Ekki að sinni en það koma dagar

Þórsliðið veturinn 2023 - 2024              Mynd  Páll Jóhannesson
Þórsliðið veturinn 2023 - 2024 Mynd Páll Jóhannesson

Nú er ný lokið bikarúrslitaleik kvenna I körfubolta  þer sem Þórstelpur mætttu liði Kelfavikur.  Það var lið Keflavikur sem sigraði  89 – 67, staðan í hálfleik var 46 – 34 fyrir  Keflavik og 16 bikarmeistaratitill  félagsins  staðreynd. 

Kvennalið Þórs var hinsvegar endurvakið árið 2021 svo  mikill munur  er á hefð og reynslu og  þvi að spila úrslitaleiki í þjóðarhöllinni í  Laugardal.  
Lið Keflavikur er  gríðarlega öflugt, einhver hafi á orði að í liðinu væru fimm landsliðskonur og  þvi var ljóst að  Þórsstelpur þyrftu að eiga  nánast fullkomin leik í til þess að ná að velgja liði Keflvíkinga undir uggum.

Því miður gekk það ekki eftir í dag og þrátt fyrir ágætis byrjun það sem Þór leiddi 13 -10 voru  Keflavíkurstúlkur  of sterkar.  Reynslan vegur þungt í úrslitaleikjum og þó svo að  Þórsliðið gæfist aldrei upp, og  þær eiga skilið endalaust hrós fyrir það, ásamt því  sem  ,,Rauðahafið” studdi frábærlega við bakið á liðinu þá var verkefnið í dag of snúið.

Það er ótrúlega svekkjandi að tapa úrslitaleik, það vita allir sem hafa upplifað það en  og það er mikilvægt að hafa í huga að gera allt sem hægt er til þess að komast sem fyrst í þá stöðu að leika til úrslita á ný. 

Sá sem þetta pikkar inn hefur fulla trú á þvi að Þórsliðið komi aftur að ári,  þá þessari dýrmætu reynslu ríkari.  

Það koma dagar!


Athugasemdir

Nýjast