Fréttir

Nýtt - Djúpgámar á Akureyri

Heimasíða Terra segir frá þvi að fyrstu djúpgámarnir utan höfðuborgarsvæðisins séu komnir I notkun á Akureyri.

Um er að ræða djúpgáma fyrir fjóra flokka; blandaðan úrgang, pappír, plast og matarleifar.

Lesa meira

Akureyrarbær og Þór - Skrifað undir samning um endurbætur á félagssvæði Þórs

Skrifað var undir samning milli Akureyrarbæjar  og Íþróttafélagsins Þórs í morgun  um endurbætur á knattspyrnuvöllum félagsins.  Um mikla framkvæmd er hér að ræða og mun hún í verklok gjörbreyta allir aðstöðu knattspyrnufólks í félaginu.

Hér fyrir neðan má sjá helstu ákvæði hins nýja samnings og hann allan í heild  undir þessari frétt.

Lesa meira

Nytjamarkaðurinn Norðurhjálp opnar á ný og nú við Dalsbraut

„Það verður óskaplega gaman að opna aftur og við hlökkum mikið til að hefjast starfsemina á ný,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra sem standa að nytjamarkaðnum Norðurhjálp sem opnar á nýjum stað kl. 13 í dag, föstudaginn 21. júní. Nýr staður undir starfsemina fannst við Dalsbraut, á efri hæð með inngangi sunnan megin. Markaðurinn hóf starfsemi í lok október í fyrra í húsnæði við Hvannavelli sem þurfti að rýma um mánaðamótin mars og apríl.

Lesa meira

Slá tóninn fyrir Litlu Hryllingsbúðina - Myndband

Leikfélag Akureyrar hefur frumsýnt nýtt tónlistarmyndband við lagið Snögglega Baldur úr söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem fer á fjalir Leikfélags Akureyrar í október.

Lesa meira

Hvalasafnið á Húsavík býður til fjölskyldustunda

Láta ekki slá sig út af laginu þrátt fyrir fækkun ferðamanna

Lesa meira

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings í úthlutunarstuði

Metfjölda lóða til byggingar íbúðahúsnæðis á Húsavík vísað til sveitarstjórnar til úthlutunar

Lesa meira

Steypustöð frá Súluvegi að Sjafnarnesi

Í nokkur ár hefur verið unnið að því að finna starfsemi steypustöðvar sem hefur verið staðsett við Súluveg á Akureyri nýjan stað.

Nú liggja fyrir drög að samkomulagi sem meðal annars fela í sér að gert er ráð fyrir að starfsemin flytji á nýja lóð við Sjafnarnes 9.

Lesa meira

Njáll Trausti Friðbertsson Fimm fyrstu dagarnir ókeypis

Njáll Trausti Friðbertsson,  þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar á Facebook um fyrirhugaða gjaldtöku vegna notkunar á bílastæðum á flugvöllunum.   Í þessari grein  skilgreinir Njáll vandamálið eins og það snýr að honum og upplýsir hvernig hann telur best er að leysa stöðuna.  Þingmaðurinn  hvetur ráðherran sem með málið fer til þess að gera þannig samning  við ISAVIA að gjaldtaka hefjist ekki fyrr en eftir fimm daga í minnsta á bílastæðunum á Akureyrar-, Egilsstaðar- og Reykjavíkurflugvelli.

Pistill Njáls er annars svohljóðandi:

Lesa meira

Byggðarráð samþykkir að fara í endubætur á stjórnsýsluhúsi

Snemma á þessu ári greindist mygla í hluta Stjórnsýsluhúss Norðurþings á Húsavík og var starfsemi hússins flutt til að hluta. Fundir nefnda og ráða hafa af þeim orsökum farið fram  í fundarsal GB 5.

Lesa meira

Góð gjöf Rafmanna til VMA

Rafiðn- og þjónustufyrirtækið Rafmenn á Akureyri færði rafiðnbraut VMA í dag veglega afmælisgjöf á 40 ára afmælisári skólans, gjafabréf að upphæð kr. 500.000 til endurnýjunar á verkfærum og búnaði til kennslu í rafvirkjun/rafeindavirkjun. Gjafabréfið er í formi inneignar hjá Fagkaupum (Johan Rönning) á Akureyri.

Lesa meira