Heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum Starfsleyfi framlengt til 15. nóvember
Starfsleyfi Samherja fyrir heitaloftsþurrkun fiskafurða á Laugum í Reykjadal verður framlengt um 6 mánuði og gildir til 15. nóvember næstkomandi. Heilbrigðisnefnd Norðurlands hefur samþykkt framlengt starfsleyfi.
Leyfi Samherja til heitaloftsþurrkunar fiskafurða á Laugum gildir til 15. maí næstkomandi. Fyrir liggur úrbótaáætlun frá fyrirtækinu sem gerir ráð fyrir því að þeim úrbótum sem gerð er krafa um í starfsleyfi verði lokið í byrjun nóvember í ár.
Fram kemur í fundargerð heilbrigðisnefndar að með nýrri framlengingu leyfisins, sem upphaflega átti að gilda til 15. nóvember árið 2024, hafi framlenging náði einu ári sem er hámarkstími framlengingar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
„Forsenda þess að nýtt starfsleyfi verði gefið út er sú að unnið verið samkvæmt innsendri úrbótaáætlun og þær kröfur sem fram koma í starfsleyfi verði uppfylltar,“ segir í fundargerð nefndarinnar.