Fréttir

Útskrift nemenda úr Sjávarútvegsskóla GRÓ

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fór fram miðvikudaginn 15. maí í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði. Í ár voru 10 af þessum nemendum við Háskólann á Akureyri frá janúar til maí. Starfsfólk HA, Fiskistofu og Háskóla Íslands kenndu þeim og leiðbeindu í lokaverkefnum.

Lesa meira

Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma

Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði. 

Lesa meira

Sumaropnun í Hlíðarfjalli í júli og fram í september.

Þrátt fyrir að enn sé heldur vetrarlegt um að litast í Hlíðarfjalli þá er nú þegar farið að huga að sumaropnun fyrir útivistarfólk í Fjallinu.

Lesa meira

Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar

Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins. Í aprílmánuði voru haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi. Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.

Lesa meira

Fiðringsbikarinn til Húsavíkur

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í s.l. viku. Níu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu afrakstur vinnu sinnar.

Lesa meira

Svik fara ekki í sumarfrí

Það er ekkert nýtt að óprúttnir aðilar svindli  á meðborgurum sínum. Það á ekki síst við þegar kemur að fjármálum og höfum við í Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu reglulega varað við glæpamönnum. Í dag eru þetta oft alþjóðlegir, skipulagðir glæpahringir, sem beita tækninni til að villa um fyrir fólki. Íslenskan þeirra verður betri og aðferðir þeirra betur úthugsaðar og erfiðara að verjast þeim.

Lesa meira

Fyrstu hverfafundir Akureyrarbæjar verða í vikunni

Akureyrarbær boðar til hverfafunda í öllum skólahverfum bæjarins og verða þeir fyrstu í vikunni, í Brekkuskóla á morgun og Siðuskóla á fimmtudag.

Lesa meira

Fyrsta ringó móið heppnaðist vel

Fyrsta ringó-mótið var haldið á Akureyri fyrir skemmstu undir formerkjum Virkra Virkra efri ára og Félags eldri borgara á Akureyri. Fór það fram í Íþróttahöllinni og mættu rúmlega 50 glaðir þátttakendur 60 ára og eldri.

Lesa meira

Hymnodiu heldur tónleika í Akureyrarkirkju annað kvöld

Hymnodia fagnar sumri með gullfallegri tónlist að kvöldi miðvikudagsins 22. maí nk. Á dagskrá verður barokk eftir tékkneska tónskáldið František Tůma, tónlist frá miðri síðustu öld eftir Svíann Lars-Erik Larsson og ný tónlist eftir Sigurð Sævarsson, m.a. verk sem hann samdi fyrir Hymnodiu

Lesa meira

Lokaorðið - Naktir kennarar.

Þegar líður að starfslokum er óhjákvæmilega horft yfir farinn veg. Farsæl 38 ár við kennslu. Samkvæmt rannsóknum stendur skólakerfi bókaþjóðarinnar afar illa á köflum. Lestrarfærni og lesskilningur er allt of lélegur. Nú legg ég brátt frá mér límstiftið og skærin. Af hverju nefni ég þessa tvo hluti? Vegna þess að námsefnisskortur í íslenskum skólum hefur allan minn starfsaldur verið mikill. Allir vita að ef árangur á að nást í einhverju þá þarf æfingu og hvatningu. Þetta skilja allir þegar talað er um íþróttir og tónlist, en þegar talað er um lestur, móðurmálið, stærðfræði og náttúrufræði er farið í vörn.  „Æfingin drepur meistarann“ sagði eitt sinn óöruggur og meðvirkur kennari í mín eyru og átti við að endurtekningar væru af hinu illa.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu og sál.

Flest þekkjum við einhvern sem á í deilum við aðra manneskju þar sem erfitt virðist vera að finna sameiginlega lausn. Í síðasta þætti 2. seríu af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Þorleifur Kr. Níelsson, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari, hlustendur um sáttamiðlun.

Lesa meira

Frjósemi mikil og gott heilbrigði

„Sauðburður gengur ágætlega og nálgast að verða hálfnaður. Frjósemi er mikil og heilbrigðið gott,“ segir Ásta F. Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.

Lesa meira

Gæði sem skipta máli – Tökum flugið

Síðustu ár hafa orðið miklar framfarir þegar kemur að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Við þekkjum lífsgæðin sem því fylgja, enda er ferðlagið til Keflavíkur oft kostnaðarsamasti og tímafrekasti leggur ferðalagsins þegar haldið er utan. Beint millilandaflug um Akureyrarflugvöll skiptir atvinnulífið einnig verulegu máli enda ein megin forsenda fyrir auknum komum ferðamanna, ekki síst utan háannatíma þegar ferðalög eru að jafnaði styttri. Stærsti einstaki áfanginn á þessari leið er tilkoma Easy Jet, sem flogið hefur beint milli Akureyrar og London frá því síðastliðið haust. Ekkert kemur til af sjálfu sér og fjölmargt hefur þurft að koma saman svo að Akureyri og Egilsstaðir séu raunhæfir valkostir þegar kemur að millilandaflugi.

Lesa meira

Fyrsti dagur ,,sumarsins" þar sem tvö skemmtiferðaskip heimsækja bæinn

Í dag er fyrsti dagur sumarsins þar sem tvö skip leggjast að bryggju á sama degi í Akureyrarhöfn.

 

Lesa meira

„Höldumst í hendur í gegnum þetta og styðjum hvert annað“

Formaður Framsýnar stéttarfélags (áður Verkalýðsfélag Húsavíkur) í 30 ár

Lesa meira

Ferðalag traktors út í Flatey á Skjálfanda

Það er meira en að segja það að flytja traktor út í eyju

Lesa meira

Orkuskipti í samgöngum á Akureyri fara vel af stað

„Við höfum séð örlítil merki þess undanfarin ár að raforkunotkun er að potast aðeins upp á við,“ segir Stefán H. Steindórsson sviðsstjóri hjá Norðurorku. Raforkunotkun á Akureyri hefur staðið í stað um árabil þó svo að bærinn hafi stækkað og íbúum fjölgað.

Lesa meira

Ingvi Quartet, með tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld

Kvartett Ingva Rafns Ingvasonar, Ingvi Quartet, heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld og hefjast tónleikarnir kl 20.30.

Lesa meira

Frumkvöðla- og nýsköpunarfélaginu Drift EA ýtt úr vör

Fjölmenni var á kynningarfundi frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar EA, sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær

Lesa meira

Útskrifast sem rafvirki og fagnar hálfrar aldar afmæli!

Það er aldrei of seint að skella sér í nám og láta draumana rætast. Þetta eru skilaboð Andreu Margrétar Þorvaldsdóttur, sem mun útskrifast sem rafvirki frá VMA í næstu viku. Það er í mörg horn að líta fyrir Andreu þessa dagana því auk þess að ljúka náminu með formlegum hætti undirbýr hún sig núna af krafti fyrir sveinspróf í rafvirkjun í byrjun júní og einnig fagnar hún fimmtugsafmæli sínu nk. föstudag. Stórafmælis- og útskriftarveisla er því á dagskránni nk. laugardag.

Lesa meira

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 18 maí kl 14:00 Sasha Pirker: Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head

Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar. Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartilfinningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum. Hugsun í gegnum tungumál, tilraunakennda frásögn, persónulegt og byggingarfræðilegt rými og möguleika, verk Sasha sýna næmni fyrir reynslu, þekkingu og skilningi. Þau eru stundum persónuleg eða viðkvæm og gefa þá tilfinningu að kvenlinsan sem kvikmyndir hennar verða og eru til í gegnum séu bæði hugsandi og óvænt, nýstárleg og umvefjandi.

Lesa meira

Samið um stækkun húsnæðis við VMA.

Í dag, föstudaginn 17. maí kl. 14.30 fer fram hátíðleg athöfn þar sem skrifað verður undir samning um stækkun á húsnæði skólans. Mennta- og barnamálaráðherra ásamt bæjarstjóranum á Akureyri og sveitarstjórum í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi munu skrifa undir samning um byggingu 1500m2 húsnæðis við skólann.

 

Lesa meira

Kirkjugarðar Akureyrar í rekstrar vanda og næsta skref að loka líkhúsinu

„Hvað verður um líkin?“ er spurning sem Akureyringar og nærsveitarmenn velta fyrir sér þessa dagana, en Kirkjugarðar Akureyrar sem reka líkhús og kapellu á Naustahöfða eru í rekstravanda vegna fjárskorts. Kirkjugörðunum er óheimilt að innheimta þjónustugjald vegna starfsemi líkhúsanna. Einkaaðilar gætu innheimt slíka gjöld en fáir hafa áhuga á að reka líkhús hér á Akureyri. Engin leið önnur er út úr vandanum nema sú að hætta rekstri líkhússins. Stefnir í að skellt verði í lás grípi Alþingi  ekki í taumana á vorþingi og geri Kirkjugörðum  heimilt að innheimta þjónustugjaldið eða leggja til fjármagn til starfseminnar.

Lesa meira

Fann sig í sálfræði og flýgur nú út í frekara nám

Þegar Emma var ung ætlaði hún að verða læknir eins og langafi. Í menntaskóla áttaði hún sig á því að líffræði væri alls ekki fag sem hún hafði gaman af og þá læknisfræðin ekki það sem fyrir henni lægi. Emma hafði hins vegar mjög gaman af sálfræðinni og eftir einn tímann kom kennarinn upp að Emmu, tjáði henni hversu efnileg hún væri á því sviði og fékk hana til að íhuga frekara nám í fræðunum.  

Lesa meira

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri hjá LA

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Bergur Þór tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gengt starfinu síðustu í sex árin.

Lesa meira

Kylfingar geta tekið gleði sína, Jaðarsvöllur opnar n.k. þriðjudag

Kylfingar á Akureyri geta nú heldur betur tekið gleði sína  því stefnt er að þvi að opna Jaðarsvöll n.k þriðjudag  samkvæmt þvi sem segir á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar.  

Lesa meira

Viðræður eru hafnar um hugsanlegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar

Frá þessu segir í tilkynningu frá Samkaupum en þar sem kemur fram að s.l.  mánuði hafi Samkaup hf. og Skel fjárfestingarfélag rætt um kosti og galla hugsanlegan samruna fyrirtækjanna.

Lesa meira