Fréttir

Hlöðuballi Grana aflýst

Hlöðuballi sem fara átti fram í kvöld í tengslum við Mærudaga á Húsavík hefur verið aflýst. Það er Hestamannafélagið Grani sem hefur staðið fyrir hlöðuballinu undan farin ár.
Lesa meira

Setja upp vinnslubúnað í Oddeyrina EA

„Það hefur mikið verið að gera hjá okkur síðustu vikur og verkefnastaðan síðsumars og fram eftir hausti er ágæt. Við höfum þó svigrúm til að bæta við okkur verkefnum,“ segir Magnús Blöndal Gunnarsson markaðsstjóri hjá Slippnum Akureyri.
Lesa meira

Gengu á höndum niður kirkjutröppurnar til styrktar Píeta samtökunum

Rétt í þessu stóðu Nonni og strákarnir í hópfimleikalandsliðinu fyrir frábæru framtaki sem fólst í því að labba á höndum niður kirkjutröppurnar á Akureyri til styrktar Píeta samtökunum. PÍeta samtökin opnuðu nýverið starfsstöð á Akureyri.
Lesa meira

Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig?

Eiríkur Björn Björgvinsson og Sigríður Ólafsdóttir skrifa:
Lesa meira

Nú er Vikublaðið komið út - Brakandi ferskt

Í sól og sumaryl við lesum Vikublað.
Lesa meira

Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs

Laugardaginn 24. júlí kl. 15 opnar Ragnar Hólm málverkasýninguna Suðrið andar í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík. Þetta er 19. einkasýning Ragnars og að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk og vatnslitamyndir.
Lesa meira

Ísland að gefa

Verkefni dagsins breytast eftir árstíðunum fyrir okkur miðaldra fólkið sem eigum samt ennþá unga krakka. Sumrin fara mikið í það að eltast við fótboltamót hér og þar um landið, þar sem við foreldrar erum orðin sjálfsagður hlutur af leiknum í dag sem er gott mál. Sjálfur æfði ég skíði þegar ég var ungur og man ég aðeins einu sinni eftir því að mamma mín kæmi til að sjá mig keppa, það var á Andrésarandarleikunum þegar ég var 12 ára.
Lesa meira

Vilja byggja upp gagnaver á Bakka

GreenBlocks ehf. hefur óskað eftir tímabundnum afnotum lóðar Tröllabakka 1 (F1) á iðnaðarsvæðinu á Bakka.
Lesa meira

Skilyrði fyrir samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH uppfyllt

Samkomulag um samruna Kjarnafæðis, Norðlenska matborðsins og SAH afurða var undirritað í júlí 2020. Samkeppniseftirlitið heimilaði samrunann með skilyrðum hinn 12. apríl síðastliðinn og síðan hafa stjórnir og stjórnendur félaganna ásamt ráðgjöfum unnið að því hörðum höndum að uppfylla skilyrðin til að fá heimild til að framkvæma samrunann. Nú hafa þau skilyrði verið uppfyllt og geta samrunafélögin því hafið sameiningarferlið. Þetta kemur fram ítilkynningu á vef félaganna.
Lesa meira

Mærudagar að bresta á

Mærudagar, bæjarhátíð Húsavíkinga fer fram um helgina og stefnir í mikla gleði. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ekki síst yngsta kynslóðin.
Lesa meira