Fréttir

„Forréttindi að koma hingað til lands“

Náttfari, einn af eikarbátum Norðursiglingar sigldi úr Húsavíkurhöfn einu sinni sem oftar í fallegu veðri fyrir skemmstu áður en fjórða Covid bylgjan skall á. Þeir 13 farþegar sem voru um borð duttu heldur betur í lukkubátinn enda skartaði Skjálfandinn sínu fegursta. Með í för voru einnig tveir aðilar frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og tveggja manna áhöfn.
Lesa meira

Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska samþykktur

Lesa meira

Nýr götusópur til Akureyrar sem vinnur gegn svifryksmengun

Lesa meira

Ætlar í umfangsmikla lyfjaframleiðslu á Akureyri og ráða 100 manns í vinnu

Lesa meira

Lundinn kominn til Grímseyjar

Lesa meira

Fylgdu draumnum þínum, þú munt ekki sjá eftir því!

Lesa meira

Náttúran er auðlindin sem allt byggist á

Vikublaðið ræddi við Hörð Sigurbjarnason fyrir skemmstu þar sem komið var inn á framtíð ferðaþjónustu á svæðinu en hann er einn af stofnendum Norðursiglingar á Húsavík.
Lesa meira

Tvímynntur

Lesa meira

Kjúklingaréttur sem grætir fólk

„Ég vil byrja á því að þakka Brynjari Davíðssyni kærlega fyrir að skora á mig í matarhornið. Þar er á ferðinni vandaður og góður maður. Þó skapstyggur og saðsamur sé þá veit hann ávallt hvar svangur maður situr,“ segir Andrés Vilhjálmsson sem sér um matarhornið þessa vikuna. „Burtséð frá því að vera söngvari stórhljómsveitarinnar Pálmar, eins og Brynjar kom glettilega inn á, þá starfa ég sem markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. Ég er þriggja barna faðir, í sambúð með Helgu Sif Eiðsdóttur og hef mikinn áhuga á matargerð. Í starfi mínu fæst ég við mat allan daginn og hef gaman að skoða uppskriftir. Við tengjum páskana að sjálfsögðu við lambakjöt og því er ein uppskrift í þeim dúr.
Lesa meira

Bólusetningarnar verið afar krefjandi en lærdómsríkt ferli

Inga Berglind Birgisdóttir er yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN sem hefur séð um bólusetningar á Norðurlandi. Nóg hefur verið að gera hjá Ingu undanfarið og í mörg horn að líta enda eru bólusetningarnar afar vandasamt og krefjandi verkefni. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Ingu Berglindar. „Bólusetningarnar hérna fyrir norðan hafa heilt yfir gengið mjög vel og ég er afar þakklát fyrir hvað það er frábært fólk sem hefur komið að þessu stóra verkefni. Helst ber að nefna mjög gott samstarf allra viðbragðsaðila hér á Akureyri og þá helst Slökkviliðið og lögreglu, einnig Rauða Krossinn, Landsbjörgu og Sjúkrahúsið. Síðast en alls ekki síst allt starfsfólkið á HSN sem hefur staðið sig afar vel í þessu stóra verkefni,“ segir Inga Berglind. Hún segir að almennt sé fólk jákvætt fyrir því að fá bóluefni. „Flestir eru mjög fegnir að loks sé komið að því að bólusetja landann. Margir hafa verið í erfiðri stöðu um langa hríð og því er það mikið gleðiefni fyrir fólk að fá bólusetningu. Það er mín upplifun að fólki finnst þetta ganga of hægt og flestir eru tilbúnir að rétta fram handlegginn og þiggja bóluefni.“ Hún segir þetta umfangsmesta verkefnið sem hún hafi tekist á við í sínu starfi. „Tvímælalaust. Eins og bara faraldurinn allur. Við rétt blikkum augunum og þá eru áherslurnar í dag orðnar allt aðrar en í gær en með einhverjum ótrúlegum hætti náum við þó alltaf að rétta úr okkur og halda áfram. Vinnudagarnir hafa verið bæði langir og strangir og stundum erfitt að slíta sig frá vinnu eftir að heim er komið. En þrátt fyrir það hafa þeir líka verið lærdómsríkir og skemmtilegir.“ Inga segir að enginn dagur sé eins í vinnunni.
Lesa meira