
Ungar veiðiklær fóru að dorga
Nemendur í leikskólanum Yl í Reykjahlíð hafa unnið að stórskemmtilegu verkefni í útikennslu upp á síðkastið en útikennslan er mjög fjölbreytt og stór partur af skólastarfinu.
Nemendur í leikskólanum Yl í Reykjahlíð hafa unnið að stórskemmtilegu verkefni í útikennslu upp á síðkastið en útikennslan er mjög fjölbreytt og stór partur af skólastarfinu.
Það er óhætt að segja að veðrið leiki ekki við okkur hér Norðanlands í dag. Etv má segja að lykilorð dagsins séu þessi, þæfingur, snjóþekja eða hálka þegar kemur að færð á vegum, Veðurstofa Íslands boðar okkur svo þetta í gulri viðvörun: Norðan 13-18 m/s og talsverð snjókoma. Slæmt skyggni og varasamt ferðaveður .
Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.
Laugardaginn 23. mars kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Salóme Hollanders, Engill og fluga, og hins vegar sýning Heiðdísar Hólm, Vona að ég kveiki ekki í. Á opnunardegi kl. 15.45 verður listamannaspjall við báðar listakonurnar sem Freyja Reynisdóttir, verkefna- og sýningarstjóri, stýrir.
Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert.
Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.
Akureyrarbær mun endurskoða þær gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%
Bæjarráð fjallaði um áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 á fundi í morgun.
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 21. mars 2024 að í tengslum við kjarasamninga verði gjaldskrár er varða leikskóla og grunnskóla lækkaðar frá því sem áður hafði verið ákveðið. Um áramót var samþykkt að gjaldskrá hækkaði um 4,9% á milli ára en á fundi sveitarstjórnar í dag var ákveðið að hækkunin næmi 3,5%.Þessi breyting tekur gildi 1. apríl 2024.
Brasilíska myndlistarkonan Clara de Cápua hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur. Laugardaginn 23. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin þar sem de Cápua sýnir afrakstur vinnu sinnar. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.
Samþykkt hefur verið sáttatillaga milli Akureyrarbæjar og Norðurorku við verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson um greiðslu 25 milljóna króna vegna tafa sem urðu við útboðsverkefnið Móahverfi 1, gatnagerð og lagnir.
Samkaup hefur komið upp jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun Krambúðarinnar í Mývatnssveit. Vélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýtt í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.
Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.
Lið Þórs tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Grindavíkur með 79 stigum gegn 75 stigum Grindavikurstelpna í hörkuleik sem fram fór Laugardalshöllinni.
Hvatningarverðlaun skógræktar voru veitt í fyrsta skipti í dag á fagráðstefnu skógræktar í Hofi, sem er við hæfi á alþjóðlegum degi skóga.
Ímynd SAk er á góðri leið og mælist rétt undir meðallagi þátttakandi stofnanna og ívið betri en á öðrum heilbrigðisstofnunum.
Kvennalið Þórs í körfubolta mætir liði Grindavíkur í undanúrslitum VÍS-bikarkeppninnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.
Áhrifasvæði Akureyrar er stórt en það nær um allan Eyjafjörð og að einhverju marki austur til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Svæðið hefur vaxið hratt á síðustu árum og nú búa þar um 8% þjóðarinnar. Vöxturinn hefur verið með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu enda hafa sveitarfélögin í nágrenni Akureyrar einnig verið í miklum vexti og mikilvægi sterkra byggða í nágrenninu er gífurlegt, því þær styrkja Akureyri og hlutverk hennar enn frekar.
Samkvæmt upplýsingum úr loftgæðamæli sem staðsettur er við Strandgötu á Akureyri eru loftgæði alvarlega slæm um þessar mundir en hægt er að fylgjst með mælingum á heimasíðu Akureyrarbæjar gegnum meðfylgjandi slóð. Tölur hafa hækkað og lækkað í morgun en eru enn sýndar með rauðum lit sem er alls ekki gott
https://loftgaedi.is/is?zoomLevel=13&lat=65.68431629623733&lng=-18.096688344622926
Að undanförnu hafa komið upp mál hjá lögreglu þar sem vísbendingar eru um að framboð á ólöglegum lyfjum sé að aukast á svörtum markaði.
Skógarauðlindin – innviðir og skipulag er yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar 2024 sem hefst á morgun, miðvikudag, í Hofi á Akureyri og stendur fram á fimmtudag. Um 140 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnuna hvaðanæva af landinu.
Minniháttar áverkar í líkamsárás
Heimasíða KA tilkynnti í morgun að Bjarni Ófeigur Valdimarsson 25 ára gamall leikmaður með þýska liðinu GWD Minden hafi skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Bjarni sem leikur i stöðu vinstri skyttu er jafnframt öflugur varnarmaður og ljóst að hann verður mikill liðstyrkur fyrir KA.
Akureyringar, innan Íþróttafélagsins Akurs halda áfram að gera það gott í bogfiminni, þeir komu heim með þrjá Íslandsmeistaratitla, 5 silfur og 4 brons og 1 Íslandsmet á Íslandsmótum ungmenna um liðna helgi.
Mikil eftirvænting hefur verið í Eyjafjarðarsveit vegna nýbyggingar við Hrafnagilsskóla. Sveitarstjórn hefur unnið skipulega að undirbúningi verksins í nokkur ár.
KEA hefur keypt 30% hlut í Ferro Zink hf. af Jóni Dan Jóhannssyni og á eftir viðskiptin allt hlutafé í félaginu, sem er með starfsemi á Akureyri og í Hafnarfirði. KEA eignaðist fyrst hlut í félaginu árið 2006 og hefur frá þeim tíma bætt við eignarhlut sinn. Jón Dan hefur fylgt félaginu í yfir hálfa öld, fyrst sem starfsmaður, síðar framkvæmdastjóri og eigandi og svo í seinni tíð sem móteigandi KEA í félaginu og stjórnarmaður.
„Við teljum að þessar kröfur séu mjög hógværar,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hefur farið fram á að gjaldskrá Reykjaveitu, þaðan sem íbúar sveitarfélagsins fá heitt vatn verði ekki meira en 30% hærri en aðalveitu Norðurorku frá 1. janúar árið 2026. Gjaldskráin er um þessar mundir um 60% hærri en sú sem notendur aðalveitunnar greiða, m.a. Akureyringar.
Á aðalfundi kvenfélagsins Hlífar 12. mars 2024 var samþykkt að leggja félagið niður. 4. febrúar 1907 var kvenfélagið Hlíf stofnað af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins.