Fréttir

Yngsta kynslóðin sýndi listir sínar í PCC Reiðhöllinni

Knaparnir ungu sýndu allar sýnar bestu hliðar á hestbaki í dag og í gær

Lesa meira

Tækifæri til að skrá sig á spjöld sögunnar

Í afmælisveislu Völsungs sl. sunnudag notaði sögunefnd Völsungs tækifærið og birti annan áfanga í sögu félagsins. Sagan er á rafrænu formi og því aðgengileg öllum að kostnaðarlausu

Lesa meira

Eyfirsk söfn hringja inn sumarið

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl 2025 n.k. en þá opna söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi.

Lesa meira

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Ég vil byrja á því að viðurkenna staðreynd sem ekki er hægt að neita:

Akureyrarbær er, þegar horft er á niðurstöðu nýs ársreiknings, í tiltölulega góðri fjárhagslegri stöðu.

Lesa meira

Þakkir - Ungir íshokkíleikmenn SA kepptu á alþjóðlegu móti í Svíþjóð

Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.

Lesa meira

Bjánarnir úti á landi

Ég hef skrifað nokkrar ádrepur undanfarin misseri um það hvernig landið heldur áfram að sporðreisast með ríkisrekinni byggðaröskun og tilefnunum fjölgar enn. Ríflega 80% landsmanna býr nú milli Hvítánna tveggja, Íslandi til mikils framtíðarskaða.

Lesa meira

Völsungur og Landsbankinn endurnýja samstarfssamning

Samningurinn mun áfram fela í sér stuðning bankans við allar deildir félagsins

Lesa meira

Rekstrarhagnaður samstæðu Norðurorku var 782 milljónir króna eftir skatta

„Á árinu 2024 var, líkt og síðustu ár þar á undan, mikið lagt í jarðhitaleit og rannsóknir með það að markmiði að mæta aukinni og hratt vaxandi þörf fyrir heitt vatn á starfssvæði Norðurorku. Á undanförnum árum hefur Norðurorka aukið umtalsvert við fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og er ekki vanþörf á. Rannsóknarholur voru boraðar á Ytri Haga á árinu og lokið við að staðsetja vinnsluholu. Boranir munu hefjast þar sumarið 2025 og stefnt að því að ný hola verði tekin í notkun 2026,“ sagði Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku í ávarpi sínu á ársfundinum.

Lesa meira

Almenningssamgangnadeild Vegagerðar skoða nýja útfærslu á upphringigjaldi

„Við erum með til skoðunar nýja úrfærslu á gjaldi fyrir upphringiferðir,“ segir Hilmar Stefánsson forstöðumaður hjá Almenningssamgangnadeild Vegagerðarinnar. Mikil óánægja varð í Hrísey með fyrirhugaða hækkun á því gjaldi nýverið en hún var umtalsverð.

Lesa meira

Verðlaun afhent á afmæli Völsungs

Íþróttafélagið Völsungur varð 98 ára laugardaginn 12. apríl. Af því tilefni ver slegið til veislu sem fram fór í Hlyn, sal eldri borgara

Lesa meira