MA- Kennari og nemendur saman á svellinu
Nú í haustfríinu fór Skautafélag Akureyrar (SA) til Vilnius í Litháen þar sem liðið tók þátt í Continental Cup. Tvær kynslóðir MA-inga léku með liðinu, þeir Aron Gunnar Ingason 2F, Bjarmi Kristjánsson 3Z og Ingvar Þór Jónsson kennari. Þess má geta að Ingvar Þór kennir Bjarma forritun.