Á jarðýtunni á móti straumnum
Margrét Dana Þórsdóttir setur það síður en svo fyrir sig að sigla á móti straumnum. Hún leggur stund á nám í vélstjórn í VMA, námsbraut þar sem karlar hafa í gegnum tíðina verið í miklum meirihluta. Og svo er enn, segir í spjalli við Margréti Dönu á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem finna má viðtal við hana