Fréttir

Kostuleg klassík með Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er væntanleg til landsins á vormánuðum. Hún leikur á þrennum tónleikum í maí. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is:

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025

Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.

Lesa meira

Þorsteinn Kári gefur út Skuggamynd

Lagið var hljóðritað að mestu leyti á Akureyri síðla árs 2023, en trommurnar voru hljóðritaðar í Berlín. Upptöku á Akureyri stjórnaði Þorsteinn Kári sjálfur, en tökum á trommum stjórnuðu Jón Haukur Unnarsson ásamt Nirmalya Banerjee.

Lesa meira

Fjármögnun lokið á nýrri landeldisstöð Samherja

Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag Samherja hf., hefur lokið fjármögnun fyrsta áfanga Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar við Reykjanesvirkjun, með útgáfu nýs hlutafjár og sambankaláni. Fjármögnun fyrsta áfanga nemur 235 milljónum evra, jafnvirði 34 milljarða króna. Eitt hundrað ný störf verða til í stöðinni og annar eins fjöldi afleiddra starfa. Stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2027.

Lesa meira

Ný bók frá Gunnari J. Straumland

Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi ný bók eftir Húsvíkinginn Gunnar J. Straumland.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun BSE vegna ársins 2024

Fátt er mikilvægara fyrir íslenskan landbúnað en hafa baráttufólk sem berst með oddi og egg fyrir framtíð og starfsskilyrðum greinarinnar.

Lesa meira

Mikil umferð á Akureyrarflugvelli í dag

Það var í mörg horn að líta hjá starfsfólki Akureyrarflugvallar í dag og óhætt að fullyrða að veðrið lék við hvern þann sem um völlinn fór.

Lesa meira

Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 27. apríl og eru Akureyringar hvattir til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi.

Lesa meira

Ragnar Hólm sýnir í Listhúsi Ófeigs

Laugardaginn 26. apríl kl. 14 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson málverkasýninguna HORFÐU TIL HIMINS í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 4 í Reykjavík.

Lesa meira

Frumsýning á nýju myndbandi við Húsavík

Myndband bresku hljómsveitarinnar Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025 var frumsýnt í Eurovision safninu á Húsavík í dag á sumardeginum fyrsta að viðstöddu fjölmenni.

Lesa meira

Tónleikar Upptaktsins í Hofi á sunnudaginn

Flutt verða átta glæný lög eftir ungmenni á aldrinum 10-16 ára á tónleikum UPPTAKTSINS á sunnudaginn þann 27. apríl kl. 17 í Hofi.

Lesa meira

KA karlar Íslandsmeistarar í blaki

Karlalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn i þegar liðið lagði lið Þróttar frá Reykjavík í  þremur hrinu gegn einni og sigruðu þar með í úrslitaeivíginu  þrjú núll  í leikjum talið.

Lesa meira

KEA 1.430 milljóna króna hagnaður varð af rekstri á 2024

Á aðalfundi félagsins sem fram fór í gærkvöldi kom fram að 1.430 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Hreinar fjárfestingatekjur voru 1.727 milljónir króna og hækkuðu um 670 milljónir króna á milli ára. Eigið fé var tæpir 11 milljarðar og heildareignir námu tæplega 11,2 milljarði króna. Eiginfjárhlutfall var rúmlega 98%. 

Lesa meira

Akureyrarklíníkin fær liðsauka

Akureyrarklíníkin er samstarfsverkefni HSN og SAk og rekur þverfaglega göngudeildarþjónustu fyrir sjúklinga með ME, long-covid og síþreytu, hver sem orsökin kann að vera. Deildin vinnur samkvæmt. tilvísunum frá heilsugæslunni. Helstu verkefni eru mat, ráðgjöf og meðferðarráðleggingar. Við deildina starfa félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur og læknar.

Lesa meira

KA konur Íslandsmeistarar í blaki

Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn  þegar liðið lagði nágrannakonur sínar úr Völsungi 3-1 í hrinum og sigruðu í einvíginu  3 - 0 í leikjum talið.

Lesa meira

Dalvíkurbyggð og Rauði krossinn á Eyjafjarðarsvæðinu gera með sér samning um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl. Dalvíkurbyggð hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Á dögunum var formlega gengið frá samningi við Rauða krossinn.

Lesa meira

Hagsmunir bráðveikra í húfi

Bæjarráð Akureyrar telur afar brýnt að tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri nái fram að ganga.

Lesa meira

Togarajaxlar stefna aftur í ,,siglingu“

Þeir eru vart búnir að taka upp úr ferðatöskum sínum og alls ekki farnir að snerta ,,tollinn“ þegar þeir eru farnir að leggja drög að næstu ferð!

Lesa meira

Mér leiðist aldrei

 

Nú þegar Andrésar Andar vikan er hafin er hreint ekki úr vegi að birta hér viðtal sem Indíana Hreinsdóttir tók við Hermann Sigtryggsson fyrrum íþróttafulltrúa og móttökustjóra Akureyrar fyrir vef Akureyrarbæjar undir liðnum Akureyringur vikunnar.  Hermann sem er einn að upphafsmönnum Andrésar leikanna, er 94 ára gamall en fylgist afar vel með öllu sem fram og er virkur

Lesa meira

Opið hús í Laugaskóla sumardaginn fyrsta

Framhaldsskólinn á Laugum verður með opið hús á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2025, frá kl. 13-16.  

Lesa meira

Andrésar andar leikarnir 2025

49. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar (SKA) í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 23.-26. apríl 2025

Lesa meira

Linda Berkley Untethered – Óbundið

Sýning Lindu Berkley gestalistamanns Gilfélagsins í apríl mánuði opnar í Deiglunni laugardaginn 26. apríl kl. 14.00

  • Linda Berkley er frá Norðvestur strönd Kyrrnahafsins.Sýning hennar er opin dagana 26.–27. apríl 2025 frá kl. 14:00–17:00.
  • Skyggnusýning á „Rozome“ og „Katazome“ japönsku resist litunaraðferðinni verður laugardaginn 26. apríl 2025 kl.15.00. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Ekki löglegt að mismuna fólki eftir tæknikunnáttu

„Ástæðan fyrir þessari bókun er að fullorðið fólk, sem ekki er með snjallsíma eða tölvu, hefur sagt frá því að það treystir sér ekki lengur til að fara í miðbæinn. Það leggur ekki í að fara í þá fáu og flóknu gjaldtökustaura sem eru í bænum og hafa jafnvel enga til að skrá bílastæði fyrir sig í Akureyrarappinu, sem er hægt að gera heima í tölvu. Það er mjög bagalegt ef fólk kemst ekki til sýslumanns, í Tryggingastofnun, í banka eða á aðra þá staði, sem eru eingöngu opnir á gjaldtökutíma.,“ segir Hallgrímur Gíslason fulltrúi í öldungaráði á Akureyri.

Lesa meira

Karlakórinn Hreimur fagnar 50 árum

„Það var gríðargóð stemmning, smekkfullt hús og tónleikarnir eftirminnilegir,“ segir Arnar Ingi Gunnarsson formaður stjórnar Karlakórsins Hreims í Þingeyjarsýslu. Kórinn hélt tónleika í Ýdölum og síðar var sama efnisskrá í boði í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru sammála um virkilega fallegan söng og hljómfagran. Kórinn fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu

Lesa meira

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur 31 mai n.k.

Lagður hefur verið góður grunnur að veglegum hátíðarhöldum á sjómannadaginn, en það er Sigfús Helgason ásamt trillukörlum í Sandgerðisbót sem hafa eins og fyrr forgöngu í málinu og njóta góðs stuðnings frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar.

Lesa meira

Páskasólin

Það styttist í Páska og því við hæfi að birta þessa sögu, þeim til viðvörunar sem hyggjast stunda þann innflutta ósið að fela páskaegg.

Lesa meira

Fyrsta meistaravörnin í stafrænni heilbrigðistækni við Háskólann á Akureyri

Fyrsta meistaravörnin í stafrænni heilbrigðistækni við Háskólann á Akureyri í samvinnu við Háskólann í Reykjavík fór fram í byrjun vikunnar. Þar varði Hildur Andrjesdóttir lokaverkefni sitt; Stafræn heilbrigðistækni: Rannsókn á sjálfvirknivæðingu og sjónarhorni heilbrigðisstarfsmanna á Akureyri.

Lesa meira