Breytingar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri

Visbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðas…
Visbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið. Mynd akureyri.is

Vísbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið.

Breytingarnar fólu í sér 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla á skólatímanum frá kl. 8-14 og tekjutengdan afslátt á skólagjöldum utan þess tíma. Haustið 2023 voru að auki innleiddir svokallaðir skráningardagar þar sem foreldrar skrá börnin sín sérstaklega telji þeir sig þurfa að nýta þá daga. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar.

Breytingar hafa leitt til þess að meðalskólatími barna á leikskólaaldri hefur farið úr 8,04 klukkustundum í 7,63 klukkustundir frá október 2023 til mars 2024. Það þýðir að leikskólabarn ver að meðaltali 24 mínútum minna á dag í leikskólanum en var fyrir áramótin.

Nú nýta foreldrar um 100 barna í leikskólum bæjarins gjaldfrjálsan tíma frá kl. 8-14 að fullu en þar að auki nýta þónokkrir foreldrar þennan möguleika að hluta til. Umsóknir um breytingu á skólatíma eru enn að berast og tekur skólatími því stöðugum breytingum.

Flestir leikskólar eru fullmannaðir kennurum og öðru starfsfólki um þessar mundir. Frá áramótum hefur örsjaldan þurft að beita aðgerðum vegna lágmarksmönnunar í leikskólunum. Slíkar aðgerðar felast í því að biðja forelda að sækja börn sín í skólann en þeim neyðarráðstöfunum er beitt komi upp þær aðstæður að öryggi barna telst ekki tryggt vegna manneklu og ábyrgð þess starfsfólks sem eftir í starfi sé of mikil. Slík inngrip voru orðin nokkuð tíð undir lok síðasta árs þegar álagið var sem mest.


Athugasemdir

Nýjast