Samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar

Símar verða geymdir í skápum meðan á skólatíma stendur
Símar verða geymdir í skápum meðan á skólatíma stendur

 

„Þetta eru einfaldar góðar reglur og sanngjarnar,“ segir Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs en ráðið hefur samþykkt að taka upp samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta skólaári, 2024 til 2025.

Heimir Örn segir að farið hafi verið gaumgæfilega yfir málið, starfshópur var að störfum og hittist nokkrum sinnum og leitaði hann álits hjá öllum sem hlut eiga að máli, m.a. nemendum, kennurum, starfsfólki skólanna og  foreldrum. Tekið hafi verið tillit til ábendinga og góðra ráða frá öllum hópum. „Þetta var góð vinna og við hlustuðum á það sem fólk hafði til málanna að leggja,“ segir hann.

Heimir Örn segir að ekki verði um símabann að ræða, bann fari enda yfirleitt ekki vel í fólk. „Við köllum þetta símafrið og gengur úr á að krakkarnir geyma símana í skápunum í stað þess að vera með þá í buxnavösum, töskum eða í höndunum. Þetta eru vægar reglur sem við tökum upp frá og með næsta hausti og ég vona að um þær skapist góð sátt.“


Athugasemdir

Nýjast