Fréttir

Bergur Jónsson nýr yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Bergur Jónsson við sem nýr yfirlögregluþjónn hjá embættinu. Bergur er fæddur og uppalinn Akureyringur og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1995, bæði sem rannsóknarlögreglumaður, lögreglufulltrúi og varðstjóri í sérsveit.

Lesa meira

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember.

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember. Átakið var á vegum ÍSÍ og var því ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar.

 

Lesa meira

Nýbygging íbúða í Mývatnssveit

Þingeyjarsveit og Brák íbúðafélag hses. stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Mývatnssveit og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs.

Fyrirhugað er að Brák verði þátttakandi í byggingu á tveimur íbúðum þar sem íbúðir Brákar verði annars vegar 65 fermetrar og hins vegar 95 fermetrar að stærð.

Lesa meira

Nýbygging íbúða í Mývatnssveit

Þingeyjarsveit og Brák íbúðafélag hses. stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Mývatnssveit og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs.

Fyrirhugað er að Brák verði þátttakandi í byggingu á tveimur íbúðum þar sem íbúðir Brákar verði annars vegar 65 fermetrar og hins vegar 95 fermetrar að stærð.

Lesa meira

Góð himnasending til VMA

Rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri fékk góð gjöf á dögnum þegar Jón Ólafur Halldórsson vörustjóri og Kári Kolbeinsson deildarstjóri hjá Smith & Norland komu í heimsókn í skólann og færðu deildinn að gjöf tuttugu stýrikassa, sem nýtast afar vel í kennslu í stýringum.

Lesa meira

Akureyrarbær endurnýjar samning við KFUM og KFUK

Markmiðið með samningnum að gefa fjölbreyttum hópi barna og ungmenna kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda KFUM og KFUK.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri vill vera leiðandi í gervigreind

Það hefur ekki farið fram hjá neinum hve mikið pláss gervigreindin er farin að taka. Einhverjir óttast gervigreindina en aðrir sjá tækifærin sem í henni felast og á það svo sannarlega við um Háskólann á Akureyri. Stúdentar og starfsfólk hafa verið að nýta gervigreindina í sínum störfum og hefur Kennslu- og upplýsingamiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) meðal annars staðið reglulega fyrir fyrirlestrum og vinnustofum sem snúa að gervigreind. Þriðjudaginn 3. desember sl. fékk starfsfólk góða heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni sem starfar sem sérfræðingur í gervigreind hjá Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Gísli átti fundi með sérstökum einingum skólans auk þess sem hann hélt erindi og vinnustofu þar sem starfsfólk fjölmennti. Gísli leiddi vinnuna að aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind og fór meðal annars yfir hana, tækifærin sem felast í gervigreindinni, gagnleg tól og hvernig er hægt að nýta gervigreindina til sóknar í námi og rannsóknum frekar en að líta á hana sem ógn eða hindrun.

Lesa meira

Nýir aðflugsferlar í notkun á Akureyrarflugvelli næsta vor

Stefnt er að gildistöku nýrra aðflugsferla á Akureyrarflugvelli um miðjan maí 2025 eða í síðasta lagi þá um sumarið. Það sem hugsanlega getur haft áhrif á endanlega dagsetningu gildistöku er m.a. flugprófanir sem að hluta til gætu þurft að fara fram í hermi. Nýir brottflugsferlar verða innleiddir í febrúar næstkomandi. Verkefni við að- og brottflugsferla á Akureyrarflugvelli eru langt komnir.

Isavia Innanlandsflugvellir héldu nýverið fund með bæjarfulltrúum á Akureyri, þingmönnum og fulltrúum flugsamfélagsins en tilgangur hans var að bregðast við bókun bæjarráðs Akureyrar vegna aðflugsverkefnis við Akureyrarflugvöll. Bæjarráð átaldi í þeirri bókun seinagang við uppsetningu aðflugsferlanna. Verkefni við aðflugsferla við Akyreyrarflugvöll hófst árið 2022 og hefur því staðið í rúm tvö ár. Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla segir það ekki óeðlilega langan tíma, verkefnið sé flókið.

Verkefnið langt komið

Ramon Sole Franco aðalflughönnuður kynnti stöðu verkefnisins varðandi gerð aðflugsferla fyrir Akureyrarflugvöll. Ferlarnir ganga undir skammstöfuninni RNP-AR og A-RNP. Verkefnið er langt komið, um 85% þess er lokið en Ramon greindi frá því að ferlarnir bjóði upp á meiri nákvæmni og lægri lágmörk en fylgja þurfi mjög stífu ferli við þetta verkefni. Verið er að ljúka hönnun flugferlanna, og eru hönnunargögn svo gott sem tilbúinn. Þá þarf að staðfesta flugferlana, ljúka flugprófunum, fara yfir öryggisferla flugumferðarþjónustu og fá samþykkti frá Samgöngustofu. Sú vinna er í fullum gangi. Ekki er með neinum hætti hægt að stytta sér leið eða gefa afslátt, en þegar allt hefur verið sannreynt verða ferlanir teknir í gildi.

Komi ekki neitt óvænt upp á í öryggisprófunum ánæstu mánuðum er stefnt að því að taka flugferlana í notkun um miðjan maí eða í síðasta lagi um sumarið 2025. 

Nákvæmni eykst með nýrri tækni

Þessir ferlar koma til viðbótar öðrum aðflugsleiðum við flugvöllinn og segir Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla að nákvæmni aukist með nýrri tækni. „Það er ljóst að það munu ekki allir flugrekendur nýta sér þessa nýju aðflugsferla. Það eru gerðar ríkar kröfur til flugrekenda um búnað loftfara og aukna sérhæfða kostnaðarsama þjálfun flugmanna sem bæði fer fram á staðnum og í hermum. Við teljum allsendis óvíst að allir flugrekendur leggi í slíkan kostnað vegna Akureyrarflugvallar fyrir sinn flugmannahóp.”

Sigrún Björk segir hönnun flugferla í eðli sínu flókið verkefni og um sé að ræða fyrstu A-RNP og RNP-AR flugferla sem hannaðir eru og innleiddir hér á landi. Um sé að ræða nýtt verkefni fyrir alla sem að koma, Isavia, ANS-Flugleiðasögu, Samgöngustofu og hagaðila.

„Það sköpuðust mjög góðar umræður á fundinum um þessi mál, segir hún. „Það er von okkar hjá Innanlandsflugvöllum að verkefnið sé skýrt í huga bæjarfulltrúa og að almenn samstaða verði um að styðja við flugvöllinn sem og markaðsstarf á Akureyri og Norðurlandi. ”

Lesa meira

Stéttarfélög styrkja Velferðarsjóð

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 700 þúsund krónur til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Aðalstjórn Einingar-Iðju hefur samþykkt að veita sjóðnum 1,2 milljónir króna í styrk.

Lesa meira

Vegna frèttar um lóð til Íslandsþara

Vegna frèttar um lóð til Íslandþara óskar Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþinng eftir því að eftirfarandi árétting sé birt hér.

Lesa meira