Fréttir

Skógarböðin opnuðu í dag

Sigríður María Hammer sem ásamt eiginmanni sínum Finni Aðalbjörnssyni standa að uppbyggingu Skógarbaðanna segir að böðin hafi tekið ákveðnum breytingum frá því sem upphaflega var lagt upp með

Lesa meira

„Höfum áhyggjur af því að ferðamannastaðir hér á svæðinu dragist aftur úr“

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands gagnrýnir styrkúthlutun

Lesa meira

„Þetta er svo sannarlega íþrótt fyrir alla, á hvaða aldri sem er“

Golfvertíðin á Jaðarsvelli hófst í brakandi blíðu


Egill P. Egilsson/ egillpall@vikubladid.is

Greinin birtist fyrst í prentútgáfu Vikublaðsins sem kom út  á fimmtudag.

Á sunnudag sl. var árlegur vinnudagur hjá Golfklúbbi Akureyrar. Þá mæta á félagar í klúbbnum á Jaðarsvöll, taka til hendinni og hjálpast að við að koma vellinum í sem best stand fyrir opnun. Vikublaðið tók Steindór Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar og vallarstjóra á Jaðarsvelli tali en hann er afar spenntur fyrir sumrinu.

„Það var mjög góð mæting eða rétt rúmlega 80 manns sem komu og tóku til hendinni,“ segir Steindór og bætir við að flestir hafi gert sér glaðan dag á eftir og farið í golf. 

Völlurinn var svo opnaður almenningi á mánudag, 16. maí. Byrjunin hefði ekki getað verið betri og fjölmenntu golfþyrstir Akureyringar á Jaðarsvöll í brakandi sumarblíðu.

 Kemur vel undan vetri

Steindór segir að völlurinn komi mjög vel undan vetri enda hafi hann verið fljótt auður af snjó og apríl hafi verið hagstæður. „Hann kemur bara mjög  vel undan vetri og allir mjög ánægðir með hann,“ segir hann og bætir við að töluverð vinna sé lögð í það yfir veturinn að fyrirbyggja skemmdir.

„Fyrst og fremst fylgjumst við með flötunum og mokum af þeim snjó. Ef það er kominn klaki og útlit fyrir einhverja hlýja daga þá förum við og mokum snjónum af til að nýta hitann til að bræða klakann,“ útskýrir Steindór.

Þá segir hann að einnig hafi verið gerðir nýjir fremri teigar í vetur og drenvinna framkvæmd á brautum.

 Golf fyrir alla

Golf að Jaðri

Kylfum var sveiflað og boltar slegnir í brakandi blíðu á Jaðarsvelli á mánudag. Golfarar eru mjög spenntir fyrir sumrinu. Mynd/Víðir Egilsson.

 

Einhvern tíma hafði golfíþróttin þá ímynd að hún væri fyrst og fremst fyrir efnaða eldri borgar í köflóttum buxum. Sú ímynd er löngu dauð og grafinn enda eykst golfáhugi Íslendinga ár frá ári; og það eru öll kyn og aldurshópar sem sýkjast af golfbakteríunni. Í dag eru um 20 þúsund iðkendur skráðir í golfklúbba um allt land og að sögn Steindórs, annar eins fjöldi sem stundar íþróttina að einhverju leiti án þess að vera með félagsaðild.

„Þetta er svo sannarlega íþrótt fyrir alla, á hvaða aldri sem er. Við getum verið með fimm ára barn að spila með afa sínum á áttræðisaldri þess vegna. Þetta hentar öllum,“ segir Steindór og bætir við að um 850 meðlimir séu skráðir í Golfklúbb Akureyrar og stefnan sé að fjölga þeim upp í 1000 á allra næstu árum. „Rétt rúmlega 200 af þeim eru í barna og unglingastarfinu. Þannig að við erum með hátt hlutfall ungmenna. Það er mikilvægast af öllu að vera með gott barna og unglinga starf fyrir framtíðina.“

Lesa meira

Skortur á rafvirkjum hægir á þéttingu hleðslustöðvanets

Á mánudag sl. lauk framlengdum fresti Orkusjóðs til umsókna fyrir styrki til kaupa á, og uppsetningu hleðslustöðva fyrir samgöngur

Lesa meira

Bandaríska sendiráðið þakklátt Súlum

„Við í Bandaríska sendiráðinu erum auðmjúk yfir fórnfúsu og hetjulegu starfi sjálfboðaliða í íslensku björgunarsveitunum.“

Lesa meira

Nýir ráspallar settir upp í Sundlaug Akureyrar

Búnaðurinn verður notaður í fyrsta sinn um helgina en á laugardag fer fram Lions-mót sundfélagsins Ránar frá Dalvík og heimaliðsins Óðins og hefst mótið kl. 9

Lesa meira

Framkvæmdir á fullu hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði

Framkvæmdir við stækkun lax og bleikju landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði eru komnar á fulla ferð .  Eins og fram hefur komið er stefnt að þvi að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að stöðin skili af sér  u.þ.b  3000 tonnum á ári 

Tvöfalda á eldisrými og framleiðslu, þannig að hún verði um þrjú þúsund tonn á ári.  Byrjað er að byggja fyrstu eldiskerinn en þau  verða  fimm og  helmingi stærri en þau sem fyrir eru, sannarlega ekki nein smásmíði þar á ferð.

Lesa meira

Eldri borgarar læra tæknilæsi á Húsavík

Þekkingarnet Þingeyinga hóf kennslu í tæknilæsi fyrir 60 ára og eldri í byrjun maí

Lesa meira

Strætó hefur áætlunarakstur um Hagahverfi

Sunnudaginn 22. maí hefja Strætisvagnar Akureyrar akstur um hið nýja Hagahverfi syðst í bænum

Lesa meira

Áhyggjur í Fræðslu- og lýðheilsuráði

Vilja ekki útiloka stækkun á Síðuskóla 

Lesa meira