
Listaverkið við ÚA eins og nýtt:
Listaverkið "Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar", sem stendur við inngang fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa við Fiskitanga, hefur verið lýst upp.
Listaverkið "Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar", sem stendur við inngang fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa við Fiskitanga, hefur verið lýst upp.
Laugardaginn 27. september kl. 15 verða fimm sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur, Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Sigurd Ólason – DNA afa og sýndarveruleika innsetningin Femina Fabula. Á opnun verður boðið upp á listamannaspjall með Bergþóri Morthens og Barbara Long kl. 15.45 auk þess sem Kristján Ingimarsson verður með kynningu á Femina Fabula kl. 16.10.
Togari Útgerðarfélags Reykjavíkur, Guðmundur í Nesi, sem nú er í slipp á Akureyri. Slippurinn hefur í mörg ár sinnt fjölbreyttum verkefnum fyrir útgerðir víða af landinu og byggt upp góða aðstöðu og þekkingu til verksins.
Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, umsjónamaður Lystigarðsins á Akureyri, hefur unnið í garðinum í tæp 11 ár. Guðrún, sem elskar haustið, er Akureyringur vikunnar á facebooksíðu Akureyrarbæjar
Það er ekki á hverjum degi sem heimsþekktir listamenn heimsækja Akureyri. Sönghópurinn Voces8 heldur tónleika ásamt finnska konsertorganistanum Pétri Sakari og Kammerkór Norðurlands í Akureyrarkirkju mánudagskvöldið 29. september kl. 20:00.
Góður gangur er nú á framkvæmdum við nýjan gervigrasvöll á Þórsvellinum, en eftir rigningarkafla er allt farið á fljúgandi ferð á ný. Heimasíða félagsins segir svo frá.
Góð aðsókn var á viðburðinn alþjóðlegt eldhús sem haldinn var á Amtsbókasafninu á Akureyri á dögunum, en nær fjögur hundruð manns mættu og gæddu sér á mat frá um tíu löndum.
Vel var haldið utan um viðburðinn, skipulagning til fyrirmyndar og gestir afar glaðir, saddir og sáttir. Sómalía, Panama, Japan, Þýskaland, Bæjaraland, Úkraína, Lettland o.fl. buðu upp á fjölbreytilegan mat, hvort sem um var að ræða sætt eða ósætt, forrétt, aðalrétt eða eftirrétt.
Annar unglingurinn á heimilinu hefur verið í ökunámi undanfarnar vikur. Náköld krumla angistarinnar hefur gripið um hjarta mitt og herðir tökin dag frá degi. Æfingaaksturinn er framundan og kvíðinn er allsráðandi. Skyldi ég komast lífs af frá æfingaakstri með unglingi sem hvorki kann að, taka fötin sín upp af gólfinu, laga til í herberginu sínu, búa um rúmið sitt, né setja saman kurteislega orðaða setningu í samtali við móður sína. Illur grunur hefur læðst að mér undanfarnar vikur þegar vinir hafa komið í heimsókn til unglingsins og á meðan þeir dvelja inn í herbergi hans rignir til mín tölvupóstum um að barnið hafi staðist hin og þessi prófin í þessu og hinu í ökuskóla í netheimum. Ég tel rétt að ganga frá mínum málum áður en æfingaaksturinn hefst.
Húsnæðismál eldri borgara á Akureyri hafa kallað á frekari athygli og úrbætur og ekki síst eftir að upp kom mygla á Hlíð haustið 2022. Endurbætur hafa enn ekki hafist á þeim 22 hjúkrunarrýmum sem tekin voru úr notkun og ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um framtíð austurálmu Hlíðar sem er illa farin. Þetta hefur valdið fráflæðisvanda á SAk, aukið álag á stuðningsþjónustu og aðstandendur og ekki síst íbúa okkar sem svo nauðsynlega þurfa á þessari þjónustu að halda.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra. Viðskiptahugmyndin sem félagið byggir á þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er það til framdráttar að lykilteymi félagsins skipi fjölbreyttur hópur með bakgrunn, reynslu og þekkingu sem nýtist vel við framgang félagsins. Félög af landsbyggðinni eru sérstaklega hvött til að sækja um fjárfestingu.
Að greinast með heilabilunarsjúkdóm er oftast mikið áfall, ekki eingöngu fyrir þann sem greinist heldur alla sem að honum standa. Heilabilun er í raun fjölskyldusjúkdómur því hann snertir alla sem næst sjúklingnum standa og þegar á líður verður álagið oftast mjög mikið.
Sveitarstjórn Norðurþings hefur á undanförnum árum barist fyrir auknum byggðakvóta og sértækum byggðakvóta til Raufarhafnar. Bókanir þess efnis hafa reglulega verið sendar til þingmanna, ráðherra og Byggðastofnunar.
Í gær 20.september voru liðnir sjö mánuðir frá að ósk níu þingmanna um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ynni skýrslu vegna lokunnar austur- vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar var samþykkt á Alþingi.
Vegna þessara miklu tafa sem hafa orðið á afhendingu skýrslunnar og nú þegar nýtt þing er hafið þarf á nýjan leik að leggja fram beiðni um að þessi skýrsla sé unnin.
Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.
„Við erum virkilega stolt af þessu samstarfi og teljum að við höfum sýnt það í verki að vandamál þurfa ekki að vera óyfirstíganleg,“ segir Stefán Guðnason forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri, en nám í heyrnarfræði hófst í fyrrahaust í fjarnámi frá Örebro háskólanum í Svíþjóð í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Þetta var í fyrsta sinn sem námið er í boði á Íslandi. Einn nemandi hóf nám í fyrrahaust en nú ári síðar eru þeir átta. „Það er gott að fara örlítið út fyrir kassann, það getur leitt til skemmtilegra hluta.“
Á götuhorninu var verið að ræða um sjálfboðaliða, til máls tók kona sem eiginlega las okkur hinum pistilinn!
„Við höfum núna í haust verið að vinna trjáboli sem til féllu við grisjun sumarsins í Kjarnaskógi. Sumt af efninu nýtist til kurl- og eldiviðarframleiðslu en besta efnið er nýtt til framleiðslu á hvers konar borðviði,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.
„Það eru kettir hér í bænum sem þyrfti að ná inn fyrir veturinn, en ég hef ekki reynt að ná þeim enda var planið hjá mér að sinna ekki þeim skyldum sem hvíla á Akureyrarbæ. Það hefur reynst ansi erfitt því fólk er mjög oft að senda mér ábendingar um ketti í bæjarlandinu,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir hjá Kisukoti.
„Það verður óvenju mikið um októberfest-dýrðir í landshlutanum á næstu vikum og mega Norðlendingar búast við dirndlum, leðurhosum, þýskum polkum, októberfest snarli og svo auðvitað eðal bjór frá frumkvöðlum beint úr héraði,“ segir Erla Dóra Vogler úr Tríó Akureyrar, en nú á næstunni er fyrirhugað að efna til viðburða í samvinnu við þrjú handverksbrugghús á norðanverðu landinu, en þau eru Segull á Siglufirði, Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi og Mývatn öl í Þingeyjarsveit.
Stefna kynnir í dag uppfærða ásýnd og nýtt ráðgjafasvið. Með þeirri breytingu er aukin áhersla á ráðgjöf í stafrænum lausnum, byggt á yfir 20 ára reynslu í hugbúnaðargerð og ráðgjöf. Með þeirri breytingu er aukin áhersla á ráðgjöf í stafrænum lausnum, byggt á yfir 20 ára reynslu í hugbúnaðargerð og ráðgjöf.
Það var heilmikið um að vera hjá Norðurorku síðastliðinn laugardag en þá fór fram formleg opnun á hreinsistöð fráveitu auk þess sem afmælishátíð var haldin á Rangárvöllum í tilefni af 25 ára afmæli Norðurorku.
Ýmsu er ábótavant er varðar aðbúnað og starfsumhverfi starfsmanna við Dettifoss er tengist eftirliti, þrifum og umsjón með þurrsalernisaðstöðu sem tekin var í notkun sumarið 2021.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu um að jólatorg verði sett upp í miðbæ Akureyrar fyrir jólin 2025. Jafnframt samþykkti bæjarráðs að veita aukið svigrúm í áætlun ársins til að mæta kostnaði vegna verkefnisins og fól sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka upp á 3,3 milljónir króna.
Stjórn Landsambands eldri borgara skorar á stjórnvöld að gleyma ekki þeim stóra hópi eldri borgara sem hefur lágar tekjur og þungar byrðar t.d. af sínu húsnæði, sérstaklega þau sem eru í leiguhúsnæði.
Stjórn Landsambands eldri borgara skorar á stjórnvöld að gleyma ekki þeim stóra hópi eldri borgara sem hefur lágar tekjur og þungar byrðar t.d. af sínu húsnæði, sérstaklega þau sem eru í leiguhúsnæði.
Nýja DNG R1 Færavindan frá Slippnum DNG vakti mikla athygli á nýafstaðinni sjávarútvegssýnginu, Iceland Fishing Expo 2025 sem fram fór í Laugardalshöll um liðna helgi. Aðsókn á sýningarbás Slippsins DNG fór fram út björtustu vonum.
Keppnislið Íslands á Euroskills í Herning í Danmörku í síðustu viku stóð sig mjög vel. Einn keppandi, Gunnar Guðmundson, vann til bronsverðlauna í sínum flokki – í iðnaðarrafmagni - og tveir keppendur unnu til sérstakrar viðurkenningar, „Medal of excellence“, fyrir framúrskarandi árangur, Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, sem keppti í húsarafmagni. Eins og komið hefur fram var Daniel nemandi í VMA í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun. Hinn fulltrúi VMA í Herning var Einar Örn Ásgeirsson, sem keppti í rafeindavirkjun og stóð hann sig líka frábærlega vel, var hársbreidd frá því að ná „Medal of excellence“.