Gott ferðamannasumar í Hrísey
Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína til Hríseyjar að sumarlagi hefur aukist jafnt og þétt um árin, jafnt þeir sem koma í dagsheimsóknir og þeir sem dvelja lengur. Því fylgja bæði tækifæri og áskoranir segir í fundargerð Hverfisnefndar Hríseyjar. Þrjár hátíðir voru haldnar í Hrísey á liðnu sumri og gengu allar vel.