Ljósin tendruð á jólatrénu sem er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar
Það var margt um manninn á Ráðhústorginu í gær þegar ljós voru tendruð á jólatréinu sem er gjöf fra Randers vinabæ Akureyrar i Danmörku og Jólaþorpið á ,,Torginu" var formlega opnað.
Jólasveinarnir sig ekki vanta og skemmtu gestum á öllum aldri, og það kom í hlut þeirra Emblu Þórhildar, 10 ára, og Benjamíns Loka, 8 ára, að endra ljósin á jólatréinu.
Jólatorgið verður áfram opið næstu tvær helgar með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þau sem vilja kynna sér viðburðina nánar geta heimsótt www.jolatorg.is.
Hilmar Friðjónsson, ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir