
Fjallahjólakeppni á heimsmælikvarða á Norðurlandi
Keppnin hefur vakið athygli hjólreiðafólks víðs vegar að úr heiminum en hún spannar fjölbreytt landslag Norðurlands, sameinar þolraun, tækni og náttúruupplifun á einstakan hátt
Keppnin hefur vakið athygli hjólreiðafólks víðs vegar að úr heiminum en hún spannar fjölbreytt landslag Norðurlands, sameinar þolraun, tækni og náttúruupplifun á einstakan hátt
Ljósin eru umferðarstýrð og stillt þannig að grænt ljós er venjulega fyrir umferð um Drottningarbrautina. Þegar bílar koma frá Austurbrú eða gangandi vegfarendur ýta á gangbrautartakka, skiptir kerfið yfir á grænt ljós fyrir þá eftir stutta bið.
Það er jafnan líf og fjör í Hamri á virkum morgnum en um klukkan níu mætir þar samheldinn hópur sem tekur til við sína daglegu rútínu sem felst í því að ná í skref fyrir heilsuna og spjall fyrir sálina.
Íbúar og gestir Norðurlands eystra geta sannarlega verið sátt við sumarið sem nú er að líða. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og hafa eflaust mörg þurft að beita sig hörðu til að fara úr blíðunni og inn á skrifstofuna eftir gott sumarfrí.
Sláturtíð hófst hjá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Húsavík í morgun, miðvikudaginn 3. september og er gert ráð fyrir að hún standi yfir til loka október.
Á fundi Umhverfis og mannvirkjaráðs í gær var lagt fram minnisblað dagsett 21. ágúst 2025 vegna opnunar tilboða í Skarðshlíðarhring, 2. áfangi - stofnstígur og umferðaröryggi. Fjögur tilboð bárust í verkið.
Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vinkonurnar Arnheiður Lilja, Júlía Dögg og Karítas Katla gengu í hús á efri brekkunni og söfnuðu dóti sem þær seldu svo fyrir framan Nettó Hrísalundi til styrktar Rauða krossinum.
Norðurorka hf., hefur tekið ákvörðun um að setja 4,54% eignarhlut sinn í Skógarböðum ehf. í opið söluferli og býður áhugasömum fjárfestum að gera tilboð í hlutinn.
Umræða um menntakerfið hefur verið hávær undanfarið og ekki síst um námsmat. Margir hafa t.d. gagnrýnt skort á samræmdu mati og notkun bókstafa í matskerfinu. Þetta er mikilvæg umræða, sem á sannarlega rétt á sér, en er þetta einföldun á flóknari vanda?
Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Verk lausn ehf um byggingu smáíbúða fyrir Akureyrarbæ. Dómnefnd sem fór yfir málið í kjölfar útboðs lagði til að tilboði fyrirtækisins yrði fyrir valinu og samþykkti umhverfis- og mannvirkjaráð þá niðurstöðu dómnefndar.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Magnús Víðisson, aðjúnkt og brautarstjóri við Auðlindadeild, er vísindamanneskja júlímánaðar.
Hilmar Friðjónsson var á ferð og flugi í gær á Akureyrarvöku og hann býður okkur aftur til myndaveislu.
Golfklúbbur Húsavíkur - Lítill klúbbur í örum vexti
Samþykkt hefur verið í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrar að taka tilboði frá Finni ehf í stækkun á bílaplani við Hof. Bílastæðið verður stækkað á svæði sunnan við líkamsræktarstöð World Class og bætast þá við um 30 bílastæði.
Akureyrarvaka var sett i gær eins og fólk er kunnugt, óhætt er að fullyrða að út um allan bæ má sjá þess merki að það sé hátíð í bæ. Hilmar Friðjónsson er okkur haukur í horni sem fyrr hann lætur sig ekki vanta þegar eitthvað stendur til, hann tekur skemmtilegar myndir og býður afnot af þeim.
Aðalfundur Kaldbaks ehf. fór fram fimmtudaginn 21. ágúst. Þar var ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 samþykktur. Í tölunum má sjá að rekstur félagsins gekk vel á árinu og afkomu- sem og eignaþróun endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Kaldbaks. Hagnaður samstæðu Kaldbaks nam rúmum 2,3 milljörðum króna og eigið fé stóð í 36 milljörðum við árslok. Árið áður nam hagnaður samstæðunnar um 9,5 milljarði en á því ári innleysti félagið um 7 milljarða söluhagnað af eignum sínum.
Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu.
Á fundi stjórnar Hafnasamlags Norðurlands á dögunum var sú ákvörðun forsvarsmanna Eimskipa að legga niður strandsiglinar til umræðu.
Líkan af síðutogaranum Harðbak EA 3 verður afhjúpað við hátíðlega athöfn nyrst á Torfunefsbryggju á laugardag, 30. ágúst kl. 14. Fyrrum sjómenn á ÚA togurum stóðu fyrir gerð þess, en það smíðaði Elvar Þór Antonsson líkt og fimm önnur líkön sem fyrrverandi togararajaxlar hafa látið smíða af skipum sem gerð voru út af Útgerðarfélagi Akureyringar í áranna rás.
Eyrarfest er ný hverfishátíð á Oddeyrinni, en hún verður haldin hátíðleg á laugardaginn kemur, 30. ágúst. Dagurinn byrjar með fróðlegri gönguferð um Eyrina með Arnóri Blika Hallmundssyni, en mæting er kl. 11.00 á Eiðisvöll.
Á sumrin held ég mikið til í Borgarfirði og fer þá gjarnan í kaupstaðaferð í Borgarnes þegar mig vantar aðföng.
Tónlistarhópurinn Norðangarri heldur þrenna tónleika á Norðausturlandi um helgina, 29.-31. ágúst.
Haldin verður hátíðleg minningarathöfn í tilefni 150 ára afmælis íslenskra landflutninga til Kanada á Minjasafninu á Akureyri á laugardag, 30. ágúst frá kl. 13:00 til 14:30.
Þær Sigrún Geirsdóttir og Helga Ingólfsdóttir hafa átt farsælan feril í starfi á hjúkrunarheimilum.
Björn Gíslason og Matthías Rögnvaldsson hafa skipt um stóla hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu ehf. Björn, sem hefur verið framkvæmdastjóri síðastliðin fimm ár, tekur við sem stjórnarformaður félagsins. Matthías verður á ný framkvæmdastjóri en hann gegndi því hlutverki um árabil. Hann er jafnframt einn stofnenda Stefnu.