Skólalóðin farin að láta á sjá

Hagsmunaaðilar við Giljaskóla telja nauðsyn á að hressa við lóð skólans
Hagsmunaaðilar við Giljaskóla telja nauðsyn á að hressa við lóð skólans

Foreldrafélag Giljaskóla, Réttindaráð Giljaskóla og Skólaráð Giljaskóla hafa óskað eftir samtali við Fræðslu- og lýðheilsuráð sem og Umhverfis og mannvirkjasvið um skólalóð Giljaskóla.

„Það sem við viljum fá að vita er hvort og þá hvenær skólalóð skólans er á áætlun varðandi endurbætur. Skólinn okkar mun fagna 30 ára afmæli næsta haust og það væri gaman ef að eitthvað væri farið að mjakast á þeim tíma þar sem skólalóðin er farin að láta á sjá og okkur finnst hún ekki í takt við aðrar skólalóðir bæjarins,“ segir í erindi frá áðurnefndum hagsmunaaðilum.

Nýjast