Vegleg gjöf Oddfellowstúkanna styrkir líknarþjónustu SAk

Helgi Þór Leifsson, framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu SAk, Hugrún Marta Magnúsdóttir, yfirmeistar…
Helgi Þór Leifsson, framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu SAk, Hugrún Marta Magnúsdóttir, yfirmeistari í Rbst, nr 16, Laufey, Pia Maud Petersen, yfirmeistari í Rbst,, nr 2, Auður, Hafdís Hafþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild SAk, Rebekka Héðinsdóttir, aðstoðar deildarstjóri Lyflækningadeildar, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, deildarstjóri Lyflækningadeildar, Gestur Ragnar Davíðsson, undirmeistari St, nr 25, Rán og Guðjón Kristjánsson, forstöðulæknir Lyflækningadeildar. Á myndinni má einnig sjá málverkin eftir þær Guðrúnu Lóu Leonardsdóttur og Guðrúnu Jóhannsdóttur

Þann 30. apríl sl. komu fulltrúar allra fimm Oddfellowstúkanna á Akureyri saman og færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rausnarlega gjöf til stuðnings við líknarþjónustu sjúkrahússins. Heildarfjárhæð peningagjafarinnar nam 1.245.000 krónum og er hún ætluð til að bæta aðstöðu í nýju aðstandendaherbergi á lyflækningadeildinni.

Auk þess færðu kvennastúkurnar tvær spítalanum tvö listaverk eftir Oddfellowsysturnar Guðrúnu Lóu Leonardsdóttur og Guðrúnu Jóhannsdóttur (Guju), sem án efa auka hlýleika rýmanna.

Verkefnið er hluti af vinnu SAk við innleiðingu aðgerðaráætlunar heilbrigðisráðuneytisins um líknarþjónustu til ársins 2025. Þar er lögð áhersla á að efla líknar- og lífslokameðferð innan heilbrigðiskerfisins, meðal annars með því að koma á fót sérhæfðum rýmum og bæta aðstöðu fyrir aðstandendur. Markmiðið er að bæta líðan skjólstæðinga og aðstandenda í líknar- og lífslokameðferð. Á lyflækningadeild hafa nú verið útbúin tvö ný líknarrými og tvö eldri rými nýtt í sama tilgangi, auk þess sem aðstandendaherbergi hefur verið flutt og aðgengi bætt til muna.

Sjúkrahúsið á Akureyri er afar þakklátt fyrir þann stuðning og velvild sem Oddfellowstúkurnar hafa sýnt með þessari fallegu gjöf. Það er afar mikilvægt að njóta slíkrar velvildar og með þessari dásamlegu gjöf er hægt að búa til hlýlegt og notalegt rými fyrir aðstandendur.

Það er sak.is sem sagði fyrst frá.

Nýjast