Nýtt stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar heitir..... Þingey
Hátt í 60 tillögur að nýju nafni á stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar bárust í nafnasamkeppni sem efnt var til. Niðurstaða nefndar sem skipuð var til að fara yfir innsendar tillögur . Í lokin stóð valið á milli tveggja nafna sem sveitarstjóri endanlega ákvörðun um. Nafnið sem varð fyrir valin er Þingey og bárust allt sjö tillögur að því nafni og fengu allir blómvönd frá sveitarfélaginu í þakklætisskyni.
Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu nú í ár. Bygging hússins sem hýsir stjórnsýslu Þingeyjarsveitar hófst árið 1962 og var því ætlað það hlutverk að vera heimavist fyrir þá nemendur Barnaskóla Reykdæla sem komu lengra að, íbúðir fyrir skólastjóra og kennara og mötuneyti nemenda. Gerður Sigtryggsdóttir sagði frá sögu hússins þegar íbúum var boðið að skoða húsakynni. Sagði hún einkar ánægjulegt að nú hefðu tvær grunnskólabyggingar í sveitarfélaginu fengið nýtt hlutverk en Gígur gestastofa var einmitt eitt sinn grunnskóli.
Fjölmenni kom á opið hús