Fréttir

Ökumenn í vandræðum á Fljótsheiði

Hjálparsveit skáta Reykjadal var kölluð út rétt upp úr klukkan 22 á sunnudagskvöldið vegna ferðafólks sem lent hafði utan vegar á Fljótsheiðinni austanverðri. 

Lesa meira

Samtalshegðun Íslendinga

Þegar ég fylgist með samtölum manna á meðal og umfjöllun fjölmiðla um málefni samfélagsins get ég ekki varist þeirri hugsun að við Íslendingar höfum umtalsvert svigrúm til framfara hvað hvað varðar samskipti siðaðra manna.

Lesa meira

Lundinn er kominn í Grímsey

Fyrstu lundarnir settust upp í Grímsey  fyrir viku. Sjómenn höfðu séð til þeirra á sjó við eyjuna um mánaðamótin en mögulega hefur einstaklega fallegt veður síðustu daga orðið til þess að lundarnir hafi freistast til að hefja vorstörfin fyrr en ella segir á vefsíðu Akureyrarbæjar. 

Lesa meira

Hugsandi börn í samfélagi samræðunnar

„Í stuttu máli geta börn stundað heimspeki en það fer vissulega eftir því hvernig hugtakið heimspeki er skilgreint,“ segir Ingi Jóhann Friðjónsson aðstoðarleikskólastjóri, sem rannsakar notkun heimspeki í leikskólum.

Lesa meira

Hæfileikakeppni Akureyrar Brynja Dís sigraði

Brynja Dís sigraði keppnina með frábæru atriði þar sem hún flutti frumsamið ljóð. Dansatriðið Skólarapp hlaut verðskuldað 2. sæti en danshópinn mynda þær Alexandra, Eva Elísabet, Hrafntinna Rún, Karítas Hekla, Karítas Von, Margrét Varða og Sóldögg Jökla. Kristín Bára Gautsdóttir landaði þriðja sætinu fyrir frábært söngatriði þar sem hún söng lagið from The start með Laufey.

Hæfileikakeppni Akureyrar er fyrir börn í 5. - 10. bekk. Stemmningin var góð. Atriðin voru tæplega 20 og tóku 40 krakkar þátt.

Lesa meira

Vilja draga úr slysahættu á háannatíma

Bílastæðasjóður Norðurþings hefur gjaldtöku á hafnarsvæðinu

Lesa meira

Viðtalið - Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins

„Við stefnum að því að fjölga sjálfboðaliðum sem starfa við Hjálparsímann 1717 hér fyrir norðan,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins á Akureyri.  Alls starfa um þessar mundir 8 sjálfboðaliðar á starfsstöð Hjálparsímans á Akureyri.

Lesa meira

150 tonn af fatnaði send úr landi

Á árinu 2024 voru sendir úr landi frá Eyjafirði alls fjórtán 40-feta gámar, sem samsvarar 150 tonnum af fatnaði. Það sem ekki er nýtt til sölu innanlands er sent úr landi til endurvinnslu. Útflutningur var minni en á árinu 2023, sem nemur einum gámi.

Lesa meira

Tónleikaröðin Hvítar Súlur

Ný tónleikaröð „Hvitar Súlur“ hefur göngu sína á Pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þá stígur á stokk strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá Sigursveinsdóttur, Vigdísi Másdóttur og Gretu Rún Snorradóttur. Flutt verða verk eftir Bach, Gylfa Garðarsson, Vasks að ógleymdum hinum víðfræga Keisarakvartett Haydns.

Lesa meira

,,Ætlum að búa til fallega samverustund"

Tónlistarhátíðin Hnoðri á Húsavík um páskahelgina

Lesa meira