Enginn veitingarekstur á ,,Amtinu“ á næstunni

Enginn veitingarekstur verður á ,,Amtinu“ á næstunni
Enginn veitingarekstur verður á ,,Amtinu“ á næstunni

Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins  er sagt frá því að ekki hafi borist tilboð í veitingarekstur á safninu en veitingareksturinn fór í útboð fyrr á þessu ári.  Enginn sótti um og því  ljóst að ekki verður neinn slíkur rekstur á safninu á næstunni.

 Það er þó ekki neinn bilbug að starfsfólkinu að finna  eins  og fram kemur hjá þeim í áðurnefndri  færslu en þar segir:  

,,Þrátt fyrir þetta ætlum við starfsfólk safnsins að gera okkar besta til að að gefa svæðinu nýtt líf og gera það hlýlegt og aðlaðandi. Öllum er velkomið að nota svæðið.“


Athugasemdir

Nýjast