Fréttir

Fjölmörg verkefni fram undan að takast á við

„Það er mikið verk að vinna og fjölmörg verkefni fram undan sem takast þar á við,“ segir Björn Snæbjörnsson sem kjörinn var formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi þess sem haldinn var í Reykjanesbæ. Helgi Pétursson lauk fjórða ári sínu í formannsstóli en formaður situr mest í fjögur ár. Björn var sá eini sem bauð sig fram og því sjálfkjörinn í embætti.

Lesa meira

Þakklátur fyrir heiðurinn og er mjög gíraður

„Ég er virkilega þakklátur fyrir þennan heiður og ætli ég orðið það ekki sem svo; mjög gíraður,“ segir Egill Logi Jónasson nýr bæjarlistamaður á Akureyri. Egill er framsækinn myndlistar- og tónlistarmaður segir í umsögn frá Akureyrarbæ, „sem hefur vakið athygli fyrir frumleg verk og ögrandi sýningar.“ Egill Logi gegnir lykilhlutverki í starfsemi Listagilsins og rekur m.a. tvær vinnustofur í húsnæði Kaktus, fyrir myndlist annars vegar og tónlist hins vegar. Hann hefur verið iðinn við að skapa vettvang fyrir unga og óháða listamenn, m.a. í gegnum tónlistarhátíðina Mysing.

Lesa meira

Tveir fengu gullmerki Einingar-Iðju

Tveir félagar i Einingu-Iðju voru sæmdir gullmerki félagsins á aðalfundi nýverið, þau Gunnar Berg Haraldsson og Laufey Bragadóttir.

Lesa meira

Fiðringur á Norðurlandi fer fram í Hofi í fjórða sinn

Fiðringur fer fram í Menningarhúsinu Hofi næsta miðvikudag, 7. maí og er þetta í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Í ár munu tíu skólar af Norðurlandi mætast. Grunnskóli Húnaþings vestra tekur þátt í fyrsta sinn og vonandi taka fleiri skólar frá Norðurlandi vestra þátt á næsta ári því markmiðið er að sinna öllu Norðurlandi frá Borðeyri til Bakkafjarðar!

Lesa meira

,,Ég kveð sátt og held glöð út í lífið"

Þórunn Ingólfsdóttir hefur starfað hjá fyrirtækjum við Fiskitanga á Akureyri stærstan hluta starfsævinnar, lengst af hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja. Hún lét af störfum í fiskvinnsluhúsi ÚA um mánaðamótin og segist kveðja afskaplega sátt. Nú taki við nýr kafli í lífinu.

Lesa meira

Aðalfundur Framsýnar karlmenn 62% félagsmanna

Karlmönnum hefur fjölgað í Framsýn, stéttarfélagi undanfarin ár. Þar hefur líkast til mest áhrif að meirihluti starfsfólks PCC á Bakka eru  karlmenn. Verksmiðjan hóf starfsemi árið 2018.

Lesa meira

Rúm milljón til Krafts frá MA-ingum

Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og söfnuðust alls 1.086.000 kr.

Lesa meira

April metmánuður í farþegaflutningum á Akureyrarflugvelli

Frá þvi segir á Facebook vegg Akureyrarflugvallar að nýliðinn mánuður hafi verið sá metmánuður  í farþegaflutningum  um völlinn.

Lesa meira

Harmonikudagurinn í Hofi á sunnudagur

„Harmonikan er heillandi hljóðfæri. Það má segja að draumur okkar um að heiðra hljóðfærið rætist og því verður gert hátt undir höfði á Harmonikudeginum sem haldinn verður næsta sunnudag, 4. maí með glæsilegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri,“ segir Hrund Hlöðversdóttir sem ásamt Agnesi Hörpu Jósavinsdóttur hefur unnið að undirbúningi viðburðarins.

Lesa meira

Stöður skólameistara við VMA og Framhaldsskólans á Húsavík auglýstar

Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsti í dag lausar til umsóknar stöður skólameistara við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og Framhaldsskólann á Húsavík. Umsóknarfrestur er til og með 14. maí n.k.

Lesa meira

Þrjú verkefni í Þingeyjarsveit hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Hanna Katrín Friðriksdóttir atvinnuvegaráðherra úthlutaði styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 30 april s.l.

Lesa meira

Vilja klára byggingu Standgötu 1

Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar á dögunum var lagt fram erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar fyrir hönd eigenda Strandgötu 1 ehf dagsett 31. mars 2025 vegna áforma eigenda um stækkun núverandi húss að Strandgötu 1.

Lesa meira

Akureyri - Mjög góð þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum

Fjölmenni safnaðist saman á Akureyri fyrr í dag í góðu veðri til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Einnig var góð mæting í kaffiveislu á skrifstofu stéttarfélaganna í Fjallabyggð, þar sem Ína Sif Stefánsdóttir, starfsmaður Einingar-Iðju, flutti ávarp. 

Lesa meira

Skólalóðin farin að láta á sjá

Foreldrafélag Giljaskóla, Réttindaráð Giljaskóla og Skólaráð Giljaskóla hafa óskað eftir samtali við Fræðslu- og lýðheilsuráð sem og Umhverfis og mannvirkjasvið um skólalóð Giljaskóla.

Lesa meira

Fjölmenni á hátíðarhöldum vegna 1 mai á Húsavík

Fjölmenni er á hátíðarhöldum verkalýðsfélagana á Húsavík en eins og venja er 1.mai er boðið í veglegt kaffisamsæti ásamt vönduðum tónlistarflutningi og kröftugum ræðum.

Lesa meira

Hljómsveitin Klaufar spilar á Norðurlandi

Hljómsveitin Klaufar sem spilar vandað kántrýpopp heldur í Norðurlands-túr 1. til 3. maí. Hljómsveitin spilar í fyrsta skipti á þeim magnaða tónleikastað Græna hattinum á Akureyri föstudaginn 2. maí.

Lesa meira

Hátíðarhöldin 1. maí á Húsavík

Stéttarfélögin standa fyrir hátíðarhöldum 1. maí á Fosshótel Húsavík. Hátíðin hefst kl. 14:00. Boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð, hátíðarræður, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með hreint út sagt mögnuðum tónlistaratriðum.

Lesa meira

Annars konar upplifun í Bandaríkjunum en átti von á

Ath. Rachael lýsir í viðtali þessu sinni persónulegu skoðun, hún talar ekki fyrir hönd Fulbright eða Wilson stofnunnar.

„Mín upplifun varð önnur en ég gerði fyrir fram ráð fyrir. Þetta var dálítið einkennileg upplifun,“ segir Rachael Lorna Johnstone lagaprófessor við Háskólann á Akureyri. Hún flytur erindi í stofu M-101 í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 2. maí þar sem hún segir frá dvöl sinni í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. 

Lesa meira

Tæplega 63 þúsund manns renndu sér á skíðum eða bretti í Hlíðarfjalli í vetur.

Skíðavertíðinni í Hlíðarfjalli lauk um liðna helgi og eins og vant er voru það keppendur á Andrésar Andar leikunum sem slógu loka tóninn.

Lesa meira

1 mai dagskrá á Akureyri og Fjallabyggð

Alþjóðlegur baráttudagur launafólks verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð fimmtudaginn 1. maí.

Lesa meira

Göngugatan lokuð frá og með morgundeginum

Bæjarstjórn samþykkti 18. mars sl. að sá hluti Hafnarstrætis sem gengur jafnan undir heitinu „göngugatan“ verði lokaður frá 1. maí til 30. september eða í fimm mánuði. Þetta er umtalsvert lengri lokun en var síðasta sumar en þá var lokað í þrjá mánuði frá 3. júní til ágústloka.

Lesa meira

Guðmundur Ármann opnar sýningu laugardaginn 3. til 31. maí í Bergi, menningarhúsi Dalvíkinga

Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Yrkja II, verða um 19 málverk máluð á árunum 2021 til 2025. Einnig nokkrar teikningar. Þessi sýning er í beinu framhaldi af sýningu minni á Bergi 2022 um sama yrkisefni.

Lesa meira

Bernskuheimilið mitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum

Flóra Menningarhús í Sigurhæðum á Akureyri hefur hafið söfnun á Karolina Fund fyrir útgáfu á bókinni Bernskuheimilið mitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933).

Árið 1906 fékk Ólöf birta grein í tímaritinu Eimreiðinni undir heitinu Bernskuheimilið mitt sem telst vera fyrsti sjálfsævisögulegi þáttur íslenskrar konu. Greinin vakti á sínum tíma mikla athygli. Það að kona fjalli opinberlega og opinskátt um líf sitt og fjölskyldu sinnar má kalla uppreisn á þessum tíma "þegar konur áttu að standa vörð um heiður fjölskyldunnar, meðal annars með þagmælsku um eigin hagi og með því að þegja alltaf um það sem fór úrskeiðis" (Raghneiður Richter, Íslenskar konur-ævisögur, s. 11). Verkið hefur aldrei verið gefið út á bók en nú verður bætt úr því. Hægt er að styðja verkefnið og kaupa bækur í forsölu hér: https://www.karolinafund.com/project/view/6459

Lesa meira

Metfjölda notaðra snjalltækja skilað inn hjá Elko

Með tilliti til sjálfbærni var árið 2024 sögulegt fyrir ELKO – sérstaklega á Akureyri þar sem viðskiptavinir skiluðu inn og keyptu alls 400 notuð snjalltæki. Þetta gerir árið að metári í viðskiptum með notuð raftæki í versluninni þar í bæ.

Lesa meira

Kostuleg klassík með Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er væntanleg til landsins á vormánuðum. Hún leikur á þrennum tónleikum í maí. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is:

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025

Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.

Lesa meira

Þorsteinn Kári gefur út Skuggamynd

Lagið var hljóðritað að mestu leyti á Akureyri síðla árs 2023, en trommurnar voru hljóðritaðar í Berlín. Upptöku á Akureyri stjórnaði Þorsteinn Kári sjálfur, en tökum á trommum stjórnuðu Jón Haukur Unnarsson ásamt Nirmalya Banerjee.

Lesa meira