Fréttir

Blað brotið í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Það er óhætt að segja að  brotið hafi verið blað í flugi um Akureyrarflugvöll í morgun,  þegar fyrsta flug  Easy Jet  til Akureyrar frá  Manchester sem er borg í norðvesturhluta Englands   lenti á flugvellinum eftir  tæplega 160 mín flug.

Lesa meira

Plast í Nettó fær nýtt líf í samstarfi við Polynorth

Allt frauðplast í verslun Nettó á Glerártorgi mun nú fá nýtt líf og umbreytast í einangrunarplast til byggingaframkvæmda í samstarfi við plastkubbaverksmiðjuna Polynorth á Óseyri. Verkefnið er liður í stefnu Samkaupa að verða leiðandi í úrgangsstjórnun. Endurnýting á frauðplasti er hluti af því að draga úr úrgangslosun verslana Samkaupa og auka þar flokkunarhlutfall.

 

Lesa meira

Ný vefsíða Hollvina Sjúkrahússins á Akureyri komin í loftið

Á dögunum fór ný vefsíða Hollvina SAk í loftið í boði Stefnu hugbúnaðarhúss (www.hollvinir.is).

Vefsíðan er einföld í notkun og þar birtast fréttir af því góða starfi sem Hollvinir vinna með því að styrkja og styðja við sjúkrahúsið. Ennfremur er þar hægt að gerast Hollvinur með einföldum hætti og panta minningarkort til styrktar samtökunum. Með nýju vefsíðunni vonast stjórnin til að ná til fleiri félagsmanna og efla starfsemina enn frekar.

Lesa meira

Forseti sveitarstjórnar vill hætta viðskiptum við Rapyd

Hjálmar Bogi Hafliðason sagði m.a. annars að efnahagsleg sniðganga væri vopn sem við Íslendingar gætum beitt til að ná fram friðsælli lausn á átökunum fyrir botni Miðjaraðarhafs.

Lesa meira

,,Bráðum kemur ekki betri tíð, því betri getur tíðin ekki orðið”

Það er mun oftar sem sagðar eru fréttir af ófærð og allskonar veseni veðri tengdu á þessum árstíma.  Staðan er hinsvegar sú núna að það er óhætt að vitna í Stuðmenn og segja ,,Bráðum kemur ekki betri tíð, þvi  betri getur tíðin ekki orðið”

Lesa meira

Fagnað í Grímsey í dag

Fiske-afmælinu er fagnað í Grímsey í dag. Þessi dagur er ávallt stór hátíðarstund og mikilvægur í huga íbúa eyjarinnar. Að vanda munu íbúar fagna deginum með samkomu í félagsheimilinu Múla. Boðið verður upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð kl. 18.00 og skemmtun í framhaldinu. Búist er við að um 30 gestum.

Lesa meira

Auto bregst ekki við tilmælum um tiltekt á lóð

Ekki var brugðist við kröfum Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra um að tekið yrði til á lóð Auto ehf á Svalbarðsströnd og er hún enn lýti á umhverfinu. Samþykkti nefndin að leggja dagsektir á fyrirtækið Auto ehf. að upphæð 50 þúsund krónur á dag frá og með 28.október síðastliðinn.

Lesa meira

Merkilegt póstkort fannst í MA

Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934

Lesa meira

Það er ekki allt að fara til fjandans!

Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar? Hvers vegna köllum við ábyrga foreldra leiðinlega og tökum umræðu um börn og ungmenni stöðugt útfrá neikvæðustu rannsóknargögnum sem völ er á?

Það tapa allir þegar að við tölum niður framtíð landsins.

Lesa meira

Slippurinn DNG kynnti sjálfvirknilausnir á Sjávarútvegsráðstefnunni

Nýsköpunarframlag í íslenskum sjávarútvegi.

Íslenskur sjávarútvegur hefur átt stóran þátt í tækniþróun á heimsvísu, þar sem fyrirtæki í greininni hafa náð góðum árangri í þróun sjálfvirkra og afkastamikilla lausna fyrir fiskvinnslu bæði til sjós og lands. Slippurinn DNG hefur lagt mikla áherslu á að mæta sívaxandi kröfum greinarinnar um aukna skilvirkni og gæði, þar sem notkun sjálfvirkra lausna stuðlar að bættri nýtingu afurða og hagkvæmni í ferlum. Lausnir Slippsins DNG eru einnig sérlega notendavænar, sem eykur notkunarmöguleika þeirra í fjölbreyttum aðstæðum og einfaldar verkferla til muna.

Lesa meira