Fréttir

Greiðum veginn

Jarðgöng bæta samgöngur

Það má með sanni segja að páskahretið hafi haft mikil áhrif á ferðalög landsmanna síðustu daga. Víða voru vegalokanir með tilheyrandi vandkvæðum fyrir þá sem þurftu að komast leiðar sinnar. Það er mjög skiljanlegt að umræður um jarðgöng verði háværari þegar vegir lokast í lengri tíma. Ég tek undir þá umræðu og tel afar brýnt að ávallt séu í gangi framkvæmdir við jarðgöng á hverjum tíma, ef ekki tvenn. Jarðgöng eru mikilvæg fyrir samfélagsuppbyggingu á hverjum stað, eins og dæmin sanna og geta skipt sköpum fyrir atvinnurekstur á landsbyggðinni svo ekki sé minnst á öryggið.

Lesa meira

Hrúturinn Lokkur fékk fyrstu verðlaun

Lokkur 22-330 frá Þverá  fékk fyrstu verðlaun í flokki veturgamalla hrúta með hæstu heildareinkunn sem fengist hefur í stigakerfi því sem Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu notar eða 39,6 stig

 

Lesa meira

Áhöfn Snæfells safnaði nærri hálfri milljón króna í Mottumars

Áhöfn Snæfells EA-310, frystitogara Samherja, tók þátt í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.

Snæfell kom til löndunar á Akureyri á mánudaginn. Skömmu fyrir upphaf veiðiferðarinnar afhenti Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri áhöfninni Mottumarssokka en félagið færði öllum karlmönnum sem starfa hjá Samherja Mottumarssokka og styrkti þannig Krabbameinsfélagið.

Lesa meira

Snjóflóð í öryggisskyni

Akureyringar ráku upp stór augu  í morgun þegar þeim var litið á Hlíðarfjall og sáu að gríðarstórt snjóflóð hafði fallið í fjallinu nokkuð norðan við sjálft skíðasvæðið.

Flóðið var framkallað af mannavöldum í öryggisskyni eins  og kemur fram á Facebooksíðu Njáls Trausta Friðbertsssonar en þar sköpuðust  nokkrar umræður um málið

Meðal þeirra sem  þar skrifa er bæjarstjórinn á Akureyri  Ásthildur Sturludóttir en hún leggur réttilega áherslu á að snjóflóð séu ekkert  grín:

Lesa meira

Frá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Klukkan 13:00 barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að snjóflóð hefði fallið á Böggvisstaðadal ofan Dalvíkur. Talið var í fyrstu að nokkrir vélsleðamenn hefðu mögulega lent í flóðinu og var því allt viðbragð í Eyjafirði virkjað og því stemmt á svæðið sem og þyrlu LHG. Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri sem og Samhæfingastöðin í Reykjavík.

Þegar fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir inn á Böggvisstaðadal náðist yfirsýn um stöðuna og kom þá í ljós að hópur vélsleðamanna hafði líklega sett stórt snjóflóð af stað í Dýjadal, sem er inn af Böggvisstaðadal, en enginn þeirra lent í flóðinu. Hópur fólks á skíðum, sem hafði verið í nágrenninu og tilkynnt um flóðið, var einnig óhult.

Laust fyrir kl. 14:00 var staðan metinn þannig að nánast engar líkur væru á því að einhver hefði lent í flóðinu og var þá stærstum hluta viðbragðsaðila snúið frá. Til að tryggja samt endanlega að enginn hefði lent í flóðinu var unnið áfram að því með drónum að skoða allt svæðið nánar.

Viljum við vekja sérstaka athygli á því að mikil snjóflóðahætta er á Norðurlandi í kjölfar mikillar snjókomu nú um páskana og hvetjum við útivistarfólk til að huga vel að því á ferðum sínum.
https://vedur.is/#syn=snjoflod

Lesa meira

Eyjafjarðardeild Rauða kossins Tekjur af fatasölu tæpar 40 milljónir

Heildartekjur af fatasölu Eyjafjarðardeildar Rauða krossins voru um 39.400.000 krónur á liðnu ári. Það er  tæplega 1 milljón meira en árið 2022.

Lesa meira

Minningarsjóður um Arnar Gunnarsson, kennara og handknattleiksþjálfara stofnaður

Systkini Arnars stofna minningarsjóð til eflingar ungu handboltafólki!

 

Lesa meira

Skafrenningur- Unnið að mokstri

Fyrirsögnin hér að ofan er lýsing fyrir ástandið á vegum segja má frá Varmahlíð og austur á Kópasker.  Það hefur ekki farið framhjá fólki að óttalegt bras  hefur verið að komast á milli staða s.l. daga og oftar en ekki ófært.    Segja má að staðan á dag sé litlu skárri en undanfarna daga.

Lesa meira

„Þetta búið að vera tóm upplifun og skemmtilegheit

-Segir Sigurgeir Aðalgeirsson, einn af stofnmeðlimum Kiwanisklúbbins Skjálfanda á Húsavík en klúbburinn hélt nýverið upp á 50 ára afmæli sitt

Lesa meira

Billy Joel á Græna hattinum í kvöld!

Það eru svo sannarlega óvænt tíðindi sem berast frá Hauki Tryggva staðarhaldara á Græna í tilkynningu sem hann sendi út til fjölmiðla rétt í þessu.

Lesa meira