
Einn vinsælasti gesturinn í Grímsey kominn
Frá því um 3. apríl hafa sjómenn séð til lundans á sjó í nágrenni Grímseyjar en í gær settist hann upp á varpstöðvarnar í eyjunni.
Frá því um 3. apríl hafa sjómenn séð til lundans á sjó í nágrenni Grímseyjar en í gær settist hann upp á varpstöðvarnar í eyjunni.
KEA hefur selt 12% eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri
Alls bárust 20 umsóknir um starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í mars. Umsóknarfrestur var til og með 3. apríl sl
Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.
Á Facebooksíðu Skógræktarfélagsins er sagt frá því að búið séð að gera skíðagönguspor frá Kjarnaskógi og fram í Jólahús. Því er svo bætti við að færi á öllum þeirra leiðum sé frábært.
Annars er færslan hið skemmtilegasta, svona í stíl við veðrið.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur tekið sæti sem matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Bjarkey tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í dag af Svandísi Svavarsdóttur sem tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nóvember árið 2021 og við embætti matvælaráðherra við stofnun matvælaráðuneytis 1. febrúar árið 2022.
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag stuðningshópi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun hópurinn kallar sig Sólblómið styrk að upphæð kr. 350,000 sem er innkoman af seldnum aðgögnumiðum að leik KA og Þór í úrslitum Kjarnafæðismótsins sem fram fór á dögunum.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Vini Akureyrar um 2 milljónir króna vegna hátíðarinnar Ein með öllu árið 2024. Til viðbótar kemur vinnuframlag frá umhverfismiðstöð.
Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir hefur verið ráðin til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmir árlega kannanir meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB með það að markmiði að varpa ljósi á lífskjör launafólks á Íslandi þar með talið fjárhagsstöðu og heilsu. Greint er frá þessu á vef Framsýnar stéttarfélags, könnunin var lögð fyrir í janúar sl.
Aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar starfað að verkefnum Rauða krossins við Eyjafjörð en á liðnu ári, alls 354.
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17-17.40 heldur Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Dyngjan – listhús. Aðgangur er ókeypis.
Kuldi, snjókoma, ófærð, gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma. Þetta er nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands s.l daga.
„Það hefur verið stöðug aukning og fleiri umsóknir borist til okkar á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð standa að sjóðnum.
Ein umsókn barst til skipulagsráðs Akureyrarbæjar um fjölbýlishúsalóðir sem auglýstar voru til úthlutunar við Miðholt 1 til 9.
Ekki þarf að breyta neinu varðandi gjaldskrár í Grýtubakkahreppi í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á sveitarfélög í landinu að taka til baka hækkanir sem gerðar voru um síðustu áramót eða hækka ekki meira en 3,5%.
Sveitarstjórn Norðurþings tók ársreikning Norðurþings og stofnana sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 4. apríl 2024
Saga af móður, dóttur og hjúkrunarheimili. Móðirin var afar sjálfstæður bóndi og hafði fyrir löngu ákveðið að yrkja jörð sína til æviloka, fjörgömur og alein. Þrátt fyrir sjálfstæðið hafði henni stöku sinnum dottið í hug að færa sig á þéttbýlli stað, en þær tilraunir runnu jafnharðan út í sandinn. Hún ákvað þess í stað að fela dóttur sinni að setja sér stólinn fyrir dyrnar þegar að í óefni væri komið. Að setja einhverjum stólinn fyrir dyrnar var orðatiltæki sem einatt var notað á heimilinu og þýddi einfaldlega - hingað og ekki lengra.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir tillögur sem lagðar hafa verið fram að breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar vera mjög góðar.
Eyfirskir bændur fagna þeim breytingum sem gerðar voru á búvörulögum nýverið þar sem afurðastöðvum í kjöti er veitt heimild til samvinnu og sameiningar til að ná fram hagræðingu og lækkun vinnslukostnaðar að því er fram kemur í samþykkt á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Tónleikahátíðin HnoðRi á Húsavík er komin til að vera
Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000, en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk, en auk Listasafnsins á Akureyri hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum.
,,Við munum fara rólega af stað en kappkosta að bjóða fólki uppá góðar veitingar og ég lofa því að pönnukökurnar með sykri verða sko áfram á boðstólnum. Þetta er gömul uppskrift frá langömmu sem Baldvin Sig. ,,dassaði“ aðeins upp og þeim verður ekki haggað“ sagði Steingrímur Magnússon hjá Trolley en ISAVA gekk til samninga við fyrirtækið að loknu útboði og tóku hinir nýju rekstraraðilar við núna um nýliðin mánaðamót.
Alþjóðlegur vitundarvakningardagur um „long covid” var 15. mars síðstliðinn. Í raun má segja að allir dagar séu mikilvægir vitundardagar um eftirstöðvar veirunnar. Þetta segir fólk sem glímir alla daga við erfið eftiköst Covid 19 og hefur stofnað hóp sem hittist á Akureyri. Vikublaðið hitti þrjú úr hópnum og hlustaði á sögu þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að glíma við erfiðleika eftir að hafa fengið kórónuveiruna, þau búa við verulega skert lífsgæði miðað við það sem áður var og vita ekki hvort þau eigi sér von um fullann bata.
Við teljum afar brýnt að jafna stöðu allra barna þannig ekkert barn fari upp úr grunnskóla án þess að búa yfir lágmarksþekkingu í fjármálalæsi ekki frekar en börn fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar.
„Ef það eru ekki lengur áform um uppbyggingu fjölbýlishúsa í Tónatröð í þeirri mynd sem samþykkt var að auglýsa í febrúar 2023, en ekki verið gert, þá tel ég hreinlegast að taka það verkefni af starfsáætlun og bóka niðurstöðuna svo bæði verktaki og íbúar á svæðinu verði upplýstir um stöðu mála,“ segir í bókun Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur fulltrúa B-lista í skipulagsráði Akureyrarbæjar. „Í framhaldinu verði sett á starfsáætlun að endurskoða skipulagið með uppbyggingu lítilla fjölbýlishúsa í huga.“