Iðnaðarsafninu lokað innan fárra vikna fáist ekki fjármagn
Iðnaðarsafninu á Akureyri verður lokað í síðasta lagi 1. mars næstkomandi nema til þess komi að Akureyrarbær greiði að lágmarki 7, 5 milljóna króna framlag til safnsins, sem menn þar á bæ telja sig hafa lesið út úr nýrri safnastefnu sem bærinn samþykkti síðastliðinn vetur.