Kjarakönnun Einingar-Iðju Meðallaun hæst á Dalvík en dagvinnulaunin á Akureyri
Heildarlaun félagsmanna í Einingu-Iðju er 616 þúsund krónur og hafa hækkað á milli ára úr 576 þúsund krónum. Þetta kemur fram í kjarakönnun félagsins sem gerð var seint á síðastliðnu ári. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að þær launahækkanir sem um var samið á liðnu ári hafi skilað sér til félagsmanna.