
Sammála um að taka á neikvæðum áhrifum snjallsíma
Starfshópur um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar hefur lagt fram nýjar samræmdar símareglur sem taka gildi næsta skólaár. Í þessu skrefi felst ákveðinn sáttmáli um símafrið og verða reglurnar kynntar starfsfólki og foreldrum á næstu dögum. Tilgangurinn með sáttmálanum er fyrst og fremst að skapa góðan starfsanda í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Starfshópurinn var samsettur af kjörnum fulltrúum, fulltrúum foreldra og ungmenna, starfsfólki skóla og starfsfólki af fræðslu- og lýðheilsusviði.