Hafa efasemdir um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á Akureyri

Tölvuteiknuð mynd
Tölvuteiknuð mynd

Fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar lýsa yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á bökkum Glerár, á móts við Glerártorgi. Jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar var rædd á fundi ráðsins sem og endurskoðun á leiðakerfi SVA vegna færslunnar og lagðar fram tvær leiðir til að koma til móts við þá breytingu.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ingimar Eydal B-lista og Ólafur Kjartansson V-lista bókuðu á fundinum að ljóst væri að talsvert ákall væri um aukna tíðni strætisvagna, auk þess sem kallað hefur verið eftir frístundavagni í því skyni að minnka skutl. Hugmynd um breytingu á leiðakerfi væri því spennandi, en eftir að umsagnir ungmenna- og öldungaráðs og annarra hagsmunaaðila liggja fyrir, ætti að taka ákvörðun um aukna tíðni ferða strætisvagna, sem yrði að veruleika samhliða því að ný jöfnunarstoppistöð yrði tekin í notkun.

Þegar farnar að myndast umferðarteppur

„Við lýsum þó enn á ný yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar fyrir innanbæjar- og landsbyggðarstrætó, þá ekki síst vegna þess hversu lítið svæðið er og erfitt að þróa það áfram, reynist þörf á því í framtíðinni,“ segir í bókun og eina að miklu skipti að  að jöfnunarstoppistöð muni ekki hafa neikvæð áhrif á umferðarflæði á svæðinu, en nú þegar eru farnar að myndast þar umferðarteppur. Eins þurfi að huga að því að tryggja örugga og greiða aðkomu að jöfnunarstoppistöðinni fyrir alla. „Við hefðum talið heppilegra að jöfnunarstöðin hefði verið norðan við Ráðhúsið, líkt og áður var gert ráð fyrir.“

Nýjast