Gluggasýningin Jólaævintýrið í Hafnarstræti 88
Jólaævintýrið er heiti á gluggasýningu sem stendur yfir í Hafnarstræti 88 þar sem Brynja Harðardóttir Tveiten myndlistarkona starfrækir vinnustofu sína. Þetta er sjötta gluggasýning ársins á vinnustofu Brynju sem einkennist að þessu sinni af umvefjandi jólatöfrum og nostalgíu þar sem jólaskraut sem man tímanna tvenna leikur aðalhlutverk. Sýningin var opnuð fyrsta sunnudag í aðventu og stendur út jólahátíðina. Hún hentar hvort heldur sem er ungum eða öldnum jólabörnum og er aðgengileg öllum stundum þar sem hennar er notið utan frá séð.