Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn
Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 27. apríl og eru Akureyringar hvattir til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 27. apríl og eru Akureyringar hvattir til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi.
Laugardaginn 26. apríl kl. 14 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson málverkasýninguna HORFÐU TIL HIMINS í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 4 í Reykjavík.
Myndband bresku hljómsveitarinnar Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025 var frumsýnt í Eurovision safninu á Húsavík í dag á sumardeginum fyrsta að viðstöddu fjölmenni.
Flutt verða átta glæný lög eftir ungmenni á aldrinum 10-16 ára á tónleikum UPPTAKTSINS á sunnudaginn þann 27. apríl kl. 17 í Hofi.
Karlalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn i þegar liðið lagði lið Þróttar frá Reykjavík í þremur hrinu gegn einni og sigruðu þar með í úrslitaeivíginu þrjú núll í leikjum talið.
Á aðalfundi félagsins sem fram fór í gærkvöldi kom fram að 1.430 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Hreinar fjárfestingatekjur voru 1.727 milljónir króna og hækkuðu um 670 milljónir króna á milli ára. Eigið fé var tæpir 11 milljarðar og heildareignir námu tæplega 11,2 milljarði króna. Eiginfjárhlutfall var rúmlega 98%.
Akureyrarklíníkin er samstarfsverkefni HSN og SAk og rekur þverfaglega göngudeildarþjónustu fyrir sjúklinga með ME, long-covid og síþreytu, hver sem orsökin kann að vera. Deildin vinnur samkvæmt. tilvísunum frá heilsugæslunni. Helstu verkefni eru mat, ráðgjöf og meðferðarráðleggingar. Við deildina starfa félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur og læknar.
Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið lagði nágrannakonur sínar úr Völsungi 3-1 í hrinum og sigruðu í einvíginu 3 - 0 í leikjum talið.
Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl. Dalvíkurbyggð hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Á dögunum var formlega gengið frá samningi við Rauða krossinn.
Bæjarráð Akureyrar telur afar brýnt að tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri nái fram að ganga.