Fréttir

Vill efna til íbúakosningar um vindmyllugarð á Hólaheiði

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir í samtali við Vikublaðið að hún vilji kanna betur vilja íbúa sveitarfélagsins til vindorkuvers á Hólaheiði sem Qair Iceland ehf. hyggst reisa; áður en aðalskipulagi verði breytt. Hún lagði fram tillögu á fundi byggðarráðs um að breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuversins verði frestað þar til umhverfismati er lokið.
Lesa meira

Spennandi nýtt Vikublað er komið út

Vikublaðið er komið út. Að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Listasumar á Akureyri er í fullum gangi

Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
Lesa meira

Áform um uppbyggingu þekkingarþorps á Háskólasvæðinu

Stjórn Þekkingarvarða ehf. hefur kynnt áform um uppbyggingu þekkingarþorps á svæði við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða lóð sem á deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði til framtíðaruppbyggingar. Þekkingarvörður hafa sótt um lóðina til Skipulagsráðs Akureyrarbæjar.
Lesa meira

Leikskólinn Klappir tekinn í notkun í haust

Í desember 2018 var tekin ákvörðun um að fara í byggingu á leikskóla (Klappir) við Glerárskóla. Miðað var við 145 barna leikskóla og að tekin yrðu inn börn frá eins árs aldri. Heildarstærð skólans er um 1450m² og skiptist húsið í tvær hæðir og eru þar 7 eins deildir með sameiginlegu miðjurými í gegnum allan skólann.
Lesa meira

Sumaropnun í Hlíðarfjalli hefst á morgun

Tilvalið er fyrir útivistarfólk að taka sér far upp að Strýtuskála með stólalyftunni Fjarkanum en þaðan er merkt gönguleið upp á brún Hlíðarfjalls. Hjólreiðafólk getur haft hjólin með sér í stólalyftuna en fjölmargar skemmtilegar hjóla- og gönguleiðir er að finna á svæðinu
Lesa meira

Hjóla 50 km til að styðja við uppbyggingu á tartan hlaupabraut

Ungmennafélag Langnesinga stefnir nú í stórhuga framkvæmdir á íþróttasvæðinu á Þórshöfn í samstarfi við sveitarfélagið Langanesbyggð. Á staðnum er virkt íþróttastarf en góða frjálsíþróttaaðstöðu hafa mörg börn og ungmenni sótt lengra til.
Lesa meira

Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands

Norðurþingi barst nýverið erindi frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem leitað er eftir því að fá uppfærðan lista yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefnin inn á áfangastaðaáætlun. Óskað er eftir tilnefningu á fimm verkefnum sem sveitarfélagið metur sem mikilvæg fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.
Lesa meira

Reikna með að kennsla hefjist á réttum tíma í Lundaskóla

Miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæði Lundarskóla síðustu mánuði og eru framkvæmdir við A-álmu skólans komnar langt á veg en unnið er við lokafrágang þessa dagana.
Lesa meira

„Stór dagur fyrir Nökkva"

Nýtt og glæsilegt aðstöðuhús hefur verið afhent Siglingaklúbbnum Nökkva og er framkvæmdum þar með að mestu lokið og húsið tilbúið til notkunar, þótt einhver smávægilegur frágangur sé eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.
Lesa meira