Húsfriðunarsjóður Akureyrar Aðalstræti 54 og 54a fá viðurkenningu
Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna.
Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse og Leo Broers.
Húsin hafa hátt varðveislugildi vegna aldurs, sögu, byggingarstíls og staðsetningar enda eru þau friðuð samkvæmt Minjalögum. Aðalstræti 54 er reist 1896 og Aðalstræti 54a árið 1905. Þau standa á sínum upprunalega stað og eru mjög mikilvæg í götumynd Aðalstrætis. Húsin eru góðir fulltrúar timburhúsa í Fjörunni, elsta bæjarhluta Akureyrar, um og eftir aldamótin 1900 segir í frétt á facebooksíðu Akureyrarbæjar.
Þóra Ákadóttir, Zontaklúbbi Akureyrar og An-Katrien Lecluyse og Leo Broers.