Að skamma rétt.
Afa Kristinn þekkti ég ekki enda dó hann áratugum áður en ég fæddist. Hann var glaðsinna og ör maður, eljusamur og mannblendinn, tók snöggar ákvarðanir og flýtti sér aldrei hægt. Honum lá hátt rómur og var fljótur að hlaupa, sigraði t.a.m. hlaupakeppni á ungmennafélagshátíð á Laugum árið 1915, hefði trúlega talist heimsmet ef klukkan hefði ekki bilað (að eigin sögn).