Fréttir

Leikdeild Eflingar í Reykjadal frumsýnir Í gegnum tíðina n.k föstudagskvöld

Leikdeild Umf. Eflingar frumsýnir leikritið  Í gegnum tíðina eftir Hörð Þór Benónýsson í félagsheimilinu Breiðumýri þann 1. mars n.k. kl. 20:00, þar sem sögð er saga íslenskrar bændafjölskyldu.  Fjölskyldumeðlimir lenda í hinum ýmsu aðstæðum og fléttast fjölmörg lög frá árunum 1950-1980 inn í sýninguna.

Lesa meira

Akureyrarbær samþykkir fyrstu stafrænu brunavarnaáætlun landsins

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar til ársins 2027 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 2. febrúar sl. Áætlunin er fyrsta stafræna brunavarnaáætlun landsins og markar samþykkt hennar stór tímamót í stafrænni lausn fyrir slökkviliðin.

Lesa meira

Út fyrir sviga

Lesa meira

Smíðaði hundrað myntmottur fyrir Frost í tilefni af Mottumars 2024

Næstkomandi föstudag, 1. mars, hefst Mottumars - hið árlega átak Krabbameinsfélags Íslands og aðildarfélaga þess um allt land. Mottumars er hvatningarátak til karla um að halda vöku sinni gagnvart þeim vágesti sem krabbamein er og í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Jafnframt hefur Mottumars það að markmiði að safna fjármunum til þess að styrkja krabbameinsfélögin í landinu í sínu þarfa og mikilvæga starfi.

Lesa meira

Anna María með brons í Króatíu

Góð frammistaða Akureyringa var á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Króatíu í síðustu viku.

Lesa meira

Framtíðin felst í nálægðinni

Á fimmtudaginn kemur býður Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við námsráðgjafa grunnskóla Akureyrarbæjar, grunnskólanemum að heimsækja skólann á Starfamessu og kynnast þar fyrirtækjum á svæðinu

Lesa meira

Vélfag opnar fimmtu starfsstöðina

Vélfag heldur áfram að stækka og opnar fimmtu starfsstöðina á Íslandi sem er staðsett við Njarðarnes 3-7 á Akureyri, þar sem Trésmiðjan Börkur var áður til húsa. Verksmiðjan sem er 2541,5 fm á stærð mun hýsa framleiðslu, lager og samsetningu auk skrifstofur.  

Lesa meira

Húðvaktin er ný fjarlækningaþjónusta í húðlækningum

Húðvaktin er fjarlækningaþjónusta sem opnaði þann 3. janúar síðastliðinn og er fyrsta þjónusta sinnar tegundar á Íslandi. Húðvaktin býður fólki sem þarf á aðstoð sérfræðings í húðlækningum að halda að fara inn á hudvaktin.is og skrá þar beiðni til læknis. Fyrir beiðnina þarf tvær myndir og lýsingu á þeim húðeinkennum sem eru til staðar, en því næst er beiðnin send til afgreiðslu hjá sérfræðingi í húðlækningum. Innan 48 klukkustunda svarar húðlæknir og setur upp meðferðarplan sem eftir atvikum getur m.a. falið í sér lyfjameðferð, frekari rannsóknir á stofu eða tíma á skurðstofu.

Lesa meira

Hafdís Íslandsmeistari í Rafhjólreiðum 2024

Um helgina fór fram fyrsta Íslandsmótið í Rafhjólreiðum þar sem keppendur hjóluðu á  ,,trainerum” sem eru þannig búnir að þeir lesa hversu mörg vött hjólreiðamaðurinn framkallar með því að snúa sveifunum á hjólum sínum og skila því svo yfir í tölvuleikinn zwift sem notar það svo ásamt skráðri þyngd til að ákvarða hraðann sem keppandinn er á í leiknum.

Margir af bestu hjólurum landsins voru því sestir á keppnishjólin sín fyrir framan tölvuskjái á laugardagsmorguninn til að taka vel á því.

Lesa meira

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Optimar

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu Optimar International AS (Optimar) af þýska eignarhaldsfélaginu Franz Haniel & Cie. GmbH (Haniel). Optimar er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á sjálfvirkum fiskvinnslukerfum til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi.

Lesa meira