Sæfari siglir á ný

Sæfari siglir um sæ á ný  Mynd  akureyri.is
Sæfari siglir um sæ á ný Mynd akureyri.is

Sæfari hefur hafið siglingar á ný milli Dalvíkur og Grímseyjar eftir að hafa verið í slipp allan október vegna viðhalds. Fyrsta áætlunarferðin er í dag, með siglingu til Hríseyjar, og á morgun fer fyrsta ferðin til Grímseyjar eftir hléið.

Þessi viðhaldslota sem nú er afstaðin er sú fyrri af tveimur, en önnur styttri vinnulota er fyrirhuguð um mánaðarmótin janúar/febrúar. Þá verður Sæfari ekki settur í slipp, heldur verður viðhald unnið meðan ferjan liggur við bryggju.

Fram að áramótum siglir ferjan þrisvar sinnum í viku til Grímseyjar, en eftir áramótin fjölgar ferðunum í fjórar á viku. Upplýsingar um ferjuna og áætlun hennar má finna á vef Grímseyjar.

Nýjast