Glamrið í glerhúsunum
Það hefur löngum þótt slæmur siður að kasta grjóti úr glerhúsi. Myndlíkingin skýr, glerinu rignir samstundis í höfuð þess sem kastar. Því er rétt að staldra aðeins við áður en grjótið er látið vaða.
Það hefur löngum þótt slæmur siður að kasta grjóti úr glerhúsi. Myndlíkingin skýr, glerinu rignir samstundis í höfuð þess sem kastar. Því er rétt að staldra aðeins við áður en grjótið er látið vaða.
„Uppbygging raforkukerfisins er ekki í takti við þörf samfélagsins“. Þetta sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, á ráðstefnunni „Orkuöryggi – hvernig tryggjum við orkuöryggi til framtíðar?“ sem Lagadeild Háskólans á Akureyri stóð fyrir þann 18. mars síðastliðinn. Meðal þess sem kom fram á ráðstefnunni var að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landsnets, sagði að raforkuöryggi byggi á réttlæti og stöðugleika fyrir minni notendur. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður og fyrrverandi orkumálastjóri, sagði að við óbreytt ástand væri það ekki spurning um hvort heldur hvenær raforkuskortur verði á Íslandi og að tryggja þurfi forgang almennings og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HA, velti upp þeirri spurningu hvort rétt væri að færa leyfisveitingarvaldið vegna vatnsaflsvirkjana aftur til Alþingis.
Karlalið Þórs tryggði sér í gær sæti í úrvalsdeild karla í handbolta í fyrsta skipti frá árinu 2021 með stórsigri á B liði HK 37- 29, í lokaumferð 1. deildarinnar. Þórsarar léku vel í vetur og eru vel að deildarmeistaratitlinum komnir.
Vel var mætt á aðalfund Rauða krossins við Eyjafjörð á dögunum en þar var farið yfir þau fjölmörgu verkefni sem deildin á aðkomu að á Eyjafjarðarsvæðinu. Jón Brynjar Birgisson hélt á fundinum erindi um Rauða krossinn og breytta heimsmynd.
Bæjarráð Akureyrar tekur alvarlega þá umfjöllun sem fram hefur komið um aðstæður og kjör starfsfólks tiltekinna ræstingarfyrirtækja, en rætt var um stöðu ræstingarfólks á fundi ráðsins nýverið í kjölfar umræðu um aðstæður þess og kjör.
Það er óhætt að fullyrða að heimsókn eldri togarajaxla til Hull og Grimsby hafi vakið verulega athygli á Englandi og ferðin heppnast mjög vel. ,,Strákunum okkar" var afar vel tekið og nutu þessarar ferðar fram í fingurgóma.
Sameiginleg yfirlýsing Carbfix og Sveitarfélagsins Norðurþings um uppbyggingu Codastövar á Bakka við Húsavík var samþykkt á fundi sveitarstjórnar undir lok síðasta mánaðar.
„Það er mikil tilhlökkun í gangi meðal skáta á Akureyri, enda hefur Landsmót skáta ekki verið haldið hér í 11 ár,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir mótsstjóri. Landsmót skáta verður haldið að Hömrum dagana 20 til 26 júlí árið 2026 og verður heilmikið ævintýri. Fyrsti kynningarfundur vegna mótsins verður haldinn í grænu hlöðunni að Hömrum næstkomandi þriðjudag, 1 apríl kl. 17.30.
Í september 2004 var haldið íbúaþing á Akureyri, undir yfirskriftinni Akureyri í öndvegi. Þar kom saman fjöldi bæjarbúa sem lét sig varða framtíð bæjarins, sérstaklega miðbæjarins. Það var orka í loftinu, von og skýr sýn þessara 1600 þátttakenda sem þarna voru. Við vildum lifandi miðbæ. Göngugötur, menningu, kaffihús, verslanir og fjölbreytt mannlíf í hjarta bæjarins sem væri bæði opinn og aðlaðandi.
En hvað gerðist? Í stuttu máli: Ekki neitt. Eða réttara sagt – of lítið og of hægt.
„Það skiptir okkur máli að fólk virði að bílastæðin eru ætluð gestum okkar og þeim sem starfa á safninu, starfsfólki og sjálfboðaliðum,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli.