Hafa efasemdir um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á Akureyri
Fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar lýsa yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á bökkum Glerár, á móts við Glerártorgi. Jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar var rædd á fundi ráðsins sem og endurskoðun á leiðakerfi SVA vegna færslunnar og lagðar fram tvær leiðir til að koma til móts við þá breytingu.