Hörgársveit hefur auglýst tvær lóðir við Lónsveg lausar til umsóknar. Lóðirnar eru númer 1 og 3 og er sú fyrri undir atvinnustarfsemi en sú númer 3 fyrir fjölbýlishús.
Lóðin við Lónsveg 1 er tæplega 1900 fermetrar að stærð og er fyrir verslun, þjónustu og atvinnustarfsemi. Hámarksstærð byggingar á lóðinni sem er í námunda við nýtt hringtorg er 750 fermetrar. Gert er ráð fyrir að byggingingin verði á þremur hæðum, verslunar- og þjónusturými á jarðhæð og skrifstofur á efri hæðum.
Lóðin við Lónsveg 3 er fyrir þriggja hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum og er um 2.400 fermetrar að stærð. Á þeirri lóð var áður tjaldsvæði. Stefnt er að því að lóðir verði byggingarhæfar vorið 2026.