Fréttir

Einkennilegt að tala ekki við okkur þessa vondu menn

„Þetta er þvættingur, ég er orðlaus yfir þessari atburðarrás. Það var vissulega ágreiningur innan flokksins en unnið að því öllum árum að leysa hann,“ segir Jón Hjaltason einn af fulltrúum Flokks fólksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri á liðnu vor.

Lesa meira

Yfirlýsing þriggja kvenna í Flokki fólksins

Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar eru starfandi í Flokki fólksins á Akureyri hafa sent frá sér yfirlýsingu i kjölfar skrifa  Guðmundar Inga Kristinssonar varaformanns flokksins  þar sem þær lýsa  upplifun sinni.  Konurnar skipuðu annað, fjórða og fimmta sæti á framboðslista flokkksins við bæjarstjórnarkosningarnar  s.l. vor,.

 

Yfirlýsing  Málfríðar, Tinnu og Hannesínu er svo hljóðandi.:

„Í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins í morgun höfum við sem erum þolendur alls þessa ofbeldis sem um er rætt, ákveðið að stíga fram og freista þess að útskýra líðan okkar og ömurlega reynslu af samskiptum við þessa ónefndu karlaforystu og aðstoðarmanna þeirra á frá því snemma í vor.

Lesa meira

Flokkur fólksins Akureyri Hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti

Vandamál er komið upp hjá Flokki fólksins  á Akureyri ef marka má færslu Guðmundar  Inga Kristinsssonar varaformanns flokksins á Facebooksíðu Guðmundar nú í morgun.

„Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins í færslu á faceboosíðu sinni og vísar til flokksins á Akureyri. Hann vill bregðast við strax og ætlar að óska eftir stjórnarfundi þar sem þessar alvarlegu ásakanir verða ræddar.

„Talað er um að sífellt og stöðugt andlegt ofbeldi, hótanir og jafnvel kynferðislegt áreiti sé það sem kvenleiðtogar Flokks fólksins hafa mátt þola,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins í færslu á facebooksíðu sinni og vísar til flokksins á Akureyri. Hann vill bregðast við strax og ætlar að óska eftir stjórnarfundi þar sem þessar alvarlegu ásakanir verða ræddar.

Lesa meira

Lögreglan leitar vitna

Lögreglan á Norðurlandi eystra- Akureyri óskar eftir vitnum eða upplýsingum vegna atviks er varð á bílastæði við Hofsbót sunnan við BSO um klukkan 15:30 í dag mánudag. Þar virðast tveir aðilar hafa átt í átökum og að veist hafi verið að þriðja aðila, sem kom þar að. Vitað er að nokkur vitni voru að atvikinu en lögregla hefur ekki náð til allra. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um málið og ekki hefur þegar verið haft samband við er bent á að hafa samband við lögregluna á Akureyri, hér með skilaboðum á Fb eða þá í gegnum 112.

Lögreglan Norðurlandi eystra.

Lesa meira

Nýr frysti- og kælibúnaður ÚA

Á heimasíðu Samherja segir fra nýjum frysti og kælibúðnaði fiskvinnslu ÚA.

Frysti- og kælibúnaður fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa hefur verið uppfærður að stórum hluta á síðustu tveimur árum. Með nýjum búnaði eykst rekstraröryggi og hagræði til mikilla muna, auk þess sem kerfin eru umhverfisvænni en þau gömlu.

Kælismiðjan Frost á Akureyri var helsti verktakinn í breytingunum en Frost er leiðandi fyrirtæki í kælitækni hér á landi. Guðmundur Hannesson framkvæmdastjóri segir að verkefnið í ÚA hafi verið nokkuð umfangsmikið og á köflum flókið.

 

Lesa meira

Besta lyfið við slit­gigt

Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. 

Lesa meira

Gaf út plötu með Háskólabandinu – nú aðgengileg á Spotify

Vísindafólkið okkar — Birgir Guðmundsson

 

 
Lesa meira

„Gróðurhús þar sem kynslóðir rækta saman andann“

Íbúafundur um samfélagsgróðurhús á Húsavík

Lesa meira

Allir fara glaðir frá borði

Áhöfnin á Húna ll býður börnum í 6. bekk í siglingu

Lesa meira

Frá Ríkislögreglustjóra vegna jarðskjálftahrinu við Grímsey

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Jarðskjálftahrina er í gangi austan við Grímsey og hafa mælst um 2600 jarðskjálftar frá því að skjálfti að stærð 4.9 reið yfir í gær 8. september. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði og var svipuð hrina í gangi á svæðinu 2018.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum, sjá hér https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/varnir-gegn-jardskjalfta/

Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir jarðskjálfta síðustu 48 klst. www.vedur.is

Lesa meira