Hreyfing getur skipt sköpum í bataferli sjúklinga
Í dag 8. september, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, hefst nýtt verkefni á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni "HREYFUM OKKUR".
Í dag 8. september, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, hefst nýtt verkefni á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni "HREYFUM OKKUR".
Mikið líf og fjör var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku þegar Nýnemadagar fóru fram. „Við tókum á móti nýnemum í grunnnámi en um er að ræða stærsta hóp nýnema frá upphafi eða um 1500 talsins. Þátttakan var mjög góð í ár og það var frábært að fylgjast með nýnemunum taka virkan þátt í dagskránni sem við bjóðum upp á,“ segir Sólveig María Árnadóttir sem heldur utan um skipulagningu og framkvæmd Nýnemadaga.
Þrjátíu starfsmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík var sagt upp störfum um nýliðin mánaðmót vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Fyrr í sumar var 80 manns sagt upp störfum. Staðan er sú núna að 18 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.
Framkvæmdir standa nú yfir fremst á Glerárdal en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi og merkingar í dalnum. Ráðist verður í stígagerð um dalinn og lagfæringu á bílastæðinu við enda Súluvegar.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, var meðal framsögumanna á Haustráðstefnu Advania í Reykjavík í gær. Þar fjallaði hún um þau gríðarlegu áhrif sem uppbygging gagnavers atNorth á Akureyri og fjárfestingar þess hafa haft í för með sér fyrir samfélagið.
Útifundir verða á nokkrum stöðum hérlendis í dag, laugardag 6. september kl. 14:00. Á Akureyri verður safnast saman á Ráðhústorgi, ávörp verða, tónlist verður flutt og lesin bréf frá fólki á Gaza. Samtökin sem kalla sig Þjóð gegn þjóðarmorði standa fyrir fundunum.
Í yfirlysingu frá samtökunum segir.
,,Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.
Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.
Tvö góðgerðarfélög á Akureyri, Matargjafir á Akureyri og nágrenni og Norðurhjálp greiða á bilinu tvær til þrjár milljónir, hvort félag inn á bónuskort í hverjum mánuði hjá fólki sem ekki nær endum saman og þarf að leita aðstoðar til að hafa í sig og á. Mikil aukning hefur verið og eykst fjöldinn sem þarf hjálp sífellt. Því hefur þurft að grípa til þess ráðs að lækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er hjá hverjum og einum.
Miðvikudaginn 17. september ætla Skógarböðin að bjóða einstaklingum sem eru í þjónustu hjá KAON frítt í böðin.
Um helgina verða víða göngur og réttir á félagssvæði Framsýnar, m.a. verður réttað í Mývatnssveit, Aðaldal, Reykjahverfi, Húsavík, Tjörnesi, Öxarfirði og í Núpasveit.
Framundan eru síðustu dagar sýninga Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, en báðum sýningum lýkur á morgun sunnudag
Keppnin hefur vakið athygli hjólreiðafólks víðs vegar að úr heiminum en hún spannar fjölbreytt landslag Norðurlands, sameinar þolraun, tækni og náttúruupplifun á einstakan hátt
Ljósin eru umferðarstýrð og stillt þannig að grænt ljós er venjulega fyrir umferð um Drottningarbrautina. Þegar bílar koma frá Austurbrú eða gangandi vegfarendur ýta á gangbrautartakka, skiptir kerfið yfir á grænt ljós fyrir þá eftir stutta bið.
Það er jafnan líf og fjör í Hamri á virkum morgnum en um klukkan níu mætir þar samheldinn hópur sem tekur til við sína daglegu rútínu sem felst í því að ná í skref fyrir heilsuna og spjall fyrir sálina.
Íbúar og gestir Norðurlands eystra geta sannarlega verið sátt við sumarið sem nú er að líða. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og hafa eflaust mörg þurft að beita sig hörðu til að fara úr blíðunni og inn á skrifstofuna eftir gott sumarfrí.
Sláturtíð hófst hjá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Húsavík í morgun, miðvikudaginn 3. september og er gert ráð fyrir að hún standi yfir til loka október.
Á fundi Umhverfis og mannvirkjaráðs í gær var lagt fram minnisblað dagsett 21. ágúst 2025 vegna opnunar tilboða í Skarðshlíðarhring, 2. áfangi - stofnstígur og umferðaröryggi. Fjögur tilboð bárust í verkið.
Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vinkonurnar Arnheiður Lilja, Júlía Dögg og Karítas Katla gengu í hús á efri brekkunni og söfnuðu dóti sem þær seldu svo fyrir framan Nettó Hrísalundi til styrktar Rauða krossinum.
Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54% eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli og býður áhugasömum fjárfestum að gera tilboð í hlutinn.
Umræða um menntakerfið hefur verið hávær undanfarið og ekki síst um námsmat. Margir hafa t.d. gagnrýnt skort á samræmdu mati og notkun bókstafa í matskerfinu. Þetta er mikilvæg umræða, sem á sannarlega rétt á sér, en er þetta einföldun á flóknari vanda?
Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Verk lausn ehf um byggingu smáíbúða fyrir Akureyrarbæ. Dómnefnd sem fór yfir málið í kjölfar útboðs lagði til að tilboði fyrirtækisins yrði fyrir valinu og samþykkti umhverfis- og mannvirkjaráð þá niðurstöðu dómnefndar.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Magnús Víðisson, aðjúnkt og brautarstjóri við Auðlindadeild, er vísindamanneskja júlímánaðar.
Hilmar Friðjónsson var á ferð og flugi í gær á Akureyrarvöku og hann býður okkur aftur til myndaveislu.
Golfklúbbur Húsavíkur - Lítill klúbbur í örum vexti
Samþykkt hefur verið í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrar að taka tilboði frá Finni ehf í stækkun á bílaplani við Hof. Bílastæðið verður stækkað á svæði sunnan við líkamsræktarstöð World Class og bætast þá við um 30 bílastæði.
Akureyrarvaka var sett i gær eins og fólk er kunnugt, óhætt er að fullyrða að út um allan bæ má sjá þess merki að það sé hátíð í bæ. Hilmar Friðjónsson er okkur haukur í horni sem fyrr hann lætur sig ekki vanta þegar eitthvað stendur til, hann tekur skemmtilegar myndir og býður afnot af þeim.