Fréttir

Sumardagurinn fyrsti í Sigurhæðum klukkan 13

Ferskustu listamennirnir í Pastel ritröð kynna verk sín:
Nr. 37: Þorbjörg Þóroddsdóttir: Vögguvísuatómapar.
Nr. 36: Egill Logi Jónasson: Hohner mér vel.
Egill Logi aka Drengurinn fengurinn er tónlistar- og myndlistarmaður. Hann starfar á Akureyri og er hluti af listhópnum Kaktus.
Þorbjörg Þóroddsdóttir er 19 ára ungskáld frá Akureyri. Hún varð stúdent frá MA í fyrra, stundaði nám við lýðháskóla á Jótlandi í haust og vinnur nú á leikskóla. Hún hefur unnið til þrennra verðlauna í ritlistarsamkeppni Ungskálda.

Lesa meira

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir skipuð rektor Háskólans á Akureyri

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð sem rektor Háskólans á Akureyri frá og með 1. júlí næstkomandi. Skipan Áslaugar er samkvæmt ákvörðun Háskólaráðs frá 2. apríl síðastliðnum um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra samþykkti tillöguna og tekur Áslaug við rektorsstöðunni 1. júlí næstkomandi. Alls bárust fimm umsóknir um embættið en skipað er til fimm ára.

Lesa meira

Syngjandi sumarsveifla í Laugarborg

Að kvöldi síðasta vetrardags býður Kirkjukór Grundarsóknar í Eyjafjarðasveit til tónlistarveislu í Laugarborg þar sem sannarlega verður syngjandi sumarsveifla í aðalhlutverki.

Lesa meira

Ef ég væri sími.

Líklega er áhugi fólks á tækjum og tækni mismikill. Flestir eru þó duglegir í að passa uppá símana sína, tileinka sér tækninýjungar og uppfæra þá. Þetta litla tæki sem fylgir okkur mörgum í daglegu lífi. Síminn er gjarnan skammt undan, uppi á borði, í töskunni eða vasanum. Góður sími getur veitt okkur sítengingu við alheiminn, vini og vandamenn, afþreyingu, vinnuna og bara allt mögulegt.

Lesa meira

Mörg þúsund manns árlega á faraldsfæti suður til lækninga

Þjónusta Sjúkrahússins á Akureyri hefur dregist saman undanfarin misseri. Því fer fjarri að SAK nái að uppfylla það hlutverk sem skilgreint er í lögum um heilbrigðisþjónustu, þar sem m.a. segir að sjúkrahúsið eigi að veita þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga og vera varasjúkrahús Landspítala

Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar andlát

Eftirfarandi tilkynningu sendi lögreglan á Norðurlandi eysta frá sér  nú rétt í þessu.
Klukkan 04:30 aðfaranótt mánudags var lögreglan á Norðurlandi eystra kölluð að fjölbýlishúsi á Akureyri.
Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang var vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á vettvangi.
Lesa meira

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann?

 Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur?

  • Förum við í símann þegar að við erum undir stýri? (Já það telst líka með að gera það á rauðu ljósi).
  • Lengjum við klósettferðirnar okkar til að vera lengur í símanum?
  • Leggjum við símann alltaf á borðið á fundum, í kaffitímanum eða við matarboðið og leyfum þannig tilkynningunum á skjánum að stela athygli okkar?
  • Setjum við börnin okkar fyrir framan skjá til þess að kaupa okkur sjálfum skjátíma?
  • Leitum við í símann alltaf þegar að okkur leiðist?
  • Erum við hrædd við að vera vandræðaleg á almannafæri og förum í símann til að þykjast vera að sinna einhverju mikilvægu frekar en að líta upp og leyfa huganum að reika?
  • Dettum við út í samtölum við annað fólk því við ætluðum að fletta einhverju eldsnöggt upp en rákumst svo á eitthvað annað sem greip athygli okkar?
  • Getum við átt gæðastundir með fjölskyldunni án þess að láta símann trufla okkur?
Lesa meira

Lokaorðið - Forgangslistinn

Eftir því sem ég eldist verð ég sífellt þakklátari fyrir að fá að ganga lífsins veg með fólkinu mínu. Við erum fámenn þjóð og höfum í gegnum tíðina staðið þétt saman. Við höfum lyft grettistaki í forvörnum vegna slysa á sjó og landi.

Lesa meira

Hörður Óskarsson styrkir Krabbameinsfélagið

Hörður Óskarsson færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ríflega hálfa milljón króna sem er andvirði af sölu á skarti úr gamalli mynt sem hann selur undir nafninu Mynthringir og alls konar.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Endurskoðun jafnréttisáætlunar í fullum gangi

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á áætlun háskólans um jafna stöðu kynjanna sem gildir frá 2021 til 2024 og jafnréttisráð Háskólans á Akureyri stendur að þeirri vinnu.

Jafnréttisráð HA er öflugt og virkt ráð sem heldur reglulega fundi og tekur fyrir og fylgir eftir erindum starfsfólks og stúdenta. Þá er boðið upp á fræðslu innan skólans ásamt þátttöku í skipulagi Jafnréttisdaga sem haldnir eru árlega. Ráðið hefur starfskraft á sínum snærum, Sæunni Gísladóttur, sérfræðing hjá Rannsóknamiðstöð Háskóla Akureyrar.

Lesa meira

Andrésar andarleikarnir haldnir í 48 sinn

Andrésar andarleikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir í Hlíðarfjalli í næstu viku, dagana 24.-27. apríl. Skíðafélag Akureyrar heldur leikana og er þetta í 48. sinn sem efnt er til þeirra.

Lesa meira

Stöðug aukning í blóð- og krabbameinsmeðferðum hjá SAk

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis afhenti formlega á dögunum almennu göngudeildinni á SAk þrjá meðferðarstóla og þrjú hliðarborð. Mikil aukning hefur orðið í blóð- og krabbameinsmeðferðum undanfarin ár og stefnir í að svo verði áfram.

Lesa meira

Formannaskipti í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðara á Akureyri og nágrenni

Formannaskipti urðu í Sjálfsbjörg, félagið fatlaðra á Akureyri og nágrenni á aðalfundi nýverið. Herdís Ingvadóttir lét af formennsku eftir 24 ár. Hún getur að sögn gengið stolt frá borði eftir farsæla setu í stól formanns. Hún hafði um 6 ára skeið þar á undan setið í stjórn félagsins eða í allt í þrjá áratugi.

Lesa meira

Mikil aukning á hótunum og beitingu á ofbeldi gagnvart lögreglu á Norðurlandi eystra.

,,Það er ljóst að það að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða. Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurninni sýnir okkur að þróunin á starfssvæði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er með þeim hætti að það er nauðsynlegt að bregðast við. Það er mikilvægt að greina þessa stöðu. Hver er ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun á brotum gegn lögreglumönnum og opinberum starfsmönnum á þessu landsvæði það er Norðurlandi eystra“ segir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. 

Lesa meira

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi.

Lesa meira

Líf að færast í Holtahverfi

Líf er að færast í nýtt Holtahverfi norður, svæði á milli Krossanesbrautar og smábátahafnar í Sandgerðisbót. Húsin rísa hvert á fætur öðru og fyrstu íbúarnir hafa komið sér fyrir í nýjum íbúðum. Enn er eitthvað eftir af lóðum og er Akureyrarbær um þessar mundir að auglýsa par- og raðhúsalóðir lausar til úthlutunar, en m.a. eru nokkrar lóðir lausar við Álfaholt, Hulduholt og Þursaholt.

Lesa meira

Frú Ragnheiður - Færri í nálaskiptaþjónustu en fleiri komu í bílinn

Fjöldi einstaklinga sem leitaði til Frú Ragnheiðar árið 2023 var 51 í 584 heimsóknum en árið 2022 voru einstaklingarnir 46 í 412 heimsóknum. Af þessum fjölda voru 10 viðbragðsaðilar og einstaklingar sem leituðu til verkefnisins til að fá Nyxoid nefúðann. Ekki er því um fjölgun skjólstæðinga í nálaskiptaþjónustu að ræða en þeim fækkaði um fimm milli ára, úr 46 í 41.

Lesa meira

Götuhornið - Gamlingi á villigötum

Mig hefur lengi langað til að senda bréf til Götuhornsins.  Mér hefur legið ýmislegt á hjarta og fannst það eiga fullt erindi til lesenda.  Þetta hefur þó ekki getað orðið fyrr en nú vegna vandræða sem ég lenti í og þurfti að greiða úr.

Lesa meira

Fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri árið 2025

Fyrirhugað er að fyrsta alþjóðlega hót­elið á lands­byggðinni mun opna á Ak­ur­eyri 2025  und­ir merkj­um Curio Col­lecti­on by Hilt­on. Framkvæmdin verður í samvinnu við Bohem­ian Hotels.  „Bohem­ian Hotels ehf., í sam­starfi við Hilt­on, til­kynn­ir með stolti und­ir­rit­un tíma­móta­samn­ings um bygg­ingu og rekst­ur tveggja hágæða hót­ela á Íslandi. Þess­ir samn­ing­ar marka ákveðin tíma­mót í hót­el­geir­an­um á Íslandi og færa Ak­ur­eyri gist­ingu og þæg­indi á heims­mæli­kv­arða til jafns við Reykja­vík" segir i tilkynningu frá Bohem­ian Hotels.  

Lesa meira

Kuldatíð seinkar vorverkum

Talsverðar líkur er á að kal verði í túnum í Svarfaðardal en sennilega sleppa önnur svæði í héraðinu betur þó ekki sé það fullvíst. Kuldatíð seinkar vorverkum bænda og gæti í versta falli orðið til þess að spretta fari seinna af stað en vanalega, snjór er yfir öllum túnum og því ekki hægt að bera á.

Lesa meira

Goblin opnar á Glerártorgi

 „Eins leitt og okkur þykir að yfirgefa fallega miðbæinn okkar, erum við afar spennt fyrir þessum flutningum og hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á Glerártorgi,“ segja þau Þorsteinn Marinósson og Ásta Hrönn sem eiga Goblin. Starfsemin hefur verið við Brekkugötu undanfarin ár en flyst nú í rýmra húsnæði á Glerártorgi.

Lesa meira

Lystigarðurinn - Kostar meira að pissa

Gjald fyrir afnot af salernisaðstöðu í Lystigarðinum á Akureyri hækkar 1. maí næstkomandi, út 150 krónum  eins og áður var í 300 krónur. Gjaldið verður endurskoðað við gerð gjaldskrár Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar árlega.

Lesa meira

Bókakynning á Amtsbókasafninu á Akureyri á morgun.

Kristín Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar  Tólf lyklar verður með kynningu á bókinni  á Amtsbókasafninu á morgun  og hefst kynningin klukkan 15:30. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.

Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Akureyri

Barnamenningarhátíð á Akureyri er nú haldin í sjöunda sinn og hefur vaxið ár frá ári. Hátíðin teygir sig yfir allan aprílmánuð með það að markmiði að hvetja börn og fjölskyldur þeirra til að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins sér að kostnaðarlausu.Á dagskrá eru fleiri en 50 viðburðir af ýmsu tagi.

Lesa meira

Sigríður Örvarsdóttir nýr safnstjóri Listasafnsins

Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Sigríður er með MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands (2018), BA gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku (2001), ásamt meistaranámi í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts (2014) og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands (2009). Auk þess er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla (2001).

Sigríður hefur starfað sem safnstjóri og forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá árinu 2022 og veitir sem slík forstöðu Myndlistarsafni Þingeyinga en safneign þess telur um 1.900 verk. Í starfi sínu stýrir hún starfseminni og ber ábyrgð á öllum þáttum rekstrar, allri fjárhags- og verkefnaáætlanagerð, bókhaldi, mannauðsmálum, rekstri fasteigna og faglegu starfi sjö annarra safneigna og fjögurra sýningarstaða.

Sigríður starfaði sem verkefnastjóri sýninga hjá Akureyrarbæ sumarið 2021. Í því starfi sinnti hún sýningagerð, rannsóknarvinnu og kynningarmálum. Árin 2019 til 2020 var hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi við gerð safnastefnu Akureyrarbæjar. Hún gegndi starfi safnafulltrúa Listasafnsins á Akureyri árið 2012 og árin 2010 og 2012 starfaði hún sem verkefnastjóri samsýninga og ritstjóri safnahandbóka fyrir söfn á Norður- og Norðausturlandi. Árin 2008 til 2012 starfaði hún sem safnkennari við Minjasafnið á Akureyri.

Sigríður hefur reynslu af kennslu í list- og hönnunargreinum á öllum skólastigum innan lands sem utan, m.a. hjá Listaháskóla Íslands og Marbella Design Academy á Spáni. Hún hefur tekið þátt í alheimsþingi ICOM, alþjóðaráðs safna og verið fulltrúi þess í Rannsóknarsetri í safnafræðum við Háskóla Íslands.

Alls bárust 14 umsóknir um starfið.

Lesa meira

Virðist sem skorti pólitískan vilja

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær. Mörg mikilvæg mál voru til umræðu á fundinum m.a. samgöngumál. Ákveðið var að hvetja Vegagerðina og stjórnvöld til að styðja við áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll auk þess styðja betur við Loftbrúna sem skiptir íbúa á landsbyggðinni verulega miklu máli. Fjölga þarf ferðum sem menn geta nýtt sér á þessum sérstöku kjörum

Lesa meira

Vantraust og kerfishrun í málefnum fólks með ADHD

Aðalfundur ADHD samtakanna fta, haldinn 16. apríl 2024 skorar á Heilbrigðisráðherra að grípa nú þegar til aðgerða vegna þess kerfishruns sem blasir við í þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD. Vegna aðgerðarleysis stjórnvalda á liðnum árum hafa biðlistar eftir greiningu og meðferð meira en tvöfaldast og nú bíða um fjögur þúsund einstaklingar eftir að komast í greiningarferli. Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!!

Lesa meira