Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri
Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is.