Frá sveitaþorpinu Gurb til Akureyrar og að lokum Brussel
Adrià Medina Altarriba er ungur og efnilegur lögfræðingur frá litla sveitaþorpinu Gurb í Pýreneafjöllum Katalóníu, nálægt borginni Vic. Hann hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með aukagrein í þjóða- og evrópurétti, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í lögfræði frá Sjálfstæða háskólanum í Barcelona. Nú er hann á síðasta ári í meistaranámi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.