Fréttir

Eyjólfur Vilberg Gunnarsson ráðinn sparisjóðsstóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga

Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands (2002) og með M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2009). Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi á skip upp að 45 metrum, vélavarðarréttindi upp að 750 kw og knattspyrnuþjálfararéttindi.
Lesa meira

„Þetta þróaðist bara í höndunum á mér“

Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir AP, The New York Times (NYT) og fleiri erlenda miðla. Bókin var gefin út á ensku en það er bókaútgáfan Penguin Random House sem gefur hana út. Í bókinni er farið yfir þá ósögðu atburðarás sem varð til þess að örsmá eyja í miðju Atlantshafi hefur mótað heiminn í aldaraðir. Ég settist niður með Agli í garðinum hans á Húsavík enda veðrið milt og gott. Egill er hávaxinn og virkar örlítið hlédrægur en líklega er það vegna þess hvað hann er einstaklega yfirvegaður. Hann hefur góða nærveru og er áhugasamur umumhverfi sitt. Við settumst niður í miðjum garðinum sem er umlukinn stórum trjám og drekkum í okkur sólina. Egill kann vel þá list að segja frá og ég þarf lítið að gera annað en að hlusta. Viðtalið fæðist af sjálfu sér.
Lesa meira

„Tilbúinn andlega og hlakka til að prufa eitthvað nýtt“

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega. Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“
Lesa meira

Silvía Rán gengin til liðs við Göteborg HC

SA-ingurinn Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur gengið til liðs við Göteborg HC og mun leika með liðinu í SDHL deildinni í íshokkí í vetur.
Lesa meira

Mikil lyftistöng fyrir hjólabæinn Húsavík

Vikublaðið ræddi við Aðalgeir Sævar Óskarsson, formann Hjólreiðafélags Húsavíkur en hann var mjög spenntur yfir því að fá hluta mótsins til Húsavíkur.
Lesa meira

Á miðaldra, hreyfióða vagninum og er að fíla það

Eitt kvöldið vafraði ég um miðlana eins og oft áður, þeir voru uppfullir af fréttum um nýjan VIP næturkúbb í Reykjavík, partý í skútum og kynmök á búbbluhóteli og ég varð skyndilega ótrúlega þakklát fyrir að vera bara á miðaldra vagninum þar sem allir keppast um að vera úti að leika í náttúrunni. Þakklát fyrir að í mínu ungdæmi voru ekki til neinir áhrifavaldar eða nettröll, engir samfélagsmiðlar og aðalumhugsunarefnið var hvort það yrði sveitaball í Víkurröst eða Ýdölum um komandi helgi.
Lesa meira

Ný sirkussýning utandyra um allt land í sumar

Sirkushópurinn Hringleikur leggur land undir fót og sýnir Allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri.
Lesa meira

Vill bíða með skipulagsbreytingar vegna vindorkuvers á Hólaheiði

Á byggðarráðsfundi Norðurþings í vikunni lagði Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi V-lista Vinstri grænna til; að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Norðurþings fyrir byggingu stórtæks vindorkuvers á Hólaheiði.
Lesa meira

Fjölbreytt störf sem hægt er að tengja við námið

Líkt og í fyrra tekur Háskólinn á Akureyri þátt í átaksverkefni Vinnumálastofnunar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir stúdenta í sumar.
Lesa meira

PCC: Síðari ofninn í gang

Í tilkynningu frá PCC segir að endurgangsetning síðari ofnsins í kísilverinu á Bakka hafi gengið vel en hún hófst á sunnudagskvöld. Búið er að hleypa afli á rafskautin og hefur ofninn verið hitaður jafn og þétt í vikunni. Stefnt er að mötun nú um helgina.
Lesa meira