30. október - 6. nóember - Tbl 44
Akureyrardætur styrkja KAON
Akureyrardætur hafa um tíðina lagt mikið upp úr því að hvetja konur til að hjóla sér til heilsubótar í gleði og láta gott af sér leiða
Stelpugleði Akureyrardætra sem efnt var til í lok síðastliðins sumars var styrktarviðburður auk þess sem að venju var lögð áhersla á að gleðin var alls ráðandi. Alls skráðu sig 62 konur til leiks, þær hjóluðu, hlupu eða gengu.
Stelpugleðin í ár var til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis en alls söfnuðust um 280 þúsund krónur sem afhentar voru nýverið. Fyrr á árinu, í apríl styrktu Akureyrardætur félagið einnig þannig að í allt hafa þessar ágætu dætur Akureyrar styrkt KAON um 430 þúsund krónur. Þær hafa einnig veitt Hjartavernd Norðurlands styrk.
Styrkur Akureyrardætra til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis afhentur.