Fréttir

Súlur Björgunarsveit býður á opið hús í tilefni af 25 ára afmæli

Súlur Björgunarsveit á Akureyri fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu hausti. Sveitin varð til með sameiningu þriggja björgunarsveita; Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunarsveit SVFÍ. Stofndagur var 30. október árið 1999 „Þetta varð mikið gæfuspor og til varð ein öflugasta björgunarsveit landsins sem á sér sterkt bakland meðal íbúa og fyrirtækja á Akureyri,“ segir Halldór Halldórsson formaður Súlna.

Lesa meira

MA-Dagný Reykjalín gefur skólanum mynd af Gamla skóla

Í október sl. fagnaði Gamli skóli 120 ára afmæli, en hann var reistur að sumri 1904.

 

Lesa meira

VMA-Plast er ekki bara plast

Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.

 

Lesa meira

Akureyri-Verkefnastjórar sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna

Í öllum grunnskólum á Akureyri starfa verkefnastjórar sem sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Tilraunaverkefnið hófst árið 2020 í Brekkuskóla og Oddeyrarskóla og haustið 2021 byrjaði Síðuskóli með sitt tilraunaverkefni, þar sem Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir var ráðin í stöðu ÍSAT kennara og utanumhald allra fjöltyngda nemenda. Haustið 2022 voru svo verkefnastjórar ráðnir í öll skólahverfi og á sama tíma var aukið í stuðning við fjöltyngda nemendur í grunnskólum bæjarins.

 

 
Lesa meira

Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024.

Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði  eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.

Lesa meira

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Okkur berst til eyrna að loka eigi annarri af tveimur eftirstandandi flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Veruleg skerðing, með öðrum orðum, á bæði flugöryggi og nýtingarmöguleikum flugvallarins. Á sama tíma heyrum við að vel gæti þurft að loka hinni brautinni - í lengri eða skemmri tíma - meðan unnið er að uppbyggingu nýrrar brúar yfir Fossvoginn. Af hverju er það svo, að við þurfum trekk í trekk að minna á þá staðreynd að flugsamgöngur til og frá höfuðborgarinnar eru hryggjarstykkið í byggðaþróun og byggðastefnu landsins?

Lesa meira

Lokanir á flugbrautum hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur tuga sjúklinga ár hvert

Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta.

Lesa meira

Einn af hverjum tíu í hættu að þróa með sér kulnun í foreldrahlutverki

Eitt af hverjum tíu foreldrum sem tóku þátt í rannsókn Helgu Sifjar Pétursdóttir iðjuþjálfa eiga á hættu að þróa með sér eða vera að glíma við kulnun í foreldrahlutverki. Hægt er að vinna sig út úr því ástandi en það er engin ein leið sem hentar öllum þar sem aðstæður eru ólíkar milli fjölskyldna.

Lesa meira

Snjómokstur í fullum gangi

Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.

Lesa meira

Leigusamningi Norðurhjálpar sagt upp Hafa deilt út 26 milljónum til fólks sem þarf aðstoð

„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra kvenna sem standa að Norðurhjálp, nytjamarkaði sem hefur verið til húsa við Dalsbraut á Akureyri. Ljóst er að rýma þarf markaðinn fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi en leigusamningi Norðurhjálpar hefur verið sagt upp.  Öll innkoma af markaðnum, ef frá er talin leiga fyrir húsnæði,  hefur farið í að rétta þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu aðstoð. Á liðnu ári veitti Norðurhjálp alls 26 milljónir króna til fólks á Norðurlandi.

Lesa meira