Háskólinn á Akureyri hlýtur heimild til doktorsnáms í menntavísindum og sálfræði
Um miðja viku bárust þær gleðifregnir að Háskólinn á Akureyri hefði hlotið heimild frá ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar til að bjóða upp á doktorsnám í sálfræði og í menntavísindum. Fyrir hefur skólinn heimild til að bjóða upp á doktorsnám á sex fræðasviðum.