Fréttir

Uppfært: Allir flokkar mynda nýjan meirihluta á Akureyri

Lesa meira

Haustbréf úr 603

Haustið er mín uppáhaldsárstíð, í það minnsta hér á Akureyri.
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Lærði að elda í Litháen 8 ára gömul

„September er tíminn, ekki satt? Tíminn fyrir nýjar áskorarnir, rútínu, skóla, námskeið og hollari mat. Ég er akkúrat ein af þeim sem eru með fullt af markmiðum fyrir haustið en rétta mataræði og lífstill er sú fyrsti,“ segir Vaiva Straukaite sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég er grafískur hönnuður og eigandi litlu hönnunarstofunnar Studio Vast sem ég er smátt og smátt að byggja upp. Ég vil láta drauminn minn rætast, skapa mér atvinnu í því sem ég hef svo mikla ástríðu fyrir og vinnunni fylgir yfirleitt mikil hamingja. Á móti upplifi ég stress og kvíða og því er mikilvægt fyrir mig að passa uppá venjur og sækjast í það sem hjálpar mér að halda góðu jafnvægi. Ég kem frá Litháen þar sem ég lærði að elda frá 8 ára aldri og eldamennska....
Lesa meira

Mótefnamælingar hafnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna kórónuveirunnar

Lesa meira

Óvissu vetur framundan

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst. Samtals sögðu 76% aðspurðra að það væri líklegt eða mjög líklegt að fyrirtæki þeirra myndi lifa af það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19. Þó hefur þeim fjölgað sem segjast óvissir um hvort fyrirtækið verði opið næstu 12 mánuði, en það fór úr 8% í 18%. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir í samtali við Vikublaðið að ferðasumarið á Norðurlandi hafi gengið vonum framar en óvissa sé með veturinn...
Lesa meira

Systur komu færandi hendi í Hvamm

Kristín og Helga Guðrún Helgadætur afhentu á fimmtudag Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, peningagjöf að upphæð 902.892 krónur. Peningarnir söfnuðust á nytjamarkaði sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar.
Lesa meira

Það er gott að búa á Akureyri

Lesa meira

„Niðurgreiðsla á innanlandsflugi mun styrkja landsbyggðina“

Niðurgreiðsla á innanlandsflugi undir heitinu Loftbrú fyrir fólk með fasta búsetu á landsbyggðinni tók gildi núna í september. Fyrirmyndin er hin svokallaða skoska leið og nemur niðurgreiðslan 40% af fargjaldinu. Skoska leiðin felur í sér heimild fyrir ríkissjóð til að niðurgreiða fargjöld íbúa og nemenda sem búa í meira en 275 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni; af tveimur flugleggjum á þessu ári en af sex flugleggjum á því næsta. Undir Loftbrú þetta falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera og alls ná afsláttarkjör til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið er að jafna aðgengi þeirra að þjónustu sem ekki er í boði í heimabyggð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi, hefur barist lengi fyrir niðurgreiðslu á innanlandsflugi en hann ræddi þetta fyrst í bæjarstjórn Akureyrar á sínum tíma. Í samtali við Vikublaðið segir Njáll Trausti að þetta sé stór áfangi. „Það er erfitt að lýsa..
Lesa meira

Hugmyndir um frumkvöðlasetur í gamla frystihúsinu á Húsavík

Fulltrúar Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ) mættu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum og kynntu hugmyndir um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hugmyndirnar miða að því að auka samstarf stofnana og fyrirtækja í héraðinu m.a. með það í huga að stækka þá klasa sem starfa við rannsóknir og þróun á starfssvæðinu og koma þeim fyrir undir sama þaki eins og greint er frá á vef ÞÞ. Þekkingarnetið vinnur nú að þessum málum með hlutaðeigandi stofnunum, þ.m.t. Náttúrustofu Norðausturlands, Rannsóknasetri Háskóla Íslands og SSNE. Og standa vonir til þess að í Þingeyjarsýslu verði hægt á næstu misserum að efla verulega starfsemi í atvinnuþróun, rannsóknum og menntunarþjónustu, íbúum og atvinnulífi til góða. Einn þáttur í þessari endurskoðun þekkingargeirans á svæðinu snýst um að stofnsetja og tryggja rekstur í aukna þjónustu við frumkvöðla og nýsköpunarverkefni um allt hérað. Á þeim grunni er einnig sérstaklega unnið að uppbyggingu öflugs frumkvöðlaseturs á Húsavík, sem mynda muni suðupott atvinnulífs og rannsókna innan um þekkingarstarfsemina. Viðræður standa yfir um nýja húsnæðiskosti til þessarar starfsemi, einkum á Húsavík og í Mývatnssveit.
Lesa meira

Meira til varnar kisunum

Lesa meira