Átt þú heima í Giljahverfi? Hvað finnst þér um hverfið?
Akureyrarbær boðar til hverfisfundar í Giljaskóla með íbúum hverfisins, bæjarstjóra og bæjarfulltrúum kl. 17 fimmtudaginn 8. maí. Endilega takið daginn frá og látið í ljós skoðanir ykkar um hverfið.
Lagt er upp með tvær meginspurningar:
1. Hvað er gott við hverfið þitt?
2. Hvað mætti betur fara?
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, opnar fundinn með stuttu ávarpi en síðan brjóta íbúar Giljahverfis spurningarnar tvær hér að ofan til mergjar.
Bæjarfulltrúar verða í salnum og hafa það hlutverk að skrifa niður þær hugmyndir, umkvartanir, lof og last, sem fram koma í umræðuhópum íbúanna. Megináhersla verður lögð á að samtalið fari fram á forsendum bæjarbúa.
Niðurstöðum fundanna, ábendingum og hugmyndum, verður komið í réttan farveg og á framfæri við stjórnendur sveitarfélagsins og pólitískt kjörna fulltrúa til frekari úrvinnslu.
Á hverjum fundi verður einblínt á nærumhverfið með íbúum hvers hverfis en að sjálfsögðu eru öll velkomin á alla fundina.
Mættu til fundar og taktu þátt í umræðunni um hverfið þitt.
Grillaðar pylsur að loknum fundi!
Það var á vef Akureyrarbæjar sem fyrst var sagt frá fundarboði .essu.