Dásamlegt og gefandi að starfa í kvenfélagi
„Það er dásamlegt að starfa í kvenfélagi. Þetta er yndislegur félagsskapur, gefandi á allan hátt. Við skemmtum okkur vel, látum gott af okkur leiða en vinnum okkar verk yfirleitt í hljóði og erum ekki að auglýsa það sérstaklega þó við gerum góðverk,“ segir Auður Thorberg formaður Kvenfélagsins Hjálparinnar í Eyjafjarðarsveit.