Húsvískur kúreki á krossgötum
Kúreki norðursins: Saga Johnny King, eftir Árna Sveinsson
Kúreki norðursins: Saga Johnny King, eftir Árna Sveinsson
„Vægt til orða tekið þá er ég orðin mjög þreytt á þessu. Ég er reglulega spurð að því hvernig gangi að fá stuðning frá Akureyrarbæ við Kisukot, en staðan þar er bara sú sama og verið hefur, það virðist ekkert vera að gerast. Síðustu samskipti mín við bæinn voru í apríl á þessu ár. Ég hef send nokkra tölvupósta síðan en ekki fengið svör. Það er greinilegt að áhuginn er enginn,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem hefur um árabil rekið athvarf fyrir ketti á heimili sínu, eða frá því í lok janúar árið 2012.
Umræðan um ofbeldi meðal ungs fólks hefur verið áberandi okkur síðustu vikur og langar mig til að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru samúð mína og þakka þeim fyrir sitt sterka ákall um breytingar
Völsungur mun eiga lið í næst efstu deild karlafótboltans á Íslandi næsta sumar, þetta varð ljóst eftir frábæran stórsigur 8-3 á liði KFA á Reyðarfirði í dag. Liðið sem sérfróðir sunnan heiða gáfu enga möguleika á einu eða neinu í spám fyrir sumarið er svo sannarlega vel að þessum árangri komið. Þeir hafa svo dæmið sé tekið ekki lotið í lægra haldi í seinustu níu leikjum.
„Við erum að skoða það að gera breytingar á hönnun sem felast í því að fella undirgöngin út á þessum stað. Það gerir framkvæmdina bæði mun ódýrari og einfaldari, svo framkvæmdatíminn mun styttast umtalsvert,“ segir Rúna Ásmundsdóttir deildarstjóri Tæknideildar á Norðursvæði Vegagerðarinnar.
„Við erum orðnar frekar órólegar yfir stöðunni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Leigusamningi við Kvennaathvarfið á Akureyrar var sagt upp á liðnu sumri og verður það því húsnæðislaust frá og með 1. janúar 2025 finnist ekki hentugt húsnæði fyrir þann tíma. Leit hefur staðið yfir undanfarna tvo mánuði en ekki borið árangur. Kvennaathvarf, ætlað konum og börnum sem flýja þurfa heimili sitt sökum ofbeldis var fyrst opnað á Akureyri í ágúst árið 2020
Akureyri er blómlegur bær, með öll lífsins gæði; er mikilvæg miðstöð þjónustu og skýr valkostur fyrir þau okkar sem vilja búa í þægilegu borgarumhverfi á þessu landshorni frekar en öðru. Þannig viljum við örugglega öll hafa það og á þeim forsendum viljum við, held ég flest, að bærinn haldi áfram að vaxa og dafna. En hvað þarf til, og hvað getur komið í veg fyrir að bærinn sé og verði besta útgáfan af sjálfum sér?
Síðan er styrktarverkefni nokkurra aðila og þar ber fyrst að nefna FKA félag kvenna í atvinnulífinu en fyrir tilstilli þessa félags sem Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmalíðar er aðili að fór boltinn að rúlla. Kristín lét það berast innan félagsins að hún sem teymisstjóri Bjarmahlíðar óskaði eftir styrkjum til þess að fara í að gera nýja heimasíðu.
Viðbrögðin létu ekki standa á sér og Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla bauðst til þess að auglýsa eftir aðilum sem væru tilbúnir til að vera með styrktarverkefni í heimasíðugerð í von um að fá einstaklega gott verð.
Hoobla styrkti Bjarmahlíð með þessu og sá styrkur átti sannarlega eftir að margfaldast, mörg góð boð komu í verkið en fyrir valinu varð Vigdís Guðmundsdóttir vefhönnuður og Markaðssérfræðingur með meiru
https://www.linkedin.com/in/vigdisgudmunds/
Í gær var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Húsheildar ehf. um hönnun og byggingu leikskóla við Naustagötu í Hagahverfi ásamt frágangi á leiksvæði, leiktækjum, bílastæði og öðru á lóð.
Á aðalfundi Þekkingarnets Þingeyinga urðu þau tíðindi að Aðalsteinn Árni Baldursson steig úr stóli formanns stjórnar Þekkingarnetsins. Aðalsteinn, eða Kúti okkar, hefur leitt stjórn stofnunarinnar frá stofnun eða í ríflega 20 ár. Þar á undan átti hann meira að segja einnig sæti í stjórn Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga, sem steig fyrstu skref í fullorðinsfræðsluþjónustu í héraðinu, áður en Þekkingarnetið tók þá starfsemi yfir. Aðalsteinn Árni óskaði ekki eftir áframhaldandi kjöri í stjórn á aðalfundi og lagði til að aðrir tækju við sínu hlutverki, þ.m.t. samstarfsfólk úr ranni aðila atvinnulífsins.