Komum skemmtiferðaskipa fækkar um tæp 17% næsta sumar
Á fundi stjórnar Hafnasamlags Norðurlands í gær kom fram í máli hafnarstjóra að í stefndi að nokkur fækkun yrði á komum skemmtiferðaskipa til hafna sem lúta stjórn samlagsins eða um tæp 17%
Aðspurður sagði Pétur Ólafsson hafnarstjóri. ,,Þetta er kannski ekki áhyggjuefni en vissulega þarf að gefa þessari stöðu gaum, ákvörðun stjórnvalda um afnám tollfrelsis á minni skemmtiferðaskip hjálpar a.m.k. ekki til”.
Pétur Ólafsson hafnarstjóri
,,Auk þess sem nýtt innviðagjald sem einungis er lagt á farþega skemmtiferðaskipa hefði mátt útfæra betur þannig að tekjumöguleikar ríkissjóðs til lengri tíma yrðu betri auk þess að styrkja landsbyggðarhafnir varðandi komur þessara skipa“ sagði Pétur enn fremur.
Gangi þetta eftir verður það annað sumarið í röð sem komum skemmtiferðaskipa fækkar til hafna undir hatti Hafnasamlags Norðurlands.