Fréttir

Veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.

 

Lesa meira

Möguleg staðsetning heilsugæslustöðvar við Kjarnagötu

Á seinasta fundi skipulagsráðs Akureyrar var lögð fram til kynningar tillaga að afmörkun nýrrar lóðar á svæði sunnan við lóð Kjarnagötu 2 (Bónus).

Lesa meira

Akureyrarbær og Rauði krossinn Samkomulag um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Akureyrarbær hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Bærinn er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem náð hefur slíku samkomulagi. Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hlýtur heimild til doktorsnáms í menntavísindum og sálfræði

Um miðja viku bárust þær gleðifregnir að Háskólinn á Akureyri hefði hlotið heimild frá ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar til að bjóða upp á doktorsnám í sálfræði og í menntavísindum. Fyrir hefur skólinn heimild til að bjóða upp á doktorsnám á sex fræðasviðum.

 

Lesa meira

Er eitthvað að mér?

Rúmlega miðaldra kona hefur undanfarið dvalið á suðlægum slóðum í ríki Spánar. Vissulega er megin ástæða þess að þar er oftast betra veður en heima í Hafnarfirði. Kannski ekki komið í 20+ en nálægt því og hlýnar með hverjum deginum.

Lesa meira

Unnið við nýtt deiliskipulag ofan byggðar í Hrísey

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu byggðu lóðir í nyrðri hluta þéttbýlis Hríseyjar.

 

Lesa meira

Orkey fær úthlutað lóð á Dysnesi Áform um að reisa stærri og öflugri verksmiðju

Orkey ehf. sem framleiðir lífdísil og efnavöru úr úrgangi hefur hug á að flytja starfsemi sína á Dysnes og byggja þar umtalsvert stærri verksmiðju en félagið hefur rekið á Akureyri undanfarin ár. Stjórn Hafnasamlags Norðurlands hefur samþykkt að úthluta Orkey lóð á Dysnesi og fyrirhugað er að ganga til viðræðna við fyrirtækið um uppbyggingu á svæðinu sem HN fagnar mjög.

 

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir íslenska söngleikinn Epli og eikur í kvöld

„Það er mikil tilhlökkun fyrir frumsýningunni, eins og alltaf þegar fólk hefur lagt mikið á sig til að setja upp sýningu,“ segir Fanney Valsdóttir formaður Leikfélags Hörgdæla sem í kvöld, fimmtudagkvöldið 27. febrúar frumsýnir leikverkið Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.  Sýnt er á Melum í Hörgársveit.

Lesa meira

FERMINGARSÝNINGIN 2025 kynningarsýning á öllu tengdu fermingarveislunni á Múlabergi n.k. sunnudag

Vorið nálgast og það gera fermingar sömuleiðis og því fer hver að verða síðastur að skipuleggja sína einstöku fermingarveislu. Tilefnið er stórt og því að mörgu að hyggja þegar kemur að undirbúningi. 

 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur

Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira