
Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann?
Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur?
Eftir því sem ég eldist verð ég sífellt þakklátari fyrir að fá að ganga lífsins veg með fólkinu mínu. Við erum fámenn þjóð og höfum í gegnum tíðina staðið þétt saman. Við höfum lyft grettistaki í forvörnum vegna slysa á sjó og landi.
Hörður Óskarsson færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ríflega hálfa milljón króna sem er andvirði af sölu á skarti úr gamalli mynt sem hann selur undir nafninu Mynthringir og alls konar.
Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á áætlun háskólans um jafna stöðu kynjanna sem gildir frá 2021 til 2024 og jafnréttisráð Háskólans á Akureyri stendur að þeirri vinnu.
Jafnréttisráð HA er öflugt og virkt ráð sem heldur reglulega fundi og tekur fyrir og fylgir eftir erindum starfsfólks og stúdenta. Þá er boðið upp á fræðslu innan skólans ásamt þátttöku í skipulagi Jafnréttisdaga sem haldnir eru árlega. Ráðið hefur starfskraft á sínum snærum, Sæunni Gísladóttur, sérfræðing hjá Rannsóknamiðstöð Háskóla Akureyrar.
Andrésar andarleikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir í Hlíðarfjalli í næstu viku, dagana 24.-27. apríl. Skíðafélag Akureyrar heldur leikana og er þetta í 48. sinn sem efnt er til þeirra.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis afhenti formlega á dögunum almennu göngudeildinni á SAk þrjá meðferðarstóla og þrjú hliðarborð. Mikil aukning hefur orðið í blóð- og krabbameinsmeðferðum undanfarin ár og stefnir í að svo verði áfram.
Formannaskipti urðu í Sjálfsbjörg, félagið fatlaðra á Akureyri og nágrenni á aðalfundi nýverið. Herdís Ingvadóttir lét af formennsku eftir 24 ár. Hún getur að sögn gengið stolt frá borði eftir farsæla setu í stól formanns. Hún hafði um 6 ára skeið þar á undan setið í stjórn félagsins eða í allt í þrjá áratugi.
,,Það er ljóst að það að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða. Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurninni sýnir okkur að þróunin á starfssvæði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er með þeim hætti að það er nauðsynlegt að bregðast við. Það er mikilvægt að greina þessa stöðu. Hver er ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun á brotum gegn lögreglumönnum og opinberum starfsmönnum á þessu landsvæði það er Norðurlandi eystra“ segir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi.
Líf er að færast í nýtt Holtahverfi norður, svæði á milli Krossanesbrautar og smábátahafnar í Sandgerðisbót. Húsin rísa hvert á fætur öðru og fyrstu íbúarnir hafa komið sér fyrir í nýjum íbúðum. Enn er eitthvað eftir af lóðum og er Akureyrarbær um þessar mundir að auglýsa par- og raðhúsalóðir lausar til úthlutunar, en m.a. eru nokkrar lóðir lausar við Álfaholt, Hulduholt og Þursaholt.
Fjöldi einstaklinga sem leitaði til Frú Ragnheiðar árið 2023 var 51 í 584 heimsóknum en árið 2022 voru einstaklingarnir 46 í 412 heimsóknum. Af þessum fjölda voru 10 viðbragðsaðilar og einstaklingar sem leituðu til verkefnisins til að fá Nyxoid nefúðann. Ekki er því um fjölgun skjólstæðinga í nálaskiptaþjónustu að ræða en þeim fækkaði um fimm milli ára, úr 46 í 41.
Mig hefur lengi langað til að senda bréf til Götuhornsins. Mér hefur legið ýmislegt á hjarta og fannst það eiga fullt erindi til lesenda. Þetta hefur þó ekki getað orðið fyrr en nú vegna vandræða sem ég lenti í og þurfti að greiða úr.
Fyrirhugað er að fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri 2025 undir merkjum Curio Collection by Hilton. Framkvæmdin verður í samvinnu við Bohemian Hotels. „Bohemian Hotels ehf., í samstarfi við Hilton, tilkynnir með stolti undirritun tímamótasamnings um byggingu og rekstur tveggja hágæða hótela á Íslandi. Þessir samningar marka ákveðin tímamót í hótelgeiranum á Íslandi og færa Akureyri gistingu og þægindi á heimsmælikvarða til jafns við Reykjavík" segir i tilkynningu frá Bohemian Hotels.
Talsverðar líkur er á að kal verði í túnum í Svarfaðardal en sennilega sleppa önnur svæði í héraðinu betur þó ekki sé það fullvíst. Kuldatíð seinkar vorverkum bænda og gæti í versta falli orðið til þess að spretta fari seinna af stað en vanalega, snjór er yfir öllum túnum og því ekki hægt að bera á.
„Eins leitt og okkur þykir að yfirgefa fallega miðbæinn okkar, erum við afar spennt fyrir þessum flutningum og hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á Glerártorgi,“ segja þau Þorsteinn Marinósson og Ásta Hrönn sem eiga Goblin. Starfsemin hefur verið við Brekkugötu undanfarin ár en flyst nú í rýmra húsnæði á Glerártorgi.
Gjald fyrir afnot af salernisaðstöðu í Lystigarðinum á Akureyri hækkar 1. maí næstkomandi, út 150 krónum eins og áður var í 300 krónur. Gjaldið verður endurskoðað við gerð gjaldskrár Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar árlega.
Kristín Guðmundsdóttir höfundur bókarinnar Tólf lyklar verður með kynningu á bókinni á Amtsbókasafninu á morgun og hefst kynningin klukkan 15:30. Bókin er fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku.
Barnamenningarhátíð á Akureyri er nú haldin í sjöunda sinn og hefur vaxið ár frá ári. Hátíðin teygir sig yfir allan aprílmánuð með það að markmiði að hvetja börn og fjölskyldur þeirra til að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins sér að kostnaðarlausu.Á dagskrá eru fleiri en 50 viðburðir af ýmsu tagi.
Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.
Sigríður er með MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands (2018), BA gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku (2001), ásamt meistaranámi í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts (2014) og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands (2009). Auk þess er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla (2001).
Sigríður hefur starfað sem safnstjóri og forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá árinu 2022 og veitir sem slík forstöðu Myndlistarsafni Þingeyinga en safneign þess telur um 1.900 verk. Í starfi sínu stýrir hún starfseminni og ber ábyrgð á öllum þáttum rekstrar, allri fjárhags- og verkefnaáætlanagerð, bókhaldi, mannauðsmálum, rekstri fasteigna og faglegu starfi sjö annarra safneigna og fjögurra sýningarstaða.
Sigríður starfaði sem verkefnastjóri sýninga hjá Akureyrarbæ sumarið 2021. Í því starfi sinnti hún sýningagerð, rannsóknarvinnu og kynningarmálum. Árin 2019 til 2020 var hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi við gerð safnastefnu Akureyrarbæjar. Hún gegndi starfi safnafulltrúa Listasafnsins á Akureyri árið 2012 og árin 2010 og 2012 starfaði hún sem verkefnastjóri samsýninga og ritstjóri safnahandbóka fyrir söfn á Norður- og Norðausturlandi. Árin 2008 til 2012 starfaði hún sem safnkennari við Minjasafnið á Akureyri.
Sigríður hefur reynslu af kennslu í list- og hönnunargreinum á öllum skólastigum innan lands sem utan, m.a. hjá Listaháskóla Íslands og Marbella Design Academy á Spáni. Hún hefur tekið þátt í alheimsþingi ICOM, alþjóðaráðs safna og verið fulltrúi þess í Rannsóknarsetri í safnafræðum við Háskóla Íslands.
Alls bárust 14 umsóknir um starfið.
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær. Mörg mikilvæg mál voru til umræðu á fundinum m.a. samgöngumál. Ákveðið var að hvetja Vegagerðina og stjórnvöld til að styðja við áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll auk þess styðja betur við Loftbrúna sem skiptir íbúa á landsbyggðinni verulega miklu máli. Fjölga þarf ferðum sem menn geta nýtt sér á þessum sérstöku kjörum
Aðalfundur ADHD samtakanna fta, haldinn 16. apríl 2024 skorar á Heilbrigðisráðherra að grípa nú þegar til aðgerða vegna þess kerfishruns sem blasir við í þjónustu hins opinbera við fólk með ADHD. Vegna aðgerðarleysis stjórnvalda á liðnum árum hafa biðlistar eftir greiningu og meðferð meira en tvöfaldast og nú bíða um fjögur þúsund einstaklingar eftir að komast í greiningarferli. Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!!
Líkt og hjá öðrum heilbrigðisstofnunum hefur mönnun verið mikil áskorun fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Herferðin „Komdu í lið með okkur!” sem miðaði að því að kynna SAk sem eftirsóknarverðan vinnustað og gefa innsýn í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri hitt í mark og er sumarmönnun nú vel á veg komin.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista og formaður fjölskylduráðs Norðurþings lagði til á fundi ráðsins í síðustu viku að hafinn verði undirbúningur að því að koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaða og félagasamtaka. Með verkefninu er átt við að þegar nýir íbúar flytja í sveitarfélagið Norðurþing taki samfélagið höndum saman og greiði leið þeirra inn samfélagið.
Laugardaginn 20. apríl kl. 15 verður listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni um verk hans á samsýningunni Sköpun bernskunnar, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Stjórnandi er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, sýningarstjóri. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og nemendur úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla.
Norðurorka hlaut umhverfisverðlaun Terra á landsbyggðinni fyrir árið 2023. Norðurorka hefur sett fordæmi fyrir því hversu vel má flokka allt sem til fellur hjá stóru fyrirtæki. Hlutfall sem urðað er eða sent í brennslu er í algjör lágmarki og samræmist það mjög vel stefnu Terra um að skilja ekkert eftir. Norðurorka hefur tileinkað sér þær nýjungar sem Terra býður upp á og hefur fyrirtækið verið reiðubúið að prófa nýjar lausnir og gefið álit sitt á virkni þeirra.
Forsvarsmenn Terra segir að ansi mörg fyrirtæki sem séu í viðskiptum við félagið hafi bætti sig á milli ára þegar kemur að flokkun, sem aftur skili hreinni straumum og hærra hlutfalli heildarúrgangs sem fer í endurvinnslu.
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs.