Sérfræðingar frá Eflu hafa tekið sýni í húsnæði dag- og göngudeildar geðdeildar á Seli og sýna niðurstöðurnar menguð sýni vegna rakaskemmda, sem nauðsynlegt er að bregðast við.
Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu.
Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti VMA og MA í gær ásamt aðstoðarmanni sínum og tveimur starfsmönnum ráðuneytisins. Ráðherra hefur að undanförnu heimsótt framhaldsskóla og hyggst ná því takmarki að heimsækja þá alla á næstu dögum og vikum.
Nú í haustfríinu fór Skautafélag Akureyrar (SA) til Vilnius í Litháen þar sem liðið tók þátt í Continental Cup. Tvær kynslóðir MA-inga léku með liðinu, þeir Aron Gunnar Ingason 2F, Bjarmi Kristjánsson 3Z og Ingvar Þór Jónsson kennari. Þess má geta að Ingvar Þór kennir Bjarma forritun.
GLUGGINN í vinnustofu Brynju í Hafnarstræti 88, miðbæ Akureyrar, er kominn í kvennaverkfall. Gluggasýningin stendur frá 20. október til 4. nóvember og hentar öllum aldurshópum. Sýningin er aðgengileg allan sólarhringinn þar sem hennar er notið utan frá séð.
Framkvæmasýslan-Ríkiseignir hafa óskað efir því að fá úthlutun á lóð númer 6 við Þursaholt. Lóðin er rúmlega 11 þúsund m², eins og hún er afmörkuð í tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, sem er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Segja má að átakið hafi náð hápunkti í dag, miðvikudaginn 22. október með Bleika deginum.