Bakþankar bæjarfulltrúa Því ekki að gera tilraun?
Það snjóaði um daginn. Götur urðu flughálar. Og ég dreif mig með bíl konu minnar í dekkjaskipti. Þú kemst að eftir tíu daga, var svarið sem ég fékk.
Það snjóaði um daginn. Götur urðu flughálar. Og ég dreif mig með bíl konu minnar í dekkjaskipti. Þú kemst að eftir tíu daga, var svarið sem ég fékk.
Barnabókarithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16. nóvember 1857. Af þessu tilefni er boðið til afmælis á æskuheimili hans, Nonnahúsi, á afmælisdaginn milli 12 og 14.
Talsverður viðbúnaður er á Akureyri vegna veðurs sem nú gengur yfir svæðið. Líkur eru á að svipað ástand geti skapast og í september 2022 þegar sjór gekk á land á Eyrinni með umtalsverðum afleiðingum. Margt er líkt með veðrinu sem spáð er í kvöld og þeim aðstæðum sem þá sköpuðust.
Dómnefnd mun kunngera úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2024 við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu á Akureyri. Athöfnin fer fram á degi íslenskrar tungu, laugardaginn 16. nóvember kl. 14.
Léttar veitingar verða í boði að athöfn lokinni og einnig verður tónlistarflutningur frá Elíasi Dýrfjörð sem leikur á kontrabassa. Öll velkomin á athöfnina.
Haustið er að baki og vetur konungur hefur tekið völdin amk. fyrst um sinn Sauðfé hefur haft það gott á beitinni, enda fyrri hluti nóvember óvenju hlýr. Hrútar fara á gjöf í vikunni á flestum bæjum og sumir bændur eru farnir að rýja féð inn.
Þessir „konungar“ í Skarðaborg í Reykjahverfi eru vel ullaðir og þó næði kuldaél þá verður þeim ekki kalt í sinni kápu.
Vonandi verður veturinn mildur, en bæði bændur og búalið þurfa á því að halda eftir kalt og rigningasamt sumar.
Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins.
Út er komin bókin ÓKEI — uppruni og saga þekktasta orðatiltækis í heimi. Höfundur er Sigurður Ægisson og Hólar gefa út.
OK eða O.K., ýmist ritað með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla Jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á Tunglinu. Það er ekki lítið afrek. Hvað með aðrar reikistjörnur verður, á eftir að koma í ljós.
Ekki eru mörg ár liðin frá því nemar í starfnámi við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri þurftu að halda suður í Menntaskólann í Kópavogi til að ljúka námi sínu. Aukin eftirspurn frá bæði nemendum og atvinnulífinu hefur leitt til þess að VMA jók námsframboð sitt og nemar geta nú lokið námi sínu í heimabyggð. Þjónustusvæðið er einkum Norður- og Austurland.
Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga.