Framleiða snjó af fullum krafti í Hlíðarfjalli
Fyrsta brekkan í Hlíðarfjalli hefur verið opnuð en sú er eingöngu fyrir skíðaæfingar alpagreina. Þá hefur gönguskíðasvæðið einnig verið opnaða og segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli að skíðafólk sé aðeins farið að koma í fjallið.