
Þingeyjarsveit - Ásdís og Yngvi Ragnar hljóta menningarverðlaunin
Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar eru veitt þeim einstaklingum, hópi eða félagasamtökum, sem hafa á einhvern hátt þótt skara fram úr og lagt sitt af mörkum við að efla menningarstarf í sveitarfélaginu. Það er á höndum íþrótta-tómstunda- og menningarnefndar að gera tillögu að því hver hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum.