
Reynir B. Eiríksson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Vélfags
Bjarmi A. Sigurgarðarsson, annar af stofnendum og einn af eigendum Vélfags, tekur við stöðunni þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn
Bjarmi A. Sigurgarðarsson, annar af stofnendum og einn af eigendum Vélfags, tekur við stöðunni þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn
Skynsamleg ráðstöfun á skattfé á nýjum eða sama stað?
Það getur komið að þeim tímapunkti í lífi fólks að það þurfi meiri aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi. Áður en óskað er eftir dvöl á hjúkrunarheimili þurfa öll önnur úrræði að vera fullreynd. Til þess að eiga kost á dvöl á hjúkrunarheimili þarf að sækja um færni- og heilsumat. Dvalarheimili aldraðra sf í Þingeyjarsýslum var formlega stofnað á Húsavík 8. janúar 1976. Stofnendur voru Húsavíkurbær ásamt 12 sveitarfélögum frá Ljósavatnshreppi að vestan til Raufarhafnarhrepps að austan. Fyrsta verkefni félagsins var bygging dvalarheimilis á Húsavík og var hafist handa 20. ágúst 1976. Fyrstu íbúar fluttu svo í Hvamm 2. maí 1981.
Dvalarrými verða hjúkrunarrými
Hvammur á Húsavík hefur í tímans rás breyst í hjúkrunarheimili og sveitarfélögin greitt umtalsverða fjármuni til að halda úti þeirri þjónustu í Þingeyjarsýslu. Hjúkrunarrými eru tvenns konar. Annars vegar eru rými sem ætluð eru einstaklingum sem þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili til langframa. Þeim er tryggð búseta þar til æviloka nema heilsufarslegar eða persónulegar aðstæður breytist og bjóði annað. Hins vegar eru rými til tímabundinnar dvalar sem ætluð eru einstaklingum sem þurfa hvíldarinnlögn eða endurhæfingu með það að markmiði að geta flutt heim aftur. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um ábyrgð ríkisvaldsins á rekstri hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma.
Ágreiningur um rekstur hjúkrunarþjónustu
Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekur hjúkrunarþjónustu í Hvammi, húsnæði í eigu Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar. Þörfin fyrir hjúkrunarrými ætti að vera öllum ljós. Í meira en áratug hefur umræða verið um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þingeyjarsýslum, á Húsavík til að mæta þeim þörfum sem hjúkrunarþjónusta útheimtir enda húsnæðið Hvamms hannað og byggt til annars en það gerir í dag. Á undanförnum árum hefur verið uppi ágreiningur milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun og rekstur hjúkrunarheimila. Nokkur sveitarfélög hafa skilað rekstrinum til ríksins. Hér í Þingeyjarsýslum rekur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hjúkrunarheimilið á Húsavík, ber ábyrgð á rekstri þess og mun gera áfram.
Byggingarkostnaður hjúkrunarheimila
Sumarið 2022 var skipaður starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra með það hlutverk að greina eignarhald og fjármögnun á húsnæði hjúkrunarheimila. Farið var yfir eignarhald á hverju heimili auk framlags til viðhalds og endurbóta á einstaka heimili. Af byggingarkostnaði hjúkrunarheimila greiðir ríkissjóður 85% og sveitarfélög 15% auk þess að sveitarfélögunum ber að útvega lóð undir byggingar að kostnaðarlausu. Í skýrslunni er enn frekar hnykkt á því að ríkissjóður ber einn ábyrgð á veitingu þjónustunnar.
Í kjölfar niðurstöðu starfshópsins var skipaður vinnuhópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis til að vinna að sameiginlegri útfærslu á breyttu fyrirkomulagi fasteignamála hjúkrunarheimila og gera tillögu að nauðsynlegum lagabreytingum í kjölfarið. Í skýrslu vinnuhópsins er kveðið á um sveitarfélögin verða leyst undan skyldum sínum um sama efni og framkvæmdasjóður aldraðra verður lagður niður.
Ráðstöfun á skattfé almennings
Farið var í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Búið er að grafa fyrir grunni þess. Ekkert tilboð barst í byggingu heimilisins innan tilskilins frest í verkið. Kostnaður við verkefnið, eins og það blasir við okkur, væri óskynsamleg ráðstöfun á skattfé. En meginmarkmið með nýju fasteignafyrirkomulagi hjúkrunarheimila er m.a. að auka hagkvæmni og framkvæmdahraða vegna fjárfestinga þannig að aðstaða sé til staðar í samræmi við þjónustuþörf hverju sinni, auka sveigjanleika og sérhæfingu við byggingu og rekstur hjúkrunarheimila. Sömuleiðis að tryggja að fjármunir séu til staðar til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegt viðhald og endurbætur og koma í veg fyrir viðhaldsskuld. En almennt gert er ráð fyrir að rekstraraðili hjúkrunarheimilis og eigandi húsnæðis séu sitthvor aðilinn.
Sem minnstar tafir
Æskilegt er að aldraðir eigi kost á hjúkrunarþjónustu í sinni heimabyggð. Húsavík er kjarni þessarar þjónustu. Því þarf að tryggja að tafir og seinkun á uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík verði sem allra minnstar. Nú þarf að hafa hraðar hendur og vanda sig. Verkefnið þarf að hugsa upp á nýtt með nýjum útfærslum.
Hjálmar Bogi Hafliðason
Forseti sveitarstjórnar Norðurþings
Eftir því sem þroskinn færist yfir mig, reikar hugurinn meira til formæðra minna. Íslenskt samfélag hefur á ógnarhraða tekið mikilum breytingum og því getur verið erfitt að setja sig í spor þeirra. Lífsstrit, örlög og lífsganga þeirra var afar ólík okkar. Stýrðu þær lífi sínu og hvaða tækifæri höfðu þær í raun?
Halldóra langalangamma mín var fædd 1863 á Brettingsstöðum á Flateyjardal. Hún var gift Sigurgeir Sigurðssyni frá Uppibæ í Flatey. Flateyjardalur liggur á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, þekktur fyrir mikið vetrarríki og samgöngur því oft torveldar, sem er ástæða þess að dalurinn fór í eyði þegar búsetu lauk á Brettingsstöðum árið 1953.
Bærinn, sem stendur enn, er við sjóinn og stutt yfir í Flatey á Skjálfanda og því matarkista ágæt. Bæði var þar að finna fiska og fugla auk blessaðrar sauðkindarinnar sem löngum var uppistaða í fæðu okkar Íslendinga. Langir, kaldir og dimmir vetur í einangrun, en náttúrufegurðin alls ráðandi á sumardögum. Þangað var ekki auðsótt að fá lækni þótt börn veiktust.
Það þurfti útsjónasemi og seiglu að búa við svona einangrun. Tryggja varð að allir hefðu til hnífs og skeiðar og hlý föt á köldustu dögunum. Sjaldan hefur hún sett sjálfa sig í fyrsta sætið. Halldóra eignaðist 16 börn. Af þeim náðu 10 fullorðinsaldri, en tvö þeirra dóu úr taugaveiki um tvítugt. Hversu þung hafa spor foreldranna verið að fylgja 8 börnum sínum til grafar? Langamma mín Emilía fædd 1903 var næst yngst barna þeirra hjóna.
Afkomendur Halldóru eru 334, atgervismenn og fallegt sómafólk þótt ég segi sjálf frá.
Ný heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verður opnuð í Sunnuhlíð á Akureyri á morgun mánudag, 19. febrúar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu undanfarin misseri og þá var reist nýbygging við húsið. „Við hlökkum mikið að taka í heilsugæslustöðina í notkun en þetta er í fyrsta sinni í sögu heilsugæslunnar á Akureyri sem starfsemin verður í húsnæði sem sérhannað er að þörfum hennar. Það var sannarlega kominn tími til að ná því takmarki eftir áratuga langa sögu heilsugæslu í bænum,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólki Háskólans á Akureyri. Hulda Sædís, lektor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum er vísindamanneskja febrúarmánaðar.
Áföllin og ávextirnir
Hulda Sædís rannsakar eflingu og vöxt í kjölfar áfalla sem útleggst á ensku sem post-traumatic growth. Hugtakið felur í sér jákvæða, sálfræðilega breytingu hjá einstaklingi eftir mikla erfiðleika og áföll. Í því felst aukinn persónulegur styrkur, aukin ánægja í samböndum við annað fólk og jákvæð breyting á lífssýn þar sem viðkomandi kemur auga á nýja möguleika í lífinu. Þrátt fyrir að lífsreynslan sem um ræðir sé neikvæð í sjálfri sér, hefur hún þegar upp er staðið ákveðinn tilgang fyrir viðkomandi.Rannsóknir Huldu hafa snúið að eflingu og vexti meðal fólks sem hefur orðið fyrir mismunandi tegundum áfalla. Undanfarin ár hefur hún lagt áherslu á að rannsaka eflingu og vöxt meðal kvenna sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum.
„Þetta er mjög bagalegt og setur okkur í erfiða stöðu. Málið hefur dregist úr hömlu og við getum takmarkað aðhafst á meðan við fáum ekki staðfestingu á því að við megum halda áfram með þetta verkefni á svæðinu. Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð og í engu samræmi við stjórnsýslulög sem kveða á um að erindum sé svarað innan ákveðinna tímamarka og ef ekki er svarað þá sé aðili máls upplýstur um það hver ástæðan fyrir því er,“ segir Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku.
Norðurorka hefur kvartað við umhverfis- orku og loftslagsráðherra vegna tafa sem orðið hafa á svörum Orkustofnunar vegna nýtingarleyfis Norðurorku fyrir Ytri-Haga. Þar hafa verið boraðar rannsóknarholur til að geta staðsett væntanlegar vinnsluholu á svæðinu. Norðurorka sótti um nýtingarleyfi til Orkustofnunar í október árið 2022. Engin svör hafa borist 15 mánuðum síðar um hvort nýtingarleyfið fáist né heldur hverju það sæti að stofnunin svarar ekki. Norðurorka hefur áskilið sér rétt til að kæra málsmeðferð Orkustofnunar vegna þessarar málsmeðferðar.
Málið á borði ráðherra
„Við kvörtuðum til ráðherra og málið er statt á hans borði núna“ segir Eyþór. Hann nefnir að í mars í fyrra hafi Orkustofnun verið skilað umbeðnum gögnum varðandi nýtingarleyfið en síðan hafi hvorki heyrst þaðan hósti né stuna. „Það hefur ekki verið beðið um viðbótargögn frá okkur, þannig að ekki strandar á því, við höfum svarar öllum þeim spurningum sem stofnun hefur beint að okkur skilmerkilega og sent gögn sem beðið var um á sínum tíma, án þess þó að niðurstaða fáist eða hver er ástæða þessarar miklu tafa,“ segir Eyþór.
Hann bætir við að málið varði almannahagsmuni en mæta þurfi brýnni þörf á heitu vatni á svæði og bregðast við skortstöðu sem fer hratt vaxandi. „Það hefur allt verið keyrt hjá okkur í hvínandi botni síðustu tvo vetur og má engu út af bregða að ekki komi til skerðinga á heitu vatni. Það er því mjög brýnt að við fáum leyfi til að halda áfram að vinna á svæðinu við Ytri-Haga
„Pokavarp“ er ný íþrótt sem slegið hefur í gegn meðal þátttakenda í verkefninu Virk efri ár sem Akureyrarbær hefur veg og vanda að. Íbúum sem náð hafa 60 ára aldri býðst í verkefninu tækifæri til að hreyfa sig hitta fólk og skemmta sér.
Pokavarpið sem á ensku kallast „cornhole“ hefur verið spilað í Bandaríkjunum frá því seint á 19. öld í ýmis konar útgáfum. Árið 2005 voru svo stofnuð samtök þar í landi með það að leiðarljósi að staðla leikinn og bjóða upp á keppnismót. Skemmst er frá því að segja að leikurinn hefur náð gríðarlegum vinsældum vestan hafs.
Ófært þótti að kalla leikinn "cornhole" þegar hann er iðkaður hérlendis segir á vefsíðu Akureyrarbæjar þar sem greint er frá pokavarpinu, en verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ ákvað að kalla leikinn „pokavarp" sem hefur mælst vel fyrir.
Kristinn Hólm hefur nú smíðað þar til gerða pokavarpspalla sem áhugasamir hafa aðgang að og hann pantar einnig sérhannaða keppnispoka að utan. Kristinn mætir jafnan á æfingar og kennir nýliðum reglurnar sem eru ekki flóknar. Æfingar fara fram kl. 11 á mánudagsmorgnum í Íþróttahöllinni við Þórunnarstræti (2. hæð) og þar er leikgleðin sannarlega við völd.
Stendur fyrir tónlistarhátíð á Húsavík um páskana
,,Þetta er búið að taka vel á að koma þessu í gegn en það tókst á endanum með yfirburðakosningu eins og tölurnar sýna.“
Niðurstaðan er afgerandi finnst þér? ,,Já heldur betur og þátttakan í kosningunni líka góð eða um 53% Þær breytingar sem gerðar voru frá fyrri samningi hafa líka skilað því að fleiri voru sáttir og það er gott.“
Þannig að sjómenn hafa nú gildandi kjarasamning en hve lengir voru samningar lausir? ,,Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2019 þar til nú.“
Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) lauk klukkan 15:00 í dag og var hann var samþykktur með 61.99% greiddra atkvæða.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi:
Af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei eða 36,66% og auðir og ógildir seðlar voru 8 eða 1,35%.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 62,84% já og 37,16% sögðu nei.
Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta.
Þegar skoðað er hversu mikil aðsókn ert í hús hér í Bjarmahlíð á Akureyri má sjá að þörfin fyrir þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis eykst milli ára.
Það sem af er 2024 er fjölgun í húsi á milli ára .
Aukningu má skýra að einhverju leiti með því að vitundarvakning hefur átt sér stað svo fleiri leita sér hjálpar en það er alveg ljóst að aðeins er um brot af málum sem kemur í hús og því miður er ofbeldi enn falið og mikilvægt að auka fræðslu og kynna starfsemi þolendamiðstöðva betur.
Hreinlæti er stór og mikilvægur þáttur í fiskvinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík, enda eru gerðar gríðarlegar kröfur um hreinlæti og gæði á öllum stigum starfseminnar. Þegar vinnslu lýkur í húsunum , taka við öflugar sveitir, sem þrífa og hreinsa húsin samkvæmt ákveðnum verkferlum.
Alþjóðlegar vottanir
Vinnsluhúsin eru samþykkt af stærstu verslunarkeðjum í heimi , sem senda með reglulegu millibili sérfræðinga til að taka út og meta alla þætti framleiðslunnar, þ.á.m. þrifin. Þá eru bæði húsin með alþjóðlegar vottanir sem ná til allra þátta í framleiðslu matvæla og eftirlit innlendra aðila er sömuleiðis margþætt.
Stöðugt og skilvirkt gæðakerfi
Daglegt innra eftirlit er ekki síður mikilvægt, einnig hönnun vinnsluhúsanna og allt skipulag. Fleiri þættir geta skipt sköpum í þessum efnum, svo sem búnaður og staðsetning tækja og tóla. Til að tryggja stöðug og fullnægjandi gæði afurða er gæðakerfið sannprófað reglulega og tekið út af erlendum vottunarstofum.
Vélbúnaður þrifinn
Þéttur og samstilltur hópur
Sveinn Haraldsson er verkstjóri þrifasveitar vinnsluhússins á Dalvík. Hann segir að níu starfsmenn sveitarinnar hefjist handa við þrif strax að lokinni vinnslu í húsinu. Hann segir að vélarnar séu alltaf að þróast til betri vegar, svo sem í tengslum við þrif og alla umgengni.
„Við þrífum samkvæmt ákveðnum verkferlum og hefjumst handa þegar vinnslu er að ljúka, oftast klukkan fjögur á daginn. Hver og einn í sveitinni er með sitt afmarkaða svæði og hlutverk, þannig náum við að skila góðu verki eins og lagt er upp með. Starfið getur vissulega verið nokkuð líkamlega erfitt en á móti kemur að þetta er afskaplega þéttur og samstilltur hópur, sem þekkir vel húsnæðið og allan tækjakost.“
Mælikvarði á ánægju í starfi
Starfsaldur í þrifasveitinni er hár. Sveinn hefur verið í þrifasveitinni í tuttugu ár.
„ Langur starfsaldur er örugglega ágætur mælikvarði á ánægju í starfi. Nýja vinnsluhúsið er á margan hátt þægilegt,
auk þess sem sjálfvirk þvottakerfi eru á nokkrum stöðum. Hérna er líka mjög vel hugað að öllum öryggisþáttum og öll tæki eru áhættugreind, sem er afar mikilvægt. Gott og náið samstarf við gæðastjóra er sömuleiðis nauðsynlegt í tengslum við þrifin, enda eru reglulega tekin sýni til að sannreyna að allt sé eins og lagt er upp með,“ segir Sveinn Haraldsson.
Góður hópur sem skilar góðu verki
Nenetta Steingrímsson hefur starfað hjá Samherja á Dalvík í 32 ár, alltaf í þrifasveitinni.
„Jú, það er rétt, ég er með lengstan starfsaldur í hópnum. Vinnutíminn hentar mér ágætlega, þannig að ég er afskaplega sátt. Við vinnum samkvæmt ákveðnu plani, þar sem hver og einn hefur sitt hlutverk. Þetta er stórt hús og með réttu skipulagi gengur allt vel. Þetta er góður hópur, sem skilar góðu verki,“ segir Nenetta Steingrímsson.
Nennetta Steingrímsson að störfum
Unnið hefur verið að uppbyggingu og endurskipulagningu á þjónustu dag- og göngudeildar geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri undanfarnar vikur. Umbæturnar voru vandaðar og vel ígrundaðar og kröfðust m.a. tímabundinnar skerðingar á þjónustunni.
„Það hefur verið ánægjulegt að upplifa kraftinn í starfsfólki og sjá hversu miklar umbætur er hægt að ráðast í á skömmum tíma sem mun skila sér í skýrara verklagi og bættri þjónustu til framtíðar,“ segir Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs á vefsíðu SAk
Þó svo að umbótahópar séu enn að störfum eru umbætur nú þegar sýnilegar svo sem mótun nýrra verkferla, aukin þverfagleg samvinna og breyting á mönnun. Starfsemi dag – og göngudeildar geðþjónustu SAk mun smá saman komast á fullt skrið miðað við mönnun deildarinnar.
„Við höfum trú á teyminu sem vinnur að þessu verkefni og fela breytingarnar í sér ýmis tækifæri til uppbyggingar og þátttöku í spennandi verkefnum í samvinnu við aðrar fagstéttir. Því tengdu þá erum við að auglýsa eftir félagsráðgjafa, sálfræðingi, iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðingum í bráðateymi geðþjónustu, en það er nýtt starf til að efla eftirfylgd bráðamála innan geðþjónustu. Störfin eru tilvalin fyrir meðferðaraðila sem vilja breyta til í starfi og takast á við nýjar áskoranir í lærdómsríku starfsumhverfi,“ segir Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs.
Alþýðuhúsið, Allinn á Akureyri heyrir nú sögunni til. Húsið var opnað með formlegum hætti sem Alþýðuhús í mars árið 1952, en sjö verkalýðsfélög í bænum höfðu keypt húsið og gert það upp. Áður hafði verið starfrækt þar þvottahús, Þvottur hf. en rekstur þess og „fyrsta flokks sænskra véla“ var auglýstur til sölu haustið 1951. Kaupfélagið keypti vélar og tæki og flutti upp í Grófargil.
Aðalskemmtistaður alþýðunnar
Aðdragandann að því að verkalýðsfélögin keyptu húsið má rekja til þess að almennir dansleikir í höfuðstað Norðurlands voru jafnan á árunum þarna á undan haldnir í Samkomuhúsinu. Árið 1950 voru sett upp föst sæti í húsinu sem komu í veg fyrir að hægt væri að sveifla sér þar um í dansi. Þessi breyting leiddi til þess að verkalýðsfélögin hröðuðu áformum síum um að koma sér upp húsi fyrir sína félagsmenn. Enda þótti orðið ansi dýrt að leiga út sali í bænum fyrir dansiböll.
Næstu tíu árin eftir kaup verkalýðsfélaganna var hús alþýðunnar aðal-skemmtistaður Akureyringa. Þar voru skikkanleg hjónakvöld, þótt vasapelinn væri jafnan nærtækur, og árshátíðir sem kröfðust þess að herrarnir væru í dökkum fötum og konurnar í síðum kjólum. En þar hélt líka nýi tíminn innreið sína, villtur dans og ögrandi hart rokk. Þannig varð Alþýðuhúsið, þegar tímar liðu, staður unga fólksins en betri borgararnir fóru á Hótel KEA segir í bók Jóns Hjaltasonar, Saga Akureyrar, 5. bindi.
Straumhvörf í júní 1958
„Straumhvörfin urðu í júníbyrjun 1958. Rokkið var komið í bíóið, svolítið í útvarpið, lítið eða kannski ekkert í búðir og ekkert á skemmtistaðina, hvorki Alþýðuhúsið né Hótel KEA. Þetta breyttist sumarið 1958. Þá varð Atlantic-kvartettinn til með þá bræður Ingimar og Finn Eydal í aðalhlutverkum. Það skemmdi síður en svo fyrir að ein vinsælasta söngkona landsins, Helena Eyjólfsdóttir, söng með Atlantic en við hlið hennar stóð helsta kvennagull Akureyringa, Óðinn Valdimarsson. Hann hafði byrjað söngferil sinn á Landinu, með hljómsveit Karls Adolfssonar, og var orðinn töluvert þekktur um allt Norðurland og á þröskuldi þess að verða landsfrægur. Þau tvö voru kannski ekki dæmigerðustu rokkarar Íslands en samt olli söngur þeirra taugatitringi hjá mönnum sem ekki máttu heyra minnst á þessa „gaddavírsmúsík“ sem tröllreið heiminum. Þó tók fyrst út yfir allan þjófabálk þegar rokkið var tengt minningu þjóðskáldsins og hins mæta Akureyrarprests, séra Matthíasar Jochumssonar. Aðdragandinn var þessi.
Danstónlist ekki skeyti frá skrattanum…
Í maí 1958 var stofnað félag á Akureyri sem setti sér það mark að kaupa annaðhvort Aðalstræti 50 eða Sigurhæðir og stofna þar minjasafn um Matthías. Félagið hafði úti allar klær til að afla fjár, meðal annars var efnt til upplesturs úr verkum skáldsins en fáir borguðu sig inn. Þá var slegið upp skemmtisamkomu við sundlaugina þar sem Atlantic var í aðalhlutverki. Þetta líkaði ekki ungum manni af Eyrinni, Bolla Gústavssyni: Ég er ekki „ ... hatrammur siðapostuli og tel danstónlist ekki skeyti frá skrattanum til sturlunar mannkyninu.“ En samt, öllu mátti nú ofgera, fannst Bolla, og þegar danshljómsveit væri látin flytja „tryllingsóð um Oh, my baby! Oh, my love“, og síðan „hvert dunandi rocklagið á fætur öðru“, til að minnast séra Matthíasar þá væru menn löngu komnir yfir strikið.
En þetta var skemmtisamkoma, svaraði Ingimar Eydal, haldin til fjáröflunar, en ekki minningarhátíð um skáldið. Og við erum hér til að skemmta fólki, undirstrikaði Ingimar, en þessi hugsun lagði grunninn að því orðspori sem af honum fór og gríðarlegum vinsældum hljómsveitanna sem hann stjórnaði. Sjálfur voru hann, og Finnur bróðir hans, forfallnir djassistar og það varð hlutverk þeirra í sögu íslenskrar dægurlagatónlistar að koma „ ... með djassáherslur inn í poppmúsík“, eins og Finnur orðaði það sjálfur.“
Í upphafi síðustu viku birtist á vefmiðlinum visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann fyrir birtingu frétta af tilteknu máli. Yfirmaður fréttamannsins hafði áður svarað gagnrýninni með því að vísa til tjáningarfrelsis fréttamannsins sem varið væri af 2. mgr. 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Um þetta ritaði greinarhöfundur eftirfarandi:
,,Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“.
Það er erfitt að komast hjá því að túlka þessi orð á annan veg en svo að höfundur greinarinnar telji að íslensk stjórnarskrá sé aðeins einhverskonar hálmstrá sem þeir einir grípi í sem þurfa að verja málsstað sem í raun sé óverjandi. Með öðrum orðum að þeir sem vísi í ákvæði hennar til stuðnings afstöðu sinni veiki málsstað sinn með því. Það er nýlunda að sjá löglærða menn setja slíkt fram og því er rétt að gera fyrirvara um hvort þetta var í raun meining höfundar.
„Það er frábært að sjá afrakstur af vinnu margra síðustu ára skila sér í auknum umsvifum í ferðaþjónustu á Norðurlandi yfir veturinn.,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Beint millilandaflug til Akureyrar er nú í gangi frá, London, Zurich í Sviss og Amsterdam í Holllandi.
Sjúkratryggingum er nú heimilt að veita greiðsluþátttöku í aðgerðum til að fjarlægja brjóstapúða sem komið hefur verið fyrir í fegrunarskyni, teljist það nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð þessa efnis og tók hún gildi 1. desember síðastliðinn.
Hingað til hefur greiðsluþátttaka í aðgerðum vegna brottnáms brjóstapúða (breast implants) einskorðast við að þeim hafi verið komið fyrir af læknisfræðilegum ástæðum, t.d. vegna enduruppbyggingar brjósts í kjölfar krabbameinsmeðferðar.
Þess eru dæmi að konur sem hafa fengið ígrædda brjóstapúða í fegrunarskyni hafi í kjölfarið fundið fyrir alvarlegum veikindum sem rekja má til púðanna. Til að fá þá fjarlægða hafa þær þurft að greiða kostnað vegna slíkrar aðgerðar að fullu. Aðgerðirnar eru kostnaðarsamar sem hefur valdið því að í einhverjum tilvikum hafa konur þurft að fresta eða jafnvel hætta við aðgerð þannig að veikindin hafa orðið viðvarandi og jafnvel versnað. Með ákvörðun ráðherra er brugðist við þessu.
Reglugerðin sem nú hefur verið sett nr. 1266/2023 felur í sér breytingu á fylgiskjali reglugerðar nr. 722/2009 um lýtalækningar sem sjúkratryggingar almannatrygginga taka til. Með breytingunni er kveðið á um að greiðsluþátttaka sé veitt vegna brottnáms brjóstapúða ef slík aðgerð er talin nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku eru eftirfarandi:
a) Ef til staðar er sýking í vasa sem geymir brjóstapúða.
b) Ef til staðar er krónísk bólga umhverfis brjóstapúða.
c) Ef staðfest er rof á brjóstapúða sem leitt hefur til leka úr púðanum og út fyrir þá bandvefshimnu (extracapsular) sem myndast utan um brjóstapúðann. Á þannig ekki við þegar rof á brjóstapúða uppgötvast í aðgerð þegar opnað er inn fyrir bandvefshimnuna(intracapsular).
Krónan hefur nú valið félög og félagasamtök sem hljóta samfélagsstyrki til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. Alls bárust yfir 300 umsóknir í ár sem er metaðsókn og eru langflestir styrkþegar staðsettir á landsbyggðinni. Tvö verkefni hlutu styrk á Akureyri en þetta er í þriðja sinn sem Krónan veitir samfélagsstyrki á Norðurlandi með opnun verslunar Krónunnar á Akureyri haustið 2022.
Reiðskólinn í Ysta-Gerði hlýtur styrk í ár fyrir verkefni þar sem börnum með sérþarfir eða greiningar er boðið í hesthúsið eftir skóla. Markmið verkefnisins er m.a. að efla sjálfstraust barnanna í rólegu og vinalegu umhverfi í nánd við hesta og önnur dýr.
Að auki hlaut Skautafélag Akureyrar styrk til kaupa á svokölluðum leikjapúðum sem nýtast á svellinu til að fleiri ungir iðkendur geti æft þar á sama tíma.
„Styrkurinn mun koma sér vel til kaupa á leikjapúðum á skautasvellið okkar. Með púðunum er hægt að skipta upp skautasvellinu í minni einingar, en þannig nýtist ísinn betur og við getum haft fleiri iðkendur og æfingar á sama tíma. Að auki eru þeir skemmtilegir, mjúkir og léttir svo þeir henta vel fyrir allar barna- og byrjendaæfingar en eru á sama tíma þægilegir í meðferð þar sem það tekur stuttan tíma að koma þeim fyrir,“ segir Jón Benedikt Gíslason, framkvæmdastjóri Skautahallarinnar á Akureyri.
„Það eru ekki nema þrjár skautahallir á Íslandi og hér á Akureyri erum við með eina svellið utan höfuðborgarsvæðisins. Hjá félaginu starfa þrjár deildir svo skortur á ístíma er mikill og er ávallt full nýting á svellinu. Púðarnir gera okkur kleift að auka nýtinguna og efla barnastarfið hjá félaginu til muna. Við þökkum Krónunni innilega fyrir styrkinn,“ bætir Jón Benedikt við.
„Það er virkilega ánægjulegt að veita þessum tveimur verkefnum samfélagsstyrk Krónunnar á Norðurlandi enda ríma þau vel við þá stefnu sem Krónan hefur sett sér varðandi veitingu styrkjanna ár hvert. Það er einnig ánægjulegt að sjá hversu mörg félög og samtök á Norðurlandi sóttu um í ár og sýnir það hversu öflugt starf er unnið á svæðinu þegar kemur að hreyfingu og lýðheilsu barna. Við hlökkum til að fylgjast með því frábæra starfi sem unnið er í Reiðskólanum í Ysta-Gerði og Skautafélagi Akureyrar og óskum þeim til hamingju með styrkina,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.
Með úrræðinu verður hægt að styðja við allt að 12 börn og ungmenni á ári sem yrðu vistuð á greiningar- og þjálfunarheimilinu í allt að 8 vikur.
Öskudagurinn á Húsavík hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum í bænum fagra við Sjálfanda. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, hafa verið vappandi um göturnar í dag með poka í hönd eða á baki. Heilsað hefur verið upp á fyrirtæki og stofnanir um allar trissur og sungið í skiptum fyrir mæru.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á Skrifstofu stéttarfélaganna en fjöldi barna sem og fullorðnir hafa komið við og tekið lagið. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Þeir komu ekki tómhentir félagarnir i Hollvinum Húna þegar þeir s.l. föstudag mættu í heimsókn i Öldrunarheimilið Lögmannshlíð. Félagarnir höfðu meðferðis líkan af Húna ll Hu 2 sem smíðað var fyrir hollvini á s.l ári. Er þetta í kjölfar þess að fyrrum sjómenn ÚA afhentu á dögunum Dvalarheimilinu Hlíð glæsilegt líkan af Stellunum svokölluðu, skipi ÚA og verða skipslíkönin til sýnis hjá heimilisfólkinu næstu mánuði.
Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi.
Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur.
„Æfingar hafa gengið mjög vel og nú hlökkum við mikið til að sýna afraksturinn,“ segir Jóhanna Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins. Frumsýning verður hjá leikhúsinu, föstudagskvöldið 16. febrúar n.k á leikverkinu Gaukhreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.
Í dag er auglýst eftir tilboðum í byggingarrétt á hóteli sem áætlað er að rísi á Jaðarsvelli það er Akureyrarbær sem auglýsir lóðina. Um er að ræða 3000 fm lóð og eins segir í auglýsingu ,,staðsetningin einstök við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi.“
Tilboðum i lóðina á að skila rafrænt gegnum útboðsvef bæjarins og er skilafrestur til 13 mars n.k. klukkan 12 á hádegi. Tilboð verða svo opnuð í Ráðhúsinu kl 14 sama dag.
Ég og strákarnir erum búnir að vera að lesa Götuhornið en það var reyndar lesið það fyrir mig af því að ég er dislexískur og svoleiðis en ég er samt ekkert heimskur sko. En það eru bara einhverjir að skrifa um Akureyri og eitthvað þannig svona sveitasjitt. Þú veist - við erum líka fólk sko. Við megum vera líka með og ég bara - þú veist - ef þetta kemur ekki í Götuhorninu þá.... Ókey - allavega þá vitum við hvar þú átt heima.
Þegar það var kosið mig af strákunum sem formaður Landssamtaka endurkomumanna á Hólmsheiði (LEHÓ) vildi ég bara gera mitt. Skila mínu til samfélagsins. Maður er ekkert bara eitthvað rusl. Við erum menn og samfélagið skuldar okkur alveg. Það vita bara ekki allir að því og ég þarf bara að koma til dyranna eins og ég er fæddur.
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til Glerárgötu 7 liggur fyrir og er á þá leiða að kröfu kæranda um að ógilt verði ákvörðun bæjarstjórnar um breytingar á deiliskipulagi er hafnað.
Eigandi tveggja fasteigna, Glerárgötu 1 og Strandgötu 13b, Jón Oddgeir Guðmundsson kærði ákvörðun bæjarstjórnar frá því í fyrra sumar, en til stendur að reisa hótelbyggingu á lóð númer 7 við Glerárgötu, á Sjallareitnum svonefnda. Taldi hann að breyting sem gerð var á skipulaginu og fólst m.a. í því að hótelbyggingin var hækkuð raskaði verulega grenndarhagsmunum sínum og væri réttur hans fyrir borð borinn. Hús Jóns Oddgeirs stendur við lóðamörk við Glerárgötu 7. Taldi hann hæð hússins í hrópandi ósamræmi við þær byggingar sem standa sunnan við fyrirhugaða hótelbyggingu. Einnig nefndi hann í kæru sinni að ásýnd miðbæjar breyttist til muna með tilkomu háhýsis á þessum stað og að framkvæmdir gætu haft neikvæð áhrif á verð fasteigna á svæðinu.
Úrskurðarnefndin leiðir rök að því að hagsmunir kæranda hafi ekki verið fyrir borð bornir í skilningi skipulagslaga, né heldur að þeir form- eða efnisannmarkar liggi fyrir sem leiði til þess að ógilda þurfi deiliskipulagið. Úrskurðarnefndin bendir á að geti kærandi sýnt fram á tjóna vegna breytinganna gæti hann átt rétt á bótum. Það álitaefni þurfi að bera undir dómstóla