Fréttir

Nýtum kosningaréttinn!

Kæru kjósendur, undanfarnar vikur hafa verið einstaklega lærdómsríkar og gefandi. Ég tel þær jafnframt hafa verið fallega æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum og gaman hefur verið að kynnast öllum þessum ólíku frambjóðendum. Framboði til forseta fylgja þau forréttindi að fá tækifæri til að hitta fjölbreytta flóru fólks á öllum aldri og hvaðanæva af landinu. 

Lesa meira

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Taílands.

Í boði var glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð heimagerðra taílenskra rétta, einnig skemmtiatriði í umsjá taílenska starfsfólksins.

Lesa meira

HN gerir hafnarsvæðið öruggara fyrir farþega og starfsfólk

„Veðrið hefur kannski ekki sýnt sínar bestu hliðar alla daga en það er ekki endilega veðrið sem fólk sækist eftir þegar það leggur leið sína til Íslands. Við höfum heyrt af hamingjusömum farþegum sem hafa heillast af náttúruperlunum hér fyrir norðan,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir markaðs- og verkefnastjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands.

Lesa meira

Björgunarsveitin Ægir sótti ferðamenn í Látur

Björgunarsveitin Ægir sótti tvo erlenda ferðamenn út í Látur á laugardag.  Höfðu þeir gengið í Látur en aðstæðir voru erfiðar og treystu þeir sér ekki til að ganga til baka.

Lesa meira

Þrjár umsóknir bárust um lausar lóðir í Holtahverfi en þeim var hafnað

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar segir að lausar lóðir í Holtahverfi norður verði auglýstar að nýju. „Það er erfitt að segja til um hvað veldur því að ekki berist fleiri umsóknir um þessar lóðir, en það er auðvitað ljóst að vaxtastig er mjög hátt í landinu og það fælir eflaust marga frá.“

Lesa meira

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 á Akureyri hefur opnað

Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem ég staðset svo í garðinum við heimili mitt.

Ég er hreinræktaður alþýðulistamaður og hef því aldrei farið í listaskóla né tekið nokkurt námskeið í sköpun eða list. Verkin mín eru því sprottin upp úr engu öðru en sköpunarþörf og eru því án áhrifa frá utanaðkomandi straumum og stefnum og standa utan hins viðurkennda listheims.

Ég hef fundið fyrir áhuga ferðamanna og ekki síður Íslendinga á að skoða verkin mín og varð það til þess að ég opnaði fyrir aðgang almennings að garðinum mínum.

Lesa meira

Lokaorðið - Að gera við ónýtt með ónýtu

,,Réttu bónda baggaspotta og hann reddar málunum“. Ég á gamla girðingu. Ég veit ekki alveg hversu gömul hún er, en þegar ég var að skottast með pabba í girðingarvinnu fyrir 40 árum síðan, þá var þetta ,,gamla girðingin“. Á hverju ári er gengið með gömlu girðingunni, reknir naglar í fúna staura, netið hengt upp, skipt um brotnu staurana og búta af gaddavír. Hún þarf bara að halda, ekki vera neitt augnayndi. Og hún er sannarlega ljót, víða búið að sauma saman netið með baggaspottum. En gerir sitt gagn, í augum sauðkinda lítur hún út fyrir að vera sterkari en hún er. Það er lengi hægt að tjasla í það sem ónýtt er, bæta við baggaböndin og styrkja lélegustu kaflana.

Ef ekki væri árlegt viðhald á gömlu girðingunni þá myndi hún fljótt leggjast alveg flöt og verða endanlega ónýt.

Lesa meira

Sjálfstæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. Þó ekki með fallegu tali kringum hluti til að snapa inn fölsk atkvæði, heldur með skýru tali um að Landsvirkjun verði ekki seld til erlendra fjármálaafla á hans vakt og vindmyllum í eigu erlendra fjármálaafla verði ekki hleypt inn á orkukerfi landsins til að arðræna og menga með fölskum fyrirheitum og lygum um "græna" orku.

Lesa meira

Sýningin Pennasafnið mitt; Brot af því besta á Hlíð

Dýrmætasti penninn gjöf frá eiginmanni, handsmíðaður úr snákaviði 

Dýrleif Bjarnadóttir, fyrrum píanókennari um árabil við Tónlistarskólann á Akureyri og íbúi á Hlíð, opnaði nýverið einkasýninguna: Pennasafnið mitt ,,Brot af því besta." Þar er að finna penna alls staðar að úr heiminum og á hver og einn þeirra sína sögu sem hægt er að lesa um. Dýrleif hóf pennasöfnun ung að árum og eru elstu pennar safnsins orðnir ansi gamlir. Hún byrjaði á að geyma alla óvejulegu pennana sem henni áskotnuðust og einnig þá sem bjuggu til minningar. Pennarnir í safni Dýrleifar eru um 500 talsins.

Lesa meira

Laxá Fiskafóður framleiddi um 11 þúsund tonn af fóðri í fyrra

Reksturinn hjá Laxá Fiskafóður gekk vel á liðnu ári líkt og venja hefur verið undanfarin ár. Framleiðsla nam 11 þúsund tonnum og velta var 3.600 milljónir. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu á fiskeldisfóðri til landeldisstöðva fyrir seiði og matfisk er um 80%.

Lesa meira

Brautskráning VMA í dag - 140 nemendur brautskráðir

Að þessu sinni brautskráðust  140 nemendur með 162 skírteini þar sem 22 nemendur útskrifuðust með tvö skírteini. Á þessu skólaári hafa því samtals útskrifast 228 nemendur því 88 nemendur voru útskrifaðir í desember sl

Lesa meira

Glatvarmi frá TDK nýtist á ný inn í heitaveitukerfið

„Þetta verður góð viðbót fyrir okkur og veitir ekki af að styrkja kerfið sem mest,“ segir Anton Benjamínsson verkefnastjóri hjá Norðurorku og vísar til þess að  verkefni sem snýst um að nýta glatvarma frá álþynnuverksmiðju TDK til upphitunar á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. Gert er ráð fyrir að  skili um 10m MW inn í hitaveitukerfi Norðurorku.

Framkvæmdir við lagnir hefjast á næstu dögum, en þær liggjafrá gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar á Akureyri þar sem heitt vatn kemur inn til Akureyrar og í verksmiðju TDK, önnur að verksmiðjunni og hin frá henni. Skrifað var undir viljayfirlýsingu fyrir rúmu ári á milli Norðurorku og TDK um að kanna fýsileika þessa verkefnis. Unnið hefur verið að frumhönnun, kostnaðaráætlun og tímalínu verkefnisins auk áfangaskiptingar

Lesa meira

Ólöf Björk Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga Skautafélags Akureyrar

Ólöf Björk Sigurðardóttir var útnefnd sem heiðursfélagi  Skautafélags Akureyrar fyrir störf sín fyrir félagið á aðalfundi þess sem fram fór í á dögunum. Ólöf Björk, sem lét af formennsku íshokkídeildar fyrr í vikunni, var formaður íshokkídeildar í 20 ár og sat í aðalstjórn Skautafélags Akureyrar í 15 ár.

Lesa meira

Hetjur húsvískrar menningar stíga á svið

Tónlistarveisla í boði Tónasmiðjunnar í Húsavíkurkirkju

Lesa meira

Stöndum í lappirnar!

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinniþað líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti

Lesa meira

Geðrækt - hvað og hvernig?

,,Heilbrigð sál í hraustum líkama”.  Þetta er setning sem við höfum flest heyrt áður, og er víða notuð. Mörg þekkjum við líka ýmsar leiðir til að stuðla að hraustum líkama; atriði sem við koma hreyfingu, mataræði og heilbrigðisþjónustu. Hrausti líkaminn er áhugamál margra, hann er umræðuefni á kaffistofum og í fjölskylduboðum. Við vitum að hraustur líkami er ekki sjálfgefinn, og að það er ævilöng vinna að styrkja hann og hlúa að honum.

Lesa meira

Opnun sýningarinnar Arctic Creatures í Hvalasafninu á Húsavík á morgun laugardag

„Arctic Creatures“ er samvinnuverkefni þriggja íslenskra æskuvina; myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins / leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans / leikhúsleikstjórans Stefáns Jónssonar. Frá árinu 2012 hafa þeir unnið að einstöku verkefni sem sameinar sköpunarhæfileika þeirra og áhugamál.

Lesa meira

Mikilvægt að koma málinu í betri farveg

„Það hlýtur öllum að vera það ljóst að svona getur þetta ekki gengið lengur og mikilvægt að koma þessum málum í betri farveg,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson oddviti sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og varaformaður fjárlaganefndar um líkhúsmálið sem verið hefur til umræðu undanfarið. Kirkjugarðar Akureyrar hafa lýst yfir miklum rekstrarvanda og að þegar sé búið að skera niður allt sem hægt er. Fátt annað sé eftir en að loka starfsemi líkhússins.

Lesa meira

Listamannaspjall og sýningalok

Í tilefni af síðustu dögum sýningar Guðnýjar Kristmannsdóttur, Kveikja, í Listasafninu á Akureyri verður boðið upp á listamannaspjall með Guðnýju næstkomandi laugardag, 25. maí, kl. 15. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri, og munu þau m.a. ræða um tilurð sýningarinnar, vinnuaðferðir og einstaka verk. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 26, maí, en þá mun einnig ljúka einkasýningum Sigurðar Atla Sigurðssonar, Sena, og Alexanders Steig, Steinvölur Eyjafjarðar

Lesa meira

Umfang rekstrar KA aldrei meiri, 45 mkr hagnaður á liðnu ári.

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í í KA-Heimilinu á þriðjudaginn þar sem Eiríkur S. Jóhannsson formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og liðið ár. Síðasta rekstrarár var það stærsta í sögu félagsins og hefur velta félagsins aldrei verið jafn mikil eins og árið 2023.

Lesa meira

Vínbúð á Glerártorg

Á samfélagsmiðlum fer síða undir nafninu Norðurvín víða þessa dagana. Eigendur síðunnar fylgja Norðlendingum á samfélagsmiðum í von um að þeir fylgi þeim til baka og eru með gjafaleiki þar sem inneignir í óopnaðri áfengisverslun eru í verðlaun.

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Afsláttur af gatnagerðagjöldum

búum sveitarfélagsins hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og samhliða því orðið sífellt meiri eftirspurn eftir húsnæði. Vegna þessarar miklu eftirspurnar samþykkir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda. Tíðindin eru hin gleðilegustu og liðka vonandi til fyrir þeim sem vilja byggja. 

Lesa meira

Mara Mars sýnir hjá Gilfélaginu

Mara Mars gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí kl.19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. -26. maí frá kl. 14 -17 báða dagana.

Lesa meira

Fjölskylduklefi í sundlaug Húsavíkur

Nú hefur loksins verið opnaður hjá okkur fjölskylduklefinn í Sundlaug Húsavíkur en um er að ræða einkaklefa fyrir fólk sem til dæmis þarf aðstoð annars aðila og fyrir þá sem vilja vera einir og treysta sér ekki til að deila klefa með öðrum.

Lesa meira

Undirbúa hátíðarhöld á sjómannadegi

„Það er mikill hugur í okkur sjómönnum að halda áfram að endurvekja hátíðarhöld Sjómannadagsins, degi sem við í árafjöld börðumst fyrir að yrði lögboðin frídagur okkar. Það tókst vel til í fyrra með að færa þau út í Sandgerðisbót, sem er falin perla í bænum, stærsta smábátahöfn landsins þar sem  hafnaryfirvöld og Akureyrarbær hafa skapað frábæra aðstöðu fyrir trillusjómenn,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleirum vinnur að undirbúningi dagskrár vegna Sjómannadagsins um aðra helgi.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Glerárkirkju n.k. laugardag

Kvennakórinn Embla flytur verkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen ásamt einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni. Með kórnum spila hljóðfæraleikarar á strengjahljóðfæri, hljómborðshljóðfæri, gítar, flautur og slagverk og stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira

Fyrsti hverfisfundur ársins

Í gær fór fram í Brekkuskóla fyrsti hverfisfundur ársins í Akureyrarbæ og var hann einkum ætlaður íbúum Neðri-Brekkunnar og Innbæjar þótt allir væru að sjálfsögðu velkomnir. Ágætlega var mætt á fundinn og umræður nokkuð líflegar.

Lesa meira