Fréttir

Birtingarmyndir loftslagsbreytinga

Samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða (www.nave.is), Náttúrustofu Austurlands (www.na.is) og rannsókna og ráðgjafafyrirtækisins RORUM (www.rorum.is)  „Birtingarmyndir Loftlagsbreytinga“  hlaut styrk úr Loftlagssjóði.  Verkefnið hefur það að markmiði að gera vefsíðu sem sýnir samfélög hryggleysingja á hafsbotni á ákveðnum stað á mismunandi tíma.

Lesa meira

Ungt vísindafólk kannar heilann og heilastarfsemina í gegnum leik

Framtíðin byrjar í Háskólanum á Akureyri og það var svo sannarlega líf og fjör í Hátíðarsal háskólans þegar 45 nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla mættu í lotu hjá stúdentum í námskeiðinu Hugræn taugavísindi sem kennt er við Sálfræðideild.

Lesa meira

Dominique Randle landsliðskona frá Filippseyjum til Þór/KA

Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Lesa meira

Ragnheiður Jóna nýr sveitarstjóri í Þingeyjarsveit

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið. 

Lesa meira

Saltkjöt og baunir, kannski ekki á túkall en alltaf vel þess virði.

Í dag er Sprengidagur sem er seinasti dagur fyrir lönguföstu sem hefst á morgun Öskudag. Á heimasíðu sem heitir  www.islensktalmanak.is  eru þessar upplýsingar að finna um þennan merka dag.

 ,,Sprengidagur er þriðjudagurinn á milli Bolludags á mánudegi og Öskudags á miðvikudegi. Ásamt sunnudeginum og Bolludeginum kallast þeir þrír Föstuinngangur fyrir Lönguföstu sem hefst á Öskudag í 7. viku fyrir Páska.

Lesa meira

Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum

Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins  og leiki með liðinu  á komandi  keppnistímabili.  Kalermo sem er  26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius. 

Lesa meira

Áhersla á vetrarflug til að jafna árstíðasveiflur

„Farþegarnir sem koma hingað að vetri eru að leita að ævintýrum og náttúru yfir vetrartímann. Þeir sækja hingað til að sjá norðurljósin, prófa böðin okkar og fara í jeppaferðir, sleðaferðir, hundasleða, heimsækja söfn og sýningar og gönguferðir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. . „Við leggjum mesta áherslu á vetrarflugin, en þannig getum við lagfært árstíðarsveiflu sem við búum enn þá við hér á svæðinu.“

Lesa meira

Notaður tölvubúnaður úr VMA fær framhaldslíf í skóla í Bobo-Dioulasso í Búrkína Fasó

Á síðasta ári var tölvubúnaður í VMA endurnýjaður, fartölvur leystu af hólmi stofutölvur og skjái. Um eitthundrað tölvur, sem var skipt út í VMA, munu síðar á þessu ári fá nýtt hlutverk í skólanum Ecole ABC de Bobo í Bobo-Dioulasso, næststærstu borg Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku, þar sem búa um 540 þúsund manns.  

Yfirgripsmikið starf ABC barnahjálpar í Bobo-Dioulasso

Á annan áratug hefur ABC barnahjálp á Íslandi lagt sitt af mörkum við skólastarfið í þessum leik-, grunn- og framhaldsskóla í Bobo-Dioulasso og eru forstöðumenn hans íslenskir, Hinrik Þorsteinsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Þau stýra skólanum og uppbyggingarstarfinu þar í samstarfi við heimafólk. ABC barnahjálp á Íslandi og í Bretlandi er fjárhagslegur bakhjarl þessa skólastarfs og er það eitt af þeim verkefnum sem ABC barnahjálp á Íslandi styður. Markmiðið með starfi ABC barnahjálpar er að gefa fátækum börnum tækifæri til þess að mennta sig og efla þau og styrkja í lífinu.

Lesa meira

Fjórðungur úr aðalúthlutun Safnasjóðs fer til Norðurlands

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði

Lesa meira

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar rekur Smámunasafnið ekki áfram í núverandi mynd

„Ekkert stefnuleysi ríkir hjá sveitarstjórn þegar kemur að safninu og framtíð þess,“ segir í svari sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit til Félags íslenskra safna og safnamanna, en félagið spurðist fyrir um áform sveitarstjórnar varðandi Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem verið hefur í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit um árabil. 

„Sveitarstjórn hefur ákveðið að reka safnið ekki áfram í núverandi mynd. Í því felst að sveitarfélagið mun láta af því að skrá safnmuni og ekki ráða starfsmann til að halda úti almennri opnun safnsins,“ segir í svari Eyjafjarðarsveitar þar sem spurt er um stefnu varðandi framtíð safnsins.

Lesa meira