Fréttir

Akureyri - Nauðsynlegt að fjölga í lögreglunni

„Þrátt fyrir fjölgun íbúa og gríðarlega fjölgun ferðamanna hefur verið bent á að jafn margir lögreglumenn sinni útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980, við því sé nauðsynlegt að bregðast og fjölga lögreglumönnum,“ segir í bókun bæjarstjórnar Akureyrar

Lesa meira

Bergið Headspace, ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á Akureyri

„Starfsemin fer vel af stað hjá okkur og ljóst að þörf er fyrir þessa þjónustu,“ segir Erla Lind Friðriksdóttir ráðgjafi Bergsins á Akureyri, en Bergið Headspace er ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára. Bergið var stofnað árið 2019 og hefur verið starfandi síðan á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemin hófst á Akureyri í byrjun þessa mánaðar og er staðsett í Íþróttahöllinni á Akureyri, í sama húsnæði og Virkið.

Lesa meira

Fór að hekla á meðan hann var fótbrotinn

„Þetta var skemmtilegt verkefni og veitt mér mikla gleði,“ segir Kormákur Rögnvaldsson hársnyrtinemi sem dundaði sér við það að hekla heilmikið dúlluteppi, með 187 dúllum, 10X10 að stærð hver. Ástæða þess að hann hóf að hekla teppið var sú að hann fótbrotnaði og þegar fóturinn þarf hvíld er best að nýta hendurnar til að gera eitthvað uppbyggilegt á meðan brotið grær.

Lesa meira

Hreyfiglöð handboltakempa og lektor í lífeðlisfræði

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í apríl er Nanna Ýr Arnardóttir, lektor í lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild. Nanna Ýr hefur ofurtrú á hreyfingu sem forvörn hverskonar og hefur með það að leiðarljósi aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á því sviði.

Lesa meira

Rekstur Norðurorku skilaði 629 milljón króna hagnaði

Rekstur Norðurorku gekk vel á liðnu ári. Ársvelta samstæðunnar var 5 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 629 milljónir króna eftir skatta, eigið fé er 10 milljarðar króna. Á aðalfundi félagsins fyrr í vikunni var ákveðið að ekki verði greiddur arður af hlutafé. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku og dótturfélagsins Fallorku ehf. auk áhrifa frá hlutdeildarfélögunum Tengir hf. og NORAK ehf.

Lesa meira

Árangursrík sýning í Barcelona:

Sýningin tókst frábærlega. Það var stríður straumur gesta í básinn til okkar alla sýningardagana og mikill áhugi á okkar þjónustu og tæknilausnum," segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippsins Akureyri, um þátttöku fyrirtækisins í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni. Sýningin stóð í þrjá daga og lauk síðdegis í gær.

Lesa meira

Skemmdarverk unnin á rútum.

Hún var ekki skemmtileg aðkoma sem blasti við Jónasi Þór Karlssyni eigenda Sýsla Travel þegar hann kom, síðdegis í gær, til að líta til með bílakosti fyrirtækis hans sem staðsettar eru  á nýju bílastæði við Laufásgötu 4 á Akureyri.  Einhverjir lítt vandaðir  höfðu farið um og brotið glugga í rútum Jónasar.  Gluggar í svona bílum er sterkir svo nokkur fyrirhöfn hefur verið við að vinna þessi óskiljanlegu skemmdarverk.

Lesa meira

Ársfundur SSNE Skorar á stjórnvöld að tryggja nægt fé til löggæslu

„Lögreglan á Norðurlandi þarf að hafa þann styrk sem nauðsynlegur er ef upp koma alvarlegri mál í því skyni að geta sinnt hlutverki sínu og tryggt öryggi borgaranna,“ segir í ályktun sem samþykkt var á ársþingi SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit nýverið.  Skorað var á stjórnvöld að tryggja nú þegar nauðsynleg fjárframlög til málaflokksins.

Lesa meira

Akureyri - Framkvæmdir við Torfunef

Framkvæmdir við stækkun Torfunefsbryggju ganga ágætlega um þessar mundir. Lóðir verða boðnar út á næstu vikum og gangi allt að óskum verður hafist handa við að reisa hús á svæðinu á næsta ári.

Lesa meira

Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -

Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lauk í gær , fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood voru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.

Lesa meira

Lokaorðið - Sumardagurinn fyrsti.

Sumardagurinn fyrsti er ævaforn hátíðisdagur á Íslandi. Þó líði aldir og kynslóðir komi og fari er ekkert sem Íslendingar þrá heitar en vorið. Hjörtun slá þá í mildum samhljóma takti og loks er liðin vetrarþraut. Sumardagurinn er einnig þekktur sem barnadagurinn. Í þéttbýlinu gerði fólk sér dagamun og klæddist sparifötum.

Lesa meira

Mikil umferð um Akureyrarflugvöll s.l. daga

Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll síðustu daga áætlunarflug, sjúkraflug, einkaþotur og töluverð þyrluumferð.

Lesa meira

Eik fasteignafélag vill byggja við Gleráreyrar

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar í gær var tekin til umræðu  tillaga frá Kollgátu, sem Ingólfur Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir kynntu f.h hönd Eikar fasteignafélags um uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra.  

Lesa meira

Sólarhringssund hjá Óðinskrökkum

Hið árlega sólarhringssund iðkenda í Óðni stendur nú sem hæst.  Einn sundamaður syndir í einu og er þetta því nokkurs konar boðsund.

Lesa meira

Fékk ekki að lækka gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Húsavíkur

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur í vikunni var tekin fyrir tillaga Valdimars Halldórssonar, varaformanns þess efnis að dregið yrði úr fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum en Valdimar taldi næga innistæðu fyrir hendi til að lækka umrædda hækkun

Lesa meira

Banaslys í Eyjafjarðarsveit

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri , skammt norðan við Laugaland skömmu eftir kl. 13:00 í dag.

Þarna hafði bíll lent út af og voru tveir aðilar sem í honum voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og er hún á frumstigi og ekki frekari upplýsingar að hafa að sinni.

Lesa meira

Umferðarslys á Eyjafjarðarbraut eystri

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri , skammt norðan við Laugaland skömmu eftir kl. 13:00 í dag. Þarna hafði bíll lent út af og í honum voru tveir aðilar. 


Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir á vettvangi og getur lögreglan ekki veitt frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.

Lesa meira

Kirkjutröppurnar og gangstétt í Listagilinu

Framkvæmdir við kirkjutröppurnar eru hafnar að nýju eftir talsvert hlé og er búið að byggja yfir neðsta hluta trappanna, en þar er verið að vinna í húsnæði sem er undir  tröppunum. Að því loknu verður hægt að hefja vinnu við sjálfar kirkjutröppurnar, þeirri vinnu hefur seinkað m.a. sökum þess að erfiðlega gekk að fá verktaka í verkefnið og það var umfangsmeira en var ráð fyrir gert.

Lesa meira

Hefur allt sem þarf

Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi.

Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur.

Lesa meira

Söngveisla í Glerárkirkju á sumardaginn fyrsta

Tíunda kóramót eldri borgara á Norðurlandi fer fram á morgun sumardaginn fyrsta. Fyrsta kóramót eldri borgara var haldið á Húsavík á lokadaginn 11 maí 2002 með þátttöku fimm kóra sem komu frá Húsavík, Akureyri, Dalvík, og Hrísey, Siglufirði og  Skagafirði.

Lesa meira

Samherji og Ice Fresh Seafood á stærstu sjávarútvegssýningu heims

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í gær, 23. apríl. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða.

Samherji og Ice Fresh Seafood eru að venju með stóran og vel útbúinn bás, þar sem tekið er á móti gestum frá öllum heimshlutum og afurðir kynntar. Ice Fresh Seafood sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja.

Lesa meira

Himinhátt innanlandsflug

Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og  einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín.

Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti í Sigurhæðum klukkan 13

Ferskustu listamennirnir í Pastel ritröð kynna verk sín:
Nr. 37: Þorbjörg Þóroddsdóttir: Vögguvísuatómapar.
Nr. 36: Egill Logi Jónasson: Hohner mér vel.
Egill Logi aka Drengurinn fengurinn er tónlistar- og myndlistarmaður. Hann starfar á Akureyri og er hluti af listhópnum Kaktus.
Þorbjörg Þóroddsdóttir er 19 ára ungskáld frá Akureyri. Hún varð stúdent frá MA í fyrra, stundaði nám við lýðháskóla á Jótlandi í haust og vinnur nú á leikskóla. Hún hefur unnið til þrennra verðlauna í ritlistarsamkeppni Ungskálda.

Lesa meira

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir skipuð rektor Háskólans á Akureyri

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð sem rektor Háskólans á Akureyri frá og með 1. júlí næstkomandi. Skipan Áslaugar er samkvæmt ákvörðun Háskólaráðs frá 2. apríl síðastliðnum um að tilnefna hana sem næsta rektor skólans. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra samþykkti tillöguna og tekur Áslaug við rektorsstöðunni 1. júlí næstkomandi. Alls bárust fimm umsóknir um embættið en skipað er til fimm ára.

Lesa meira

Syngjandi sumarsveifla í Laugarborg

Að kvöldi síðasta vetrardags býður Kirkjukór Grundarsóknar í Eyjafjarðasveit til tónlistarveislu í Laugarborg þar sem sannarlega verður syngjandi sumarsveifla í aðalhlutverki.

Lesa meira

Ef ég væri sími.

Líklega er áhugi fólks á tækjum og tækni mismikill. Flestir eru þó duglegir í að passa uppá símana sína, tileinka sér tækninýjungar og uppfæra þá. Þetta litla tæki sem fylgir okkur mörgum í daglegu lífi. Síminn er gjarnan skammt undan, uppi á borði, í töskunni eða vasanum. Góður sími getur veitt okkur sítengingu við alheiminn, vini og vandamenn, afþreyingu, vinnuna og bara allt mögulegt.

Lesa meira

Mörg þúsund manns árlega á faraldsfæti suður til lækninga

Þjónusta Sjúkrahússins á Akureyri hefur dregist saman undanfarin misseri. Því fer fjarri að SAK nái að uppfylla það hlutverk sem skilgreint er í lögum um heilbrigðisþjónustu, þar sem m.a. segir að sjúkrahúsið eigi að veita þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga og vera varasjúkrahús Landspítala

Lesa meira