Fréttir

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.

Lesa meira

Breytingar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri

 Vísbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið.

Lesa meira

Sérnám í hjúkrun við SAk

Leiðsagnarár til sérfræðiviðurkenningar eða „sérnám“ í hjúkrun er nú í boði árlega á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið sérnáms er að hjúkrunarfræðingar fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu klínísku fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum SAk. Að því tilefni skrifuðu tveir hjúkrunarfræðingar ásamt deildarstjórum, fræðslustjóra SAk og framkvæmdastjóra hjúkrunar undir samning á dögunum um að hefja sitt sérnám við SAk.

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Það er  Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni  og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.

 

Lesa meira

PAPPAMANIA - Sýning gestalistamanns Gilsfélagsins Donats Prekorogja

Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.

Lesa meira

KA vann bæjarslaginn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór  yfirspilaði  KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.

Lesa meira

Pappírspokar og persónulegt hreinlæti: Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu á skírdag

Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar, Pappírspokar og persónulegt hreinlæti, opnar í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri á skírdag þann 28. mars kl. 18.

Lesa meira

Enginn veitingarekstur á ,,Amtinu“ á næstunni

Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins  er sagt frá því að ekki hafi borist tilboð í veitingarekstur á safninu en veitingareksturinn fór í útboð fyrr á þessu ári.  Enginn sótti um og því  ljóst að ekki verður neinn slíkur rekstur á safninu á næstunni.

Lesa meira

Úrslit ráðast á Kjarnafæðimótinu i fótbolta.

Það dregur til tíðinda  i dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðisbikarsins í fótbolta en leikurinn hefst  kl 17.30 og  fer fram á Greifavellinum.

Lesa meira

„Mér fannst þetta rosalega fróðlegt og skemmtilegt og mig langar bara að fara á fleiri svona viðburði“

Unnu til verðlauna fyrir skynörvunarpeysu

Lesa meira

Þórsstúlkur heiðraðar

Aðalstjórn Þórs notaði tækifærið sem gafst í kvöld í hálfleik í viðreign karlaliðs Þórs við Skallagrím í 1 deild Íslandsmótsins í körfubolta og heiðraði silfurhafa helgarinnar kvennalið félagsins og þjálfarateymi. 

Sannarlega vel til fundið og óhætt að segja að liðið hefur gert heilmikið í því að koma Þór á kortið.   

Þórir Tryggvason var auðvitað í Höllinni og gaukaði þessari mynd að vefnum. 

Lesa meira

Efla - Fjölbreytt og krefjandi verkefni af ýmsu tagi

EFLA bauð viðskiptavinum sínum til fagnaðar í Ketilhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli stofunnar, sem var í október síðastliðnum. „Ástæða þess að við vildum halda boð norðan heiða er vegna þess hversu mjög skrifstofan hefur stækkað að undanförnu,“ segir Hjalti Már Bjarnason, svæðisstjóri EFLU á Norðurlandi

Lesa meira

Hvað er góður skóli?

Tímamóta ráðstefna um menntamál: „Hvað er góður skóli?“ Gæðastarf í leik- og grunnskólum á mannamáli verður haldin þann 12. apríl næstkomandi í Hofi á Akureyri. Ráðstefnan er ætluð sveitarstjórnarfólki, kennurum, starfsfólki skóla, áhugafólki um skólastarf, foreldrum og nemendum. Dagskráin hefst kl. 09.00 og lýkur um kl. 16.00.

Lesa meira

Eigendaskipti á elstu snyrtistofu Akureyrar

Eigendaskipti hafa orðið á elstu snyrtistofu Akureyrar en nýverið seldu þau Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson reksturinn á Abaco heilsulind.

Lesa meira

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 50 ára

Kiwanis klúbburinn Skjálfandi hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær sunnudag en þar var farið   yfir sögu klúbbsins í 50 ár

Lesa meira

Lokaorðið - Á hvítum sokkum

Einusinni var ég klædd í hnéháa hvíta sporsokka, ægilega fallega, enda átti að fara í fermingarveislu í sínu fínasta pússi.

Lesa meira

Flugi hætt til Húsavíkur

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. 

Lesa meira

Ekki að sinni en það koma dagar

Nú er ný lokið bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta  þar sem Þórstelpur mætttu liði Kelfavikur.  Það var lið Keflavikur sem sigraði  89 – 67, staðan í hálfleik var 46 – 34 fyrir  Keflavik og 16 bikarmeistaratitill  félagsins  staðreynd.  

Lesa meira

Unnið í ÚA á laugardegi til að uppfylla óskir viðskiptavina í Frakklandi

Unnið var í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa í dag, laugardegi, til að geta staðið við gerða samninga um afhendingu afurða til viðskiptavina í Frakklandi fyrir páska. Togarinn Harðbakur EA 3 landaði í Þorlákshöfn á fimmtudaginn og stóð til að aka hráefninu norður.

Lesa meira

Háskólar landsins tóku fagnandi á móti gestum

Háskóladagurinn sem haldinn er árlega og er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi var haldinn á fjórum stöðum á landinu þetta árið, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Lesa meira

Tvílembingshrútar frá Hólshúsum fundust í Glerárdal eftir að hafa gengið úti í vetur

„Það var mikil gleði ríkjandi þegar þeir komu heim,“ segir Kolbrún Ingólfsdóttir sem um liðna helgi fékk tvílembingshrúta í hendur en þeir skiluðu sér ekki með móður sinni í réttina síðastliðið haust.

Lesa meira

Samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar

„Þetta eru einfaldar góðar reglur og sanngjarnar,“ segir Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs en ráðið hefur samþykkt að taka upp samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta skólaári, 2024 til 2025.

Lesa meira

Ungar veiðiklær fóru að dorga

Nemendur í leikskólanum Yl í Reykjahlíð hafa unnið að stórskemmtilegu verkefni í útikennslu upp á síðkastið en útikennslan er mjög fjölbreytt og stór partur af skólastarfinu. 

Lesa meira

Slæmt skyggni og varasamt ferðaveður

Það er óhætt að segja að veðrið leiki ekki við okkur hér Norðanlands  í dag.   Etv má segja að lykilorð dagsins séu þessi,  þæfingur, snjóþekja eða hálka  þegar kemur að  færð á vegum, Veðurstofa Íslands  boðar okkur svo þetta í gulri viðvörun: Norðan 13-18 m/s og talsverð snjókoma. Slæmt skyggni og varasamt ferðaveður .

Lesa meira

Mikil­vægt fram­fara­skref fyrir bændur og neyt­endur

Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 23. mars kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Salóme Hollanders, Engill og fluga, og hins vegar sýning Heiðdísar Hólm, Vona að ég kveiki ekki í. Á opnunardegi kl. 15.45 verður listamannaspjall við báðar listakonurnar sem Freyja Reynisdóttir, verkefna- og sýningarstjóri, stýrir.

Lesa meira

Mis­gengi í mann­heimum

Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert.

Lesa meira