Firmakeppni GOKART Akureyri – spennandi keppni og glæsilegur sigur hjá Kristofer

Það er ekkert gefið eftir í Firmakeppni GOKART Akureyri s.l. laugardag      Myndir aðsendar
Það er ekkert gefið eftir í Firmakeppni GOKART Akureyri s.l. laugardag Myndir aðsendar

Laugardaginn síðasta fór fram Firmakeppni GOKART Akureyri við Hlíðafjallsveg, þar sem Gunnar Hákonarson, gamalreynda aksturskempan og annar eigandi svæðisins, stóð fyrir glæsilegri keppni sem bar keim af fagmennsku og metnaði.

Alls voru 20 keppendur skráðir til leiks og var þeim skipt í tvo riðla. Fyrst fór fram 15 mínútna tímataka, þar sem keppendur fengu tækifæri til að ná sínum besta hring. Það var síðan úrslitakeppnin sem réði úrslitum, en fimm bestu úr hvorum riðli tryggðu sér sæti í lokaakstri sem stóð yfir í heilar 20 mínútur.

Spennan var gríðarleg, enda mættar margar af helstu kempum íslenskra akstursíþrótta síðustu ára – þar á meðal Íslandsmeistarar í rallycross, motocross og snocross, auk annarra öflugra keppenda.

Eftir að Gunnar gaf merkið um ræsinguna hófst sannkölluð barátta í brautinni. Að lokum fór svo að sigurinn fór í hendur Kristófers Gretarssonar frá Ingás ehf.

Úrslit keppninnar urðu þessi:

  1. sæti – Kristofer Gretarsson, Ingás ehf.
  2. sæti – Hákon Gunnarsson, Grunnir og Tveir málningarþjónusta ehf.
  3. sæti – Tómas Sigurðsson, Nesbræður ehf.

Við óskum sigurvegurum og öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.

Frá þessu segir í tilkynningu

Nýjast