Slæmt ástand og umgengni varað alltof lengi og verður að linna
Umgengni á og við Hamragerði 15 á Akureyri, umgengni við Setberg á Svalbarðsströnd og númerslausir bílar innanbæjar á Akureyri og víðar hefur margoft komið til kasta Heilbrigðiseftirlits Norðurlands, en þetta þrennt tengist allt einu og sama fyrirtækinu. Bílar í ýmsu ástandi eru fyrirferðarmiklir á báðum stöðum.