
Auto ehf fær tímabundið afnot af lóð við Krossanes
Auto ehf. hefur fengið lóð í Krossanesi til tímabundinna afnota og þangað eru komnir um það bil 30 bílar bæði af lóðinni við Hamragerði og annars staðar úr Akureyrarbæ. Bílum á lóðinni við Hamragerði 15 hefur fækkað talsvert að undanförnu en þrátt fyrir það er enn nokkur fjöldi bíla innan lóðarmarka. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur unnið að málinu um langt skeið.