Fréttir

Breytingar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri

 Vísbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið.

Lesa meira

Sérnám í hjúkrun við SAk

Leiðsagnarár til sérfræðiviðurkenningar eða „sérnám“ í hjúkrun er nú í boði árlega á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið sérnáms er að hjúkrunarfræðingar fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu klínísku fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum SAk. Að því tilefni skrifuðu tveir hjúkrunarfræðingar ásamt deildarstjórum, fræðslustjóra SAk og framkvæmdastjóra hjúkrunar undir samning á dögunum um að hefja sitt sérnám við SAk.

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Það er  Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni  og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.

 

Lesa meira

PAPPAMANIA - Sýning gestalistamanns Gilsfélagsins Donats Prekorogja

Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.

Lesa meira

KA vann bæjarslaginn

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór  yfirspilaði  KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.

Lesa meira

Pappírspokar og persónulegt hreinlæti: Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu á skírdag

Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar, Pappírspokar og persónulegt hreinlæti, opnar í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri á skírdag þann 28. mars kl. 18.

Lesa meira

Enginn veitingarekstur á ,,Amtinu“ á næstunni

Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins  er sagt frá því að ekki hafi borist tilboð í veitingarekstur á safninu en veitingareksturinn fór í útboð fyrr á þessu ári.  Enginn sótti um og því  ljóst að ekki verður neinn slíkur rekstur á safninu á næstunni.

Lesa meira

Úrslit ráðast á Kjarnafæðimótinu i fótbolta.

Það dregur til tíðinda  i dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðisbikarsins í fótbolta en leikurinn hefst  kl 17.30 og  fer fram á Greifavellinum.

Lesa meira

„Mér fannst þetta rosalega fróðlegt og skemmtilegt og mig langar bara að fara á fleiri svona viðburði“

Unnu til verðlauna fyrir skynörvunarpeysu

Lesa meira

Þórsstúlkur heiðraðar

Aðalstjórn Þórs notaði tækifærið sem gafst í kvöld í hálfleik í viðreign karlaliðs Þórs við Skallagrím í 1 deild Íslandsmótsins í körfubolta og heiðraði silfurhafa helgarinnar kvennalið félagsins og þjálfarateymi. 

Sannarlega vel til fundið og óhætt að segja að liðið hefur gert heilmikið í því að koma Þór á kortið.   

Þórir Tryggvason var auðvitað í Höllinni og gaukaði þessari mynd að vefnum. 

Lesa meira