
Lokaorðið - Fordómar
Fordómar eru stórt orð. Öll erum við haldin þeim að einhverju leyti þó fæst viljum við viðurkenna það. Ég hef reynt að uppræta mína og að einhverju leyti hefur mér tekist það en það er langt í land. Leið mín til upprætingar er að reyna að kynna mér málin betur.