Fréttir

Hverfisráð Hríseyjar Gervigrasvöllur myndi bæta aðstöðu

Hverfisráð Hríseyjar gagnrýnir svar bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi unga fólksins á dögunum, en þar komu upp umræður um  vilja barna og ungmenna að fá gervigrasvöll í eyjuna. Harmaði hverfisráðið að ekki hafi verið litið jákvætt á að byggja upp sparkvöll í Hrísey.

Lesa meira

Leit að manni við Fnjóská

Um kl. 18:30 í kvöld barst tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði fallið í Fnjóská nokkru ofan við ósa hennar, skammt frá Pálsgerði. Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf hann þeim sjónum í ánni. Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Aðgerðarstjórn var virkjuð á Akureyri. Maðurinn er enn ófundinn en um 130 viðbragðsaðilar eru nú að störfum við leit að honum. Vettvangsstjórn hefur verið skipuð á vettvangi. Fimm leitardrónar eru notaðir og sérþjálfaðir straumvatnsbjörgunarmenn eru komnir á vettvang. Þá er von á leitarhundum.

Aðstæður á vettvangi eru erfiðar að því leyti að Fnjóská er nokkuð lituð á þessum slóðum en einnig vegna þess að í ósum hennar kvíslast hún mikið þannig að leitarsvæði er víðfeðmt og sums staðar er vatnið það grunnt að erfitt er að koma við tækjum við leitina.

Hér verður næst sett inn uppfærsla á framgangi aðgerðarinnar um miðnætti.

Lesa meira

Uppbygging á KA svæðinu Verksamningur undirritaður

Í dag var undirritaður verksamningur milli Umhverfis- og mannvirkjasviðs f.h. Akureyrarbæjar og  Húsheildar um uppbyggingu á félagssvæði K.A. byggingu áhorfendastúku og félagsaðstöðu.

Lesa meira

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

Lesa meira

Skátaskálanum Gamla læst

Gamli er útileguskáli ofan Löngukletta. Skálinn var byggður árið 1980 og er í eigu Skátafélagsins Klakks. Skálinn er fyrst og fremst ætlaður rekka- og róverskátum, sem eru skátar á aldrinum 16-25 ára.

Lesa meira

Mannlíf - ljósmyndasýning

ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna Mannlíf við LYST kaffihúsið á morgun föstudag.

Lesa meira

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll frá tveimur stöðum í Evrópu í sumar

„Þetta er góð viðbót og skiptir ferðaþjónustu hér á norðanverðu landinu miklu máli,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Millilandaflug  tveggja félaga verður um Akureyrarflugvöll í sumar. Annars vegar er það flug Transavia með ferðafólk á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel og hins vegar flugfélagið Edelweiss sem flýgur á mili Zurich og Akureyrar.

Lesa meira

Foreldrasamstarf, Brekkuskóla, Akureyri hlýtur Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2024

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 29. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu, miðvikudaginn 29. Maí 2024. 

Lesa meira

Gefum íslensku séns - í ferðaþjónustu

Í vetur hefur SÍMEY í auknum mæli lagt áherslu á hugmyndafræðina Gefum íslensku séns, sem Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða, er upphafsmaðurinn að. Grunnstefið í Gefum íslensku séns er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Einnig felst í verkefninu að fólk af erlendum uppruna, sem til dæmis vinnur þjónustustörf á Íslandi, til lengri eða skemmri tíma, hafi í störfum sínum möguleika á að læra og/eða tileinka sér einföld hugtök eða setningar á íslensku. Þannig er lögð áhersla á að samfélagið allt sé framlenging á kennslustofunni og tryggt að einhverju leyti að þeir sem vilja læra íslensku geti með öruggum hætti æft sig, t.d. með því að panta sér mat, kaffi eða annað á veitingastöðum og kaffihúsum landsins.

Lesa meira

Lagabreyting tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilis

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær, þriðjudag nýja viljayfirlýsing á milli sveitarfélagana Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar við ríkisvaldið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík.

Lesa meira

Göngugatan lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá og með 3 júni n.k og út ágúst

Eitt að þvi sem færir rólegustu bæjarbúum  og okkur hinum líka umtalsefni sem allir hafa skoðun á er lokun Göngugötunnar fyrir  umferð bíla, sitt sýnist hverjum í þessum efnum er óhætt að segja.

Lesa meira

Útboð á göngu- og hjólabrú yfir Glerá

Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, stígagerð fyrir aðliggjandi stofnstígstengingu frá Skarðshlíð og að Borgarbraut ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.

Lesa meira

Bygginarréttur við Hofsbót 1 og 3 til boðinn til sölu

Akureyrarbær hefur  sett lóðirnar við Hofsbót 1 og 3 á sölu  og óskar eftir  kauptilboðum í byggingarrétt á þeim.

Lesa meira

Allir landsfjórðungar riðnir til heiðurs Landvættunum

Draumaferðir hestamannsins frá Saltvík

Lesa meira

Rampað upp á Húsavík

ömpum upp Ísland (RUÍ) er ríflega tveggja ára gamalt verkefni,  en því  var formlega hleypt af stokkunum þann 11. mars 2021.

Lesa meira

Yfirnæringafræðingur á SAk í húsnæðisleit

Sarah Hewko er nýráðinn yfirnæringafræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri. Sarah er frá Kanada, fædd í Yellowknife, Northwest Territories, en hefur einnig búið í Charlottetown, Prince Edward Island, sem er þekktust fyrir að vera heimabær Önnu í Grænuhlíð.

Lesa meira

Skortur á leiguhúsnæði í Grímsey

„Skortur er á leiguhúsnæði í Grímsey og þau hús sem hafa verið seld í eyjunni undanfarið hafa verið keypt sem orlofshús,“ segir í bókun sem Ásrún Ýr Gestsdóttir V -lista lagði fram á fundi bæjarráðs nýverið. Lagt var fram minnisblað um félagslegt leiguhúsnæði í eynni sem lagt er til að verði rekið á öðrum forsendum eða selt út úr kerfinu.

Lesa meira

Fagnar uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi

Bæjarráð Akureyrar fagnar því að horft sé til uppbyggingar á líforkuveri á Dysnesi við Eyjafjörð og lýsir yfir fullum stuðningi við verkefnið.

Lesa meira

Samningur um 1.500 fermetra nýbyggingu við VMA undirritaður

Ný viðbygging við Verkmenntaskólann á Akureyri og endurskipulagning á eldra húsnæði sem gerð verður í kjölfarið gerir aðstöðu verknámsbrauta skólans betri og nútímalegri sagði Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA þegar samningur um byggingu 1500 fermetra nýbyggingar fyrir verknámsbrautir VMA var undirritaður. Nýbyggingin mun bæta úr aðkallandi húsnæðisþörf skólans. Ríkið greiðir 60% byggingarkostnaðar og sveitarfélög við Eyjafjafjörð, sjö talsins greiða 40% kostnaðar.

Lesa meira

Fiskvinnslubúnaður í saltfiskvinnslu á Nýfundnalandi frá Slippnum DNG

Slippurinn DNG er í óða önn að ljúka framleiðslu á ýmsum búnaði í saltfiskvinnslu Labrador Fishermen's  Union á Nýfundnalandi. Þessi búnaður inniheldur meðal annars snyrtilínu, snigil, afsöltunarkerfi og forritun á allri vinnslunni.

Lesa meira

Framkvæmdir hafnar í Móahverfi

Framkvæmdir við Lækjarmóa 2-8 í nýju Móahverfi ofan Síðuhverfis eru hafnar en þar reisir verktakinn SS Byggir fjögur fjölbýlishús með 72 íbúðum.

Í Móahverfi verða um 1.100 íbúðir sem hýsa munu um 2.400 manns. Nú þegar hefur 11 lóðum fyrir um 270 íbúðir verið úthlutað og senn verður birt auglýsing um úthlutun rað-, par- og einbýlishúsalóða vestast og efst í hverfinu.

Lesa meira

Nýtum kosningaréttinn!

Kæru kjósendur, undanfarnar vikur hafa verið einstaklega lærdómsríkar og gefandi. Ég tel þær jafnframt hafa verið fallega æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum og gaman hefur verið að kynnast öllum þessum ólíku frambjóðendum. Framboði til forseta fylgja þau forréttindi að fá tækifæri til að hitta fjölbreytta flóru fólks á öllum aldri og hvaðanæva af landinu. 

Lesa meira

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Taílands.

Í boði var glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð heimagerðra taílenskra rétta, einnig skemmtiatriði í umsjá taílenska starfsfólksins.

Lesa meira

HN gerir hafnarsvæðið öruggara fyrir farþega og starfsfólk

„Veðrið hefur kannski ekki sýnt sínar bestu hliðar alla daga en það er ekki endilega veðrið sem fólk sækist eftir þegar það leggur leið sína til Íslands. Við höfum heyrt af hamingjusömum farþegum sem hafa heillast af náttúruperlunum hér fyrir norðan,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir markaðs- og verkefnastjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands.

Lesa meira

Björgunarsveitin Ægir sótti ferðamenn í Látur

Björgunarsveitin Ægir sótti tvo erlenda ferðamenn út í Látur á laugardag.  Höfðu þeir gengið í Látur en aðstæðir voru erfiðar og treystu þeir sér ekki til að ganga til baka.

Lesa meira

Þrjár umsóknir bárust um lausar lóðir í Holtahverfi en þeim var hafnað

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar segir að lausar lóðir í Holtahverfi norður verði auglýstar að nýju. „Það er erfitt að segja til um hvað veldur því að ekki berist fleiri umsóknir um þessar lóðir, en það er auðvitað ljóst að vaxtastig er mjög hátt í landinu og það fælir eflaust marga frá.“

Lesa meira

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 á Akureyri hefur opnað

Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem ég staðset svo í garðinum við heimili mitt.

Ég er hreinræktaður alþýðulistamaður og hef því aldrei farið í listaskóla né tekið nokkurt námskeið í sköpun eða list. Verkin mín eru því sprottin upp úr engu öðru en sköpunarþörf og eru því án áhrifa frá utanaðkomandi straumum og stefnum og standa utan hins viðurkennda listheims.

Ég hef fundið fyrir áhuga ferðamanna og ekki síður Íslendinga á að skoða verkin mín og varð það til þess að ég opnaði fyrir aðgang almennings að garðinum mínum.

Lesa meira