Nýsköpunarframlag í íslenskum sjávarútvegi.
Íslenskur sjávarútvegur hefur átt stóran þátt í tækniþróun á heimsvísu, þar sem fyrirtæki í greininni hafa náð góðum árangri í þróun sjálfvirkra og afkastamikilla lausna fyrir fiskvinnslu bæði til sjós og lands. Slippurinn DNG hefur lagt mikla áherslu á að mæta sívaxandi kröfum greinarinnar um aukna skilvirkni og gæði, þar sem notkun sjálfvirkra lausna stuðlar að bættri nýtingu afurða og hagkvæmni í ferlum. Lausnir Slippsins DNG eru einnig sérlega notendavænar, sem eykur notkunarmöguleika þeirra í fjölbreyttum aðstæðum og einfaldar verkferla til muna.