Fréttir

Nóg um að vera á Míni Einni með öllu á Akureyri

Þrátt fyrir að stórviðburðum á fjölskylduhátíðinni Ein með Öllu hafi verið aflýst þá munu margir skemmtilegir minni viðburðir vera á Akureyri um Verslunarmannahelgina og rúmast þeir innan þeirra sóttvarnarreglna sem nú eru í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinum Akureyrar.
Lesa meira

Bólusetningar hjá barnshafandi konum á Norðurlandi

Barnshafandi konum á Norðurlandi býðst að koma í fyrri bólusetningu með Pfizer bóluefni í þessari eða næstu viku. Mælt er með að bólusetning fari fram eftir að fyrstu 12 vikum meðgöngu er lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN
Lesa meira

Meðalhitinn 15 stig á Akureyri í júlímánuði

Meðalhiti á Akureyri fyrstu 25 daga júlímánaðar er 15,0 stig og sömuleiðis 15,0 stig síðustu 30 daga. Hæsta júlítala á Akureyri hingað til er 13,3 stig, frá hinu sérlega óvenjulega sumri 1933.
Lesa meira

Hertar sóttvarnaráðstafanir á tjaldsvæðum

Hertar samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sem tóku gildi um helgina hafa mikil áhrif á starfsemi tjaldsvæða bæjarins og getu þeirra til að taka á móti gestum.
Lesa meira

Vonum enn að ekki fari allt á versta veg

-Segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyfjarðar
Lesa meira

Kona á níræðisaldri beitir sér fyrir byggingu blokkar fyrir eldri borgara

„Ég trúi því aldrei að Akureyrarbær hafni 80 öldruðum einstaklingum um lóð“ - segir Ásdís Árnadóttir
Lesa meira

Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á kvöldskóla í húsasmíði næsta vetur: Öll plássin fylltust á augabragði

„Mikil ásælni í verk- og iðnnám af öllu tagi er ekki ný af nálinni fyrir okkur,“ segir Baldvin Ringsted sviðsstjóri verk – og fjarnáms hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nú verður í fyrsta sinn boðið upp á kvöldskóla í húsasmíði og skemmst frá því að segja að færri komust að en vildu. Laus pláss voru 12 talsins er 44 sóttu um. „Það er mikill áhugi fyrir þessu námi úti í samfélaginu, en það fá því miður ekki allir inn sem vilja.“
Lesa meira

Hátæknifiskvinnsluhús Samherja á Dalvík: Hafa aldrei framleitt úr meira hráefni

Metframleiðsla upp á 16.500 tonn. Sumarleyfi taka við. Kórónuveira setti mark sitt á markaðinn en þó tókst að selja allar afurðir.
Lesa meira

Ein með litlu sem engu í ár

Í ljósi nýjustu frétta af útbreiðslu Covid-19 faraldursins á Íslandi og þeirra ráðstafana sem ríkisstjórnin hyggst grípa til hefur fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu" á Akureyri verið aflýst en fáeinir smærri viðburðir verða leyfðir með fjöldatakmörkunum og stífum sóttvarnareglum. Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram enda brjóti það ekki í bága við þær fjöldatakmarkanir eða nándarreglur sem ríkisstjórnin hefur sett en ýmsir smærri hliðarviðburðir sem voru á dagskrá falla niður.
Lesa meira

Sumarfrí

Í dag er fyrsti dagur í sumarfríi. Sumarfrí, þetta orð er eins og tónlist í eyrum mínum.
Lesa meira