Fréttir

Hetjur húsvískrar menningar stíga á svið

Tónlistarveisla í boði Tónasmiðjunnar í Húsavíkurkirkju

Lesa meira

Stöndum í lappirnar!

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Þetta kemur okkur reyndar ekki á óvart þar sem við sem þekkjum Höllu vitum hvað í henni býr. Hún sýndi þjóðinniþað líka fyrir 8 árum þegar hún skaust frekar óvænt á stjörnuhimininn nokkrum dögum fyrir kosningar og endaði í 2. sæti

Lesa meira

Geðrækt - hvað og hvernig?

,,Heilbrigð sál í hraustum líkama”.  Þetta er setning sem við höfum flest heyrt áður, og er víða notuð. Mörg þekkjum við líka ýmsar leiðir til að stuðla að hraustum líkama; atriði sem við koma hreyfingu, mataræði og heilbrigðisþjónustu. Hrausti líkaminn er áhugamál margra, hann er umræðuefni á kaffistofum og í fjölskylduboðum. Við vitum að hraustur líkami er ekki sjálfgefinn, og að það er ævilöng vinna að styrkja hann og hlúa að honum.

Lesa meira

Opnun sýningarinnar Arctic Creatures í Hvalasafninu á Húsavík á morgun laugardag

„Arctic Creatures“ er samvinnuverkefni þriggja íslenskra æskuvina; myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins / leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans / leikhúsleikstjórans Stefáns Jónssonar. Frá árinu 2012 hafa þeir unnið að einstöku verkefni sem sameinar sköpunarhæfileika þeirra og áhugamál.

Lesa meira

Mikilvægt að koma málinu í betri farveg

„Það hlýtur öllum að vera það ljóst að svona getur þetta ekki gengið lengur og mikilvægt að koma þessum málum í betri farveg,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson oddviti sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og varaformaður fjárlaganefndar um líkhúsmálið sem verið hefur til umræðu undanfarið. Kirkjugarðar Akureyrar hafa lýst yfir miklum rekstrarvanda og að þegar sé búið að skera niður allt sem hægt er. Fátt annað sé eftir en að loka starfsemi líkhússins.

Lesa meira

Listamannaspjall og sýningalok

Í tilefni af síðustu dögum sýningar Guðnýjar Kristmannsdóttur, Kveikja, í Listasafninu á Akureyri verður boðið upp á listamannaspjall með Guðnýju næstkomandi laugardag, 25. maí, kl. 15. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri, og munu þau m.a. ræða um tilurð sýningarinnar, vinnuaðferðir og einstaka verk. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 26, maí, en þá mun einnig ljúka einkasýningum Sigurðar Atla Sigurðssonar, Sena, og Alexanders Steig, Steinvölur Eyjafjarðar

Lesa meira

Umfang rekstrar KA aldrei meiri, 45 mkr hagnaður á liðnu ári.

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í í KA-Heimilinu á þriðjudaginn þar sem Eiríkur S. Jóhannsson formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og liðið ár. Síðasta rekstrarár var það stærsta í sögu félagsins og hefur velta félagsins aldrei verið jafn mikil eins og árið 2023.

Lesa meira

Vínbúð á Glerártorg

Á samfélagsmiðlum fer síða undir nafninu Norðurvín víða þessa dagana. Eigendur síðunnar fylgja Norðlendingum á samfélagsmiðum í von um að þeir fylgi þeim til baka og eru með gjafaleiki þar sem inneignir í óopnaðri áfengisverslun eru í verðlaun.

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Afsláttur af gatnagerðagjöldum

búum sveitarfélagsins hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og samhliða því orðið sífellt meiri eftirspurn eftir húsnæði. Vegna þessarar miklu eftirspurnar samþykkir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda. Tíðindin eru hin gleðilegustu og liðka vonandi til fyrir þeim sem vilja byggja. 

Lesa meira

Mara Mars sýnir hjá Gilfélaginu

Mara Mars gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí kl.19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. -26. maí frá kl. 14 -17 báða dagana.

Lesa meira