Eitt af mikilvægum verkefnum á árinu hjá nýjum safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Sigríði Örvarsdóttur, hefur verið að efla viðhald og forvörslu útilistaverka bæjarins. Í sumar var gerð heildstæð, fagleg úttekt á 43 verkum í bæjarlandiu, í samstarfi við franska listaverkaforvörðinn Camille Amoros, sem starfar við forvörslu útilistaverka við hina frægu kirkju Notre Dame í París, með aðstoð frá myndlistarforverðinum Kristínu Gísladóttur sem starfar hér á landi. Þetta var í fyrsta sinn sem heildstætt mat á ástandi útilistaverka bæjarins var framkvæmt, með skráningu og ljósmyndun, sem gerir Listasafninu kleift að forgangsraða í viðhaldi þeirra og vernd í framtíðinni.
Í minni samfélögum eru mörk milli vinnu og einkalífs oft óskýrari en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk og stjórnendur þekkjast í gegnum fjölskyldutengsl, félagsstörf, íþróttir eða aðra samfélagsþætti. Þessi nánd getur verið bæði styrkur og áskorun – ekki síst þegar kemur að mannauðsmálum og félagslegri ábyrgð fyrirtækja eða stofnana á svæðinu.
Á dögunum bauð DNG færavindur smábátaeigendum á Norðurlandi í heimsókn í húsakynni fyrirtækisins á Akureyri. Viðburðurinn var skipulagður í samstarfi við Klett, félag smábátaeigenda á Norðurlandi eystra, og tókst afar vel. Aðsókn var mjög góð og var gestum fagnað með kynningu á framleiðslu, tækninýjungum og framtíðarþróun færavinda.
Það var mikið um dýrðir þegar íbúar Grýtubakkahrepps fögnuðu 100 ára afmæli Gamla skóla á Grenivík á dögunum, en þann 1. desember sl. voru liðin 100 ár frá vígslu skólans.
Boðið verður upp á leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Óla G. Jóhannssonar, Lífsins gangur á Listasafninu á Akureyri. Þá munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, og Magnús Helgason, myndlistarmaður, segja gestum frá sýningunni og einstaka verkum. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Í Grímsey eru starfrækt tvö félög, Kiwanisklúbburinn Grímur og Kvenfélagið Baugur. Þrátt fyrir að bæði félögin séu lítil og margir félagsmenn brottfluttir, eru þau ótrúlega virk og öflug. Á fundum félaganna mæta oft um tíu manns, og stundum færri, en félagsmenn sýna mikinn eldmóð þegar viðburðir eru skipulagðir eða unnið að góðgerðarmálum.
Á fundi hafnarstjórnar 10. desember síðastliðinn var veitt Berginu – Headspace samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands. Upphæð styrksins er ein milljón króna.