Ekkert skipulagt félagsstarf fyrir hendi fyrir fólk með fötlun
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra harmar þá staðreynd að ekkert skipulagt félagsstarf er fyrir hendi fyrir fólk með fötlun á Akureyri. Það gildi jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðið fólk. Í þeim tveimur félagsmiðstöðvum sem reknar eru í bænum, Birtu og Sölku sé gott starf unnið en um 85% þeirra sem það sækja eru eldri borgarar. Þroskahjálp á Norðurlandi eystra hefur skorað á Akureyrarbæ að gefa fullorðnu fólki með fötlun tækifæri til að sækja félagsmiðstöðvar á jafningagrundvelli.