAk

Alma Möller heilbrigðisráðherra, Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður NA-kjördæmis, og Jón Magnús Kristjánsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra heimsóttu SAk í gær . Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk og Alma Möller heilbrigðisráðherra segja heimsóknina hafa verið ákaflega ánægjulega.

Lesa meira

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir árið 2025

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Spáð er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 2.358 manns á næstu tíu árum, sem er 11,6 prósent aukning. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 1.169 frá árinu 2020 eða um 6 prósent og því er spá Akureyrarbæjar eilítið varfærnari en hefur raungerst síðastliðin ár segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Lesa meira

Reykjavík er höfuðborg okkar allra

Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Lesa meira

50 ár frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári

Fimmtíu ár verða liðin frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Vakin var athygli á þessum væntanlegu tímamótum á fundi bæjarráðs Norðurþings nýverið.

 

Lesa meira