Með þessum skemmtilegu myndum sem teknar voru á jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyjafjarðar um liðna helgi sendir starfsfólk Vikublaðsins sínar bestu óskir til lesenda um gleðileg jól!
Samkvæmt mælaborði Vinnumálastofnunnar er augljóst að atvinnuleysi fer mjög vaxandi á svæðinu. Hér að ofan má sjá stöðuna í nóvember í Norðurþingi en 138 einstaklingar eru þar á atvinnuleysiskrá. Ekki hafa fleiri verið skráðir atvinnulausir í Norðurþingi síðan í Covid-19 faraldrinum. Áberandi er hversu stór hluti atvinnulausra í Norðurþingi koma úr iðnaði. Það kemur auðvitað ekki á óvart vegna lokunnar PCC.
Sjúkrahúsið á Akureyri vill ítreka að mjög mikið álag er á bráðamóttökuna þessa dagana og ákaflega mikilvægt er að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Í vafatilfellum skal hringja í upplýsingasímann 1700.
Gagnaversfyrirtækið atNorth vann umhverfisverðlaun Data Center Dynamics (DCD) fyrir nýstárlega og ábyrga hönnun gagnavers fyrirtækisins á Akureyri. Í þessum flokki atti atNorth kappi við þrjú önnur alþjóðleg gagnaversfyrirtæki. Þá var gagnaver atNorth á Akureyri líka tilnefnt í flokki gagnaversverkefna ársins í Evrópu.
Hjá bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin Með frelsi í faxins hvin - Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni .
Bókin segir frá Hermanni Árnasyni frá Vík og Hvolsvelli sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini.