Margir notfæta sér frístundastyrk Akureyrarbæjar
Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.
Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.
Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri
Höfundur: Hörður Þór Benónýsson
Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen
Tónlistarstjórn: Marika Alavere.
Enn á ný er litla félagsheimilið á Breiðumýri vettvangur leiklistar og þótt húsið með sitt flata gólf henti ekkert sérstaklega vel til leiksýninga, fyrir leikhúsgestinn, vekur það furðu hversu vel húsið umfaðmar gestinn. Þar munar mestu sú stórgóða hugmynd að skapa kaffihúsastemningu með litlum hringborðum hvar gestum býðst að panta sér kaffi eða aðra drykki, vöfflur með sultu og rjóma og/eða annað góðgæti að bragða á fyrir sýningu eða í hléi. Undirritaður getur staðfest að rjómavafflan bragðaðist vel og kaffið heitt eins og kaffi á að vera. Var þessi þáttur leiksýningar þar með gulltryggður!
Heilbrigðisnefnd bendir á að viðvaranir til almennings hafi ekki verið sendar út fyrr en daginn eftir að ástandið var sem verst og talsvert virðist skorta uppá samstarf bæjarins og Vegagerðarinnar um hreinsun gatna.
Skrifað hefur verið undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og B. Hreiðarsson um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit.
Vonir standa til að nýr námshópur í matartækni geti hafið nám við Verkmenntaskólann á Akureyri næsta haust. VMA hefur lengi menntað og útskrifað matartækna, eða í 18 ára og áætlað er að á bilinu 80 til 100 matartæknar hafi verið útskrifaðir á tímabilinu.
Í dag kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun hún fjalla um úkraínskt listafólk sem var uppi á árunum 1920-1930 og var beitt grimmilegri kúgun af hendi Sovétríkjanna.
Ferðakostnaður barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert.
Í tengslum við 112 daginn fór fram sýning i gær, sunnudaginn 18 feb.á Glerártorgi þar sem viðbragðsaðilar sýndu tæki og tól.
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er einn af hornsteinum íslensks velferðarkerfis og á að vera réttur allra landsmanna, óháð búsetu og efnahag. Þrátt fyrir að Ísland státi af öflugu heilbrigðiskerfi, standa íbúar landsbyggðarinnar enn frammi fyrir hindrunum sem borgarbúar þurfa ekki að takast á við. Ein af þessum hindrunum er ferðakostnaður við að sækja sér sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Sú staðreynd að ferðum einstaklinga hefur verið fjölgað úr tveimur í fjórar á síðasta kjörtímabili er mikið fagnaðarskref, en enn er verk að vinna til að tryggja raunverulegt jafnrétti í aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.