Fréttir

Hagnaður bankanna gríðarlegur en samfélagsleg ábyrgð engin

Trúnaðarráð Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) og Sjómannafélag Eyjafjarðar ítreka nauðsyn þess að sveitarfélögin sýni ábyrgð og styðji við kjarasamninga með því að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám.

Lesa meira

Hver verður þingmaður þinn?

Þegar kosningabaráttan nær hámarki og fjöldi kjósenda er enn óákveðinn, er eðlilegt að spyrja sig: „Hvernig tek ég rétta ákvörðun á kjördag?“ Margir kjósendur eru orðnir þreyttir á óljósum kosningaloforðum sem gætu aldrei orðið að veruleika. Þrátt fyrir það þurfa stjórnmálaflokkar að kynna stefnu sína og sýna hvernig þeir vilja leiða þjóðina til betri vegar. En er það nóg? Er rétt að treysta eingöngu á kosningapróf eða stór loforð? Kannski er kominn tími til að horfa meira til fólksins sem við setjum í lykilstöður.

Lesa meira

Grímseyingar fá 300 tonna viðbótar aflaheimildir án vinnsluskyldu

Byggðastofnun hefur auglýst viðbótaraflaheimildir án vinnsluskyldu fyrir Grímsey, allt að 300 þorskígildistonn fyrir fiskveiðiárin 2024/2025, 2025/2026 og 2026/2027.

Lesa meira

Guðrún Dóra Clarke nýr framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Guðrún Dóra Clarke hefur verið ráðin í auglýst starf framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Stefnt er að því að Guðrún Dóra hefji störf fljótlega og starfi samhliða Erni Ragnarssyni þar til hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri lækninga 1. febrúar n.k.

Lesa meira

Ferðafrelsið er dýrmætt

Ferðafrelsi er kannski ekki eitthvað sem menn alla jafna velta mikið fyrir sér frá degi til dags. Kannski vegna þess að okkur finnst það svo sjálfsagður hlutur. Að mega ferðast frjálsir um vegi og slóða um fjöll og fyrnindi umvafin náttúrunni við hvert fótmál. Þessir slóðar og fjallvegir urðu ekki til af sjálfu sér heldur mótuðust af höndum og hug þeirra frumkvöðla sem fyrstir fóru af stað á vanbúnum, óbreyttum bifreiðum þess tíma, þekktu á og kunnu að lesa í ár, vötn og land og öfluðu sér dýrmætrar þekkingar sem skilaðist áfram til næstu kynslóða. 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opnun, fimmtudagskvöldið 28. nóvember

Fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri: Sólveig Baldursdóttir – Augnablik-til baka og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Boðið verður upp á sýningarstjóraspjall með Markúsi Þór Andréssyni, sýningarstjóra Átthagamálverksins, kl. 20.40 og listamannaspjall með Sólveigu kl. 21.

Lesa meira

Íslandsþari með ný áform um þaravinnslu á Húsavík

Íslandsþari óskar eftir að fá úthlutað lóðinni að Búðarfjöru 1 á Húsavík til uppbyggingar húsnæðis til úrvinnslu stórþara.

Lesa meira

Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar!

Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit.

Lesa meira

Nærsamfélagið tekur höndum saman

Jólatónleikar til styrktar Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og fjölskyldu

Lesa meira

Jólamatur fátæka mannsins

Einn af mínum allra uppáhalds fuglum er rjúpan.  Rjúpan nam hér land við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum og kom upprunalega frá Grænlandi.

Hún á sér lengri forsögu hér en við. Mér finnst hún ekki bara falleg, hún er brögðótt, á 3 alklæðnaði og  þegar hún ver unga sína, þá sýnir hún vanmetna vitsmuni.

Lesa meira