Fréttir

Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi tekur gildi Gert ráð fyrir nær 100 nýjum íbúðum

Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Skipulagið hefur verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma og hófst vinna við það formlega hjá skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar í nóvember 2019, fyrir þremur árum.

Lesa meira

Ungmennabókin Órói, krunk hrafnanna komin út

Tveir draugar, Sesselía Hólaskotta og afturgangan Sigurfagur afhentu Hrund Hlöðversdóttur, rithöfundi fyrsta eintakið af bók hennar; Órói, krunk hrafnanna. Báðir koma þeir við sögu í bókinni, sem er sjálfstætt framhald af bókinni Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan sem út kom í fyrrahaust. Sögusvið Óróa er í kyngimagnaðri náttúrufegurð við Hraunsvatn undir Hraundranga í Öxnadal.

Lesa meira

„Ég er að skora á sjálfa mig til að losna við feimnina“

-segir Dagný Þóra Gylfadóttir sem æfir hjá BJJ North á Húsavík

Lesa meira

UPPFÆRSLA.....Grenivíkurvegur - skriður

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt uppfærslu um stöðu mála á Grenivikuvegi en eins og flestum ætti að vera kunnugt féll skriða á veginn snemma í gærmorgun.

Í þeirri uppfærslu segir:

Lesa meira

Slippurinn Akureyri ehf með stórt verkefni á Selfossi

Slippurinn Akureyri ehf skrifaði þann 16.nóvember undir verksamning um reisingu stálgrindar og uppsetningu samlokueininga nýrrar 5000fm verslunar Húsasmiðjunnar á Selfossi. Verkið verður að fullu unnið af starfsmönnum Slippsins.  

Lesa meira

Ragnar Hólm fagnar 60 árum með málverkasýningu

Laugardaginn 19. nóvember kl. 14 opnar Ragnar Hólm málverkasýninguna Tilefni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin teygir sig yfir tvö sýningarrými, Deigluna og Mjólkur-búðina, sem eru hvort sínum megin götunnar. Tilefnið er 60 ára afmæli listamannsins. Þetta er 21. einkasýning Ragnars sem einnig hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.

Lesa meira

H dagurinn á Akureyri 1968 - MYNDBAND

Meðfylgjandi myndband fannst við tiltekt.  Myndbandið inniheldur götulífsmyndir frá Akureyri á H daginn árið 1968.

 

Lesa meira

Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember ár hvert

Af því tilefni standa Lionsklúbbarnir og Samtök sykursjúkra á Norðurlandi að blóðsykursmælingum á Glerártorgi laugardaginn 19. nóvember frá kl. 13-15.

Lesa meira

Gunnar Líndal hættir sem bæjarfulltrúi á Akureyri

Gunnar Líndal oddviti L-listans við síðustu sveitarstjórnarkosningar hefur ákveðið að láta af störfum sem bæjarfulltrúi á Akureyri. Ástæðan er breyttar forsendur en Gunnar starfar sem forstöðumaður rekstrar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og mun fyrir hönd sjúkrahússins leiða byggingu nýrrar legudeildarálmu sem ljóst varð nýlega að fer í gang af fullum krafti á næstunni

Lesa meira

Fyrsta bókin um fálka hér á landi

„Ég myndaði fyrst fálka við hreiður í Mývatnssveit sumarið 2000 og varð þá gjörsamlega heillaður af þessum fugli ásamt því stórbrotna landslagi sem hann lifir í á Norðurlandi. Ég myndaði síðan fálka af og til næstu árin en það var ekki fyrr en árið 2009 að sú hugmynd að gera bók kviknaði,“ segir Daníel Bergmann ljósmyndari og höfundur bókarinnar Fálkinn, en hún er nýkomin út. Daníel býður áhugasömum upp á fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 17. nóvember og hefst hann kl. 20.

Í fyrirlestrinum sýnir hann myndir úr bókinni og fjallar um tilurð þeirra. Hann segir sögur nokkurra fugla sem við sögu koma og fjalla einnig um sögu fálkaljósmyndunar fyrir sinn tíma. Áhugasamir geta orðið sér úti um áritað eintak af bókinni.

 

 

Lesa meira