
Fjölmörg verkefni fram undan að takast á við
„Það er mikið verk að vinna og fjölmörg verkefni fram undan sem takast þar á við,“ segir Björn Snæbjörnsson sem kjörinn var formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi þess sem haldinn var í Reykjanesbæ. Helgi Pétursson lauk fjórða ári sínu í formannsstóli en formaður situr mest í fjögur ár. Björn var sá eini sem bauð sig fram og því sjálfkjörinn í embætti.