Annars konar upplifun í Bandaríkjunum en átti von á

Rachael Lorna Johnstone lagaprófessor við Háskólann á Akureyri dvaldi í Washington við vísindastörf …
Rachael Lorna Johnstone lagaprófessor við Háskólann á Akureyri dvaldi í Washington við vísindastörf hjá Wilson miðstöðinni frá janúar fram eftir apríl. Stjórnvöld þar í landi lokuðu miðstöðinni og botninn datt úr starfseminni þegar einungis fimm starfsmenn voru eftir þar að störfum. Mynd aðsend.

„Mín upplifun varð önnur en ég gerði fyrir fram ráð fyrir. Þetta var dálítið einkennileg upplifun,“ segir Rachael Lorna Johnstone lagaprófessor við Háskólann á Akureyri. Hún flytur erindi í stofu M-101 í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 2. maí þar sem hún segir frá dvöl sinni í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Allir eru velkomnir en fundinum verður einnig streymt.

 

Hún hélt í lok janúar fyrr á árinu út til Washington DC þar sem hin virta Wilson miðstöð er til staðsett skammt frá Hvítahúsinu. Rachael Lorna fékk á liðnu sumri Fulbright styrk ásamt öðrum prófessor við Háskólann á Akureyri, Sigrúnu Sigurðardóttur. Hún vinnur að verkefni sem nefnist Loftslagsbreytingar og auðlindir á norðurslóðum. Að því starfar hún með fleiri vísindamönnum sem m.a. hugðust starfa að sameiginlegri skýrslu um málið í höfuðborg Bandaríkjanna.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum lokuðu Wilson stofnuninni skyndilega meðan Rachael Lorna dvaldi þar og aðeins fimm starfsmenn urðu þar eftir að störfum. Eftir það datt þá botninn eðlilega úr starfsemi hennar. Þessi stofnun hefur gengt mikilvægu hlutverk í bandarísku þjóðlífi um árabil, en þar koma vísindamenn með ólíkan bakgrunn saman og leggja fram krafta sína við ýmis aðkallandi málefni, eins og til að mynda loftslagsbreytingar með það að markmiði að fá skýrari innsýn í stöðu mála og auðvelda t.d. stjórnvöldum að taka að upplýstar ákvarðanir.

Hélt dagbók

„Ég hélt handskrifaða dagbók allan tímann sem ég dvaldi í Bandaríkjunum, skrifaði í hana á hverjum degi og fjallað um það sem fyrir bar þann daginn. Það er fróðlegt að lesa hana eftir á og sjá hvernig manni leið þennan tíma. Þetta er góð heimild um ástandið,“ segir hún.

Frá því hún kom fyrst inn á Wilson stofnunina var þeim sem þar störfuðum uppálagt að hafa hægt um sig, koma ekki fram í fjölmiðlum eða nota samfélagsmiðla til að greina frá sínum störfum í tengslum við Wilson stofnunina. Almennt að vinna sín störf í hljóði. „Það var mælst til þess að við héldum okkur til hlés og værum ekki að greina frá því sem við störfuðum að,“ segir Rachael Lorna.

Sum orð falla ekki í kramið

Hún nefnir einnig að bandarísk stjórnvöld láti gervigreind fylgjast með alls kyns orðum og sum séu þeim ekki þóknanleg. Það eigi t.d. við um orðið loftslagsbreytingar. Það varð til þess að nafni á verkefni sem hún og fleiri vísindamenn unnu að, Loftslagsbreytingar og auðlindir á Norðurslóðum var breytt í Auðlindir á norðurslóðum (Arctic Resources). Orð eins og frumbyggjaréttur á heldur ekki upp á pallborð þarlendra stjórnvalda frekar en kvenréttindi.

„Öllum rannsókn sem innihalda orð sem ekki falla ekki í kramið hjá stjórnvöldum er sjálfkrafa hafnað. Það er verulega skrýtið að upplifa þetta á okkar tímum,“ segir hún.

Rachael Lorna kveðst ekki hafa óttast um öryggi sitt og nefnir að hún hafi verið í góðri stöðu sjálf, hvít, enskumælandi kona frá Evrópu með öll tilskilin leyfi til tímabundinnar dvalar í Bandaríkjunum. Hún hafi engu að síður verið fengin að komast á ný til Akureyrar og halda áfram með sitt vanabundna líf.

 

 

 

 

 

Nýjast