Húsheild Hyrna hefur hafið vinnu við byggingu þjónustuhús hafnarinnar á Torfunefsbryggju. Áætlað er að vinnu við húsið verði lokið á vordögum 2026.
Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 11.00 voru opnuð tilboð í byggingarétt lóðanna Torfunef 2 og 3 í samræmi við úthlutunar- og útboðsskilmála frá 19. maí s.l.
Eitt tilboð barst í byggingaréttinn en það var frá Hvalstöðinni ehf. Tilboðið hljóðaði upp á 235 mkr eða 6% hærra en lágmarksboð samkvæmt skilmálum. Hafnarstjóra falið að ganga til samninga við Hvalastöðina ehf á grundvelli deiliskipulagsins.