Fréttir

Sala Lýðheilsukorta framlengd um ár

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að sala Lýðheilsukorta verði framlengd til 31. mars 2024 í ljósi þess að viðbrögð við sölu kortanna hafa verið afar jákvæð.

Lesa meira

Íslandsþari til Húsavíkur

Í nokkra mánuði hafa málefni Íslandsþara verið til umfjöllunar í stjórnkerfi Norðurþings eftir að fyrirtækið sóttist eftir lóð á hafnarsvæði H2 á Norðurgarði Húsavíkurhafnar undir fyrirhugaða starfsemi sína.

Katrín Sigurjónsdóttir skrifar...

 

Lesa meira

Myndaveisla frá Stelpuhelgi

Svipmyndir frá frumsýningu

Lesa meira

Fyrsta Vetrarbrautskráningarathöfnin við Háskólann á Akureyri

Myndaveisla frá athöfninni

Lesa meira

Útboðsferli vegna uppbyggingar heilsugæslu á Akureyri er hafið

Rík áhersla er lögð á það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að skjóta styrkari stoðum undir heilsugæsluþjónustu þannig að hún þjóni sem best hlutverki sínu

Lesa meira

Frítt í Iðnaðarsafnið um helgina

Eftirfarandi barst frá Iðnaðarsafninu á Akureyri nú eftir hádegið:

 Í tilefni þess og með  innilegu þakklæti til bæjarbúa fyrir stuðninginn, sem birtist í hlýjum kveðjum, símtölum síðustu daga og heimsóknum til okkar í umræðunni um rekstrarvanda safnsins, verður engin aðgangseyrir innheimtur af gestum safnsins um helgina.

 

Lesa meira

Góð kveðja til Leikfélags Hörgdæla

Leikfélag  Hörgdæla frumsýndi i gærkvöldi leikritið Stelpuhelgi  að Melum í Hörgársveit fyrir fullu húsi og  var sýningunni afar vel tekið.

Það vakti mikla athygli þegar leikfélaginu barst óvænt kveðja frá höfundi verksins Karen Schaffer á Facebooksíðu leikfélagsins. 

Karen er vel þekkt leikritaskáld í Bandaríkjunum og var Stelpuhelgi eða á frummálinu Girls Weekend hennar fyrsta leikrit. 

Hér erum um að ræða Íslandsfrumsýningu og má segja að það sé svo sannarlega áhugavert i meira lagi að höfundur verksins skuli senda kveðju til leikhópsins.

 Kveðjuna má sjá hér að neðan

 

Lesa meira

Starfamessa 2023 í Háskólanum á Akureyri

Búist er við að um sjö hundruð grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk frá Akureyri og nærsveitum sæki Starfamessu 2023, sem haldin er í Háskólanum á Akureyri í dag. Markmiðið með viðburðinum er að kynna fyrir nemendunum atvinnustarfsemi á Eyjafjarðarsvæðinu og þau tækifæri sem bíða þeirra í framtíðinni.  Um þrjátíu fyrirtæki kynntu starfsemi sína og það fór ekki á milli mála þegar  Vikublaðið leit við að mikill áhuga var hjá krökkunum á því sem var að skoða og  einnig var gaman að sjá að sýnendur höfðu lagt  mikið í bása sína. 

 

Lesa meira

Risa kóramessa - innsetning

Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður kóramessa í Akureyrarkirkju  Nær allir kirkjukórar Eyjafjarðar sameina þar krafta sína og syngja saman fjölbreytta og glæsilega kórtónlist en kóramót er haldið í kirkjunni um helgina. Lögð verður áhersla á að flytja efni úr glænýrri sálmabók þjóðkirkjunnar en einnig þekkt verk eins og Hallelújakórinn eftir Händel.
 
Lesa meira

Ávaxtakarfan að taka á sig mynd á Húsavík

Langþráð frumsýning Leikfélags Húsavíkur

Lesa meira