Fréttir

Hefur áhyggjur af gönguleiðum niður að hafnarsvæði

Víðir Svansson starfar hjá GPG fiskverkun sem er staðsett á hafnarsvæðinu á Húsavík og ferðast oftar en ekki á tveimur jafnfljótum á leið sinni í og úr vinnu. Hann setti sig í samband við blaðamann og viðraði áhyggjur sínar varðandi gönguleiðir niður á hafnarsvæði, sérstaklega fyrir íbúa suðurbæjar sem sækja vinnu á hafnarsvæðið.
Lesa meira

Grunn-og leikskólabörnum í Hrafnagili fjölgar töluvert á milli ára

Lesa meira

Akureyri og nágrenni verði svæðisborg með skilgreinda ábyrgð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fékk síðdegis í dag afhenta skýrslu starfshóps sem var falið það verkefni að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Megintillaga starfshópsins er að Akureyri, með bakland í nærliggjandi svæði, verði flokkuð í byggðastefnu stjórnvalda sem svæðisborg með skilgreinda ábyrgð og skyldur sem þjóni íbúum og atvinnulífi í landshlutanum og eftir atvikum á landsvísu. Starfshópurinn var skipaður af ráðherra í október 2020 og átti samstarf við Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Byggðastofnun og SSNE við gerð skýrslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Lesa meira

Íslenskur landbúnaður. Já eða nei?

Lesa meira

Bakþankar: Að lifa lífinu á handbremsunni

Lesa meira

Áskorandapenninn: Guðfræði og Marvel-veröldin

Lesa meira

Rokkað á Húsvík gegn sjálfsvígum

Þann 10. september n.k. stendur Tónasmiðjan og forvarnastarf ÞÚ skiptir máli á Húsavík fyrir glæsilegri tónleikasýningu sem þau kalla Aðeins eitt LÍF/ROKKUM gegn sjálfsvígum í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna
Lesa meira

Segja flugfélagið Erni ekki sita við sama borð og Icelandair

Framsýn stéttarfélag hefur um all nokkurt skeið barist fyrir framtíð áætlunarflugs til Húsavíkur. Félagið hefur gagnrýnt stuðning stjórnvalda við áætlunarflug innanlands sem að mati félagsins kallar á einokun í flugi á Íslandi en allt áætlunarflug er með stuðning í formi ríkisstyrkja eða nýtur ríkisábyrgðar nema áætlunarflugið milli Reykjavíkur og Húsavíkur.
Lesa meira

Færeyingur fann látinn afa sinn á Húsavík eftir áralanga leit

Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu. Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919. Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira

Matarhornið: Ostabuff, sætkartöflumús og brokkolísalat

„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira