Lokahóf Jökulsárhlaups

Vel var mætt á lokahófið  Myndir aðsendar
Vel var mætt á lokahófið Myndir aðsendar

Vel heppnað lokahóf Jökulsárhlaups var haldið í Skúlagarði í gær 1. nóvember.   Þar voru flutt ávörp, veittar viðurkenningar og gestir nutu glæsilegra kaffiveitinga í boði kvenfélags Keldhverfinga.

Í ávarpi sínu fór Guðmundur Baldvin, formaður stjórnar Jökulsárhlaups, í stórum dráttum yfir upphaf og sögu hlaupsins og ræddi þá ákvörðun stjórnar og aðstandanda félagsins að segja þetta og gott og láta 20. hlaupið sem fram fór í sumar verða síðasta Jökulsárhlaup á vegum félagsins.
 
Í lok ávarpsins þakkaði hann öllum þeim sem komið hafa að framkvæmd Jökulsárhlaupsins frá upphafi kærlega fyrir þeirra þátt í að gera Jökulsárhlaupið að þeim glæsilega viðburði sem það var alla tíð.
Guððmundur Baldvin Guðmundsson 
 
Þá voru veittar viðurkenningar til helstu aðstandenda hlaupsins og sjálboðaliða sem mörg komu með skemmtilegar reynslusögur úr sögu félagsins.
Gestir nutu svo, eins og áður sagði, glæsilegra kaffiveitinga og það var ekki laust við að þessi stund væri smá tilfinningaþrungin og líkti einn gesta þessu við þá tilfinningu þegar einkabarnið flytur að heiman 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

Nýjast