PCC BakkaSilicon hf. í óglusjó

Verksmiðja PCC á Bakka. Mynd/epe
Verksmiðja PCC á Bakka. Mynd/epe

Mbl. greinir frá þvi í morgun að útlitið með rekstur verksmiðju PCC á Bakka sé dökkt,  í viðtali við blaðið segir Kári Marís Guðmunds­son, for­stjóri PCC BakkaSilicon hf., ,,Staðan er mjög erfið og þung. Markaðirn­ir eru ákaf­lega dapr­ir og verðið er mjög lágt og hef­ur lækkað það sem af er þessu ári. Við erum að glíma við til­tölu­lega háan kostnað, verk­smiðjan er frek­ar ný, en aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir.“

Í frétt mbl.is segir ennfremur .:

,,Hann  (Kári Marís ) gekk á fund byggðarráðs Norðurþings um sl. mánaðamót og gerði grein fyr­ir erfiðri stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. Í fund­ar­gerð byggðarráðs er ít­rekuð sú afstaða þess að starf­semi PCC BakkaSilicon sé mik­il­væg fyr­ir sam­fé­lagið og að rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins bygg­ist að stór­um hluta á bein­um og óbein­um tekj­um sem starf­sem­in skili til Norðurþings.

„Ef ekk­ert batn­ar á næstu vik­um er ekk­ert annað í stöðunni en að klára það hrá­efni sem fyr­ir ligg­ur og taka síðan ein­hvers kon­ar rekstr­ar­stöðvun, en eng­in end­an­leg ákvörðun hef­ur verið tek­in um það. En út­litið er mjög dökkt,“ sagði Kári í samtali við mbl.is

Stafsmenn á Bakka eru nú um 130 talsins en einnig skapar verksmiðjan afleidd störf í allnokkru mæli.

Nýjast