
Akureyri - Samþykkt að afmarka lóð við Síðubraut undir smáhýsi
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur í fjarveru bæjarstjórnar samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænhól, athafnasvæði. Þar verður afmörkum 3.600 m2 lóð þar sem gert er frá fyrir að reisa allt að fimm smáhýsi fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda. Reiturinn sem um ræðir er nú opið grastún með malarbílastæði og gömlum útihúsum.