„Ástæðan fyrir þessari bókun er að fullorðið fólk, sem ekki er með snjallsíma eða tölvu, hefur sagt frá því að það treystir sér ekki lengur til að fara í miðbæinn. Það leggur ekki í að fara í þá fáu og flóknu gjaldtökustaura sem eru í bænum og hafa jafnvel enga til að skrá bílastæði fyrir sig í Akureyrarappinu, sem er hægt að gera heima í tölvu. Það er mjög bagalegt ef fólk kemst ekki til sýslumanns, í Tryggingastofnun, í banka eða á aðra þá staði, sem eru eingöngu opnir á gjaldtökutíma.,“ segir Hallgrímur Gíslason fulltrúi í öldungaráði á Akureyri.