Fréttir

Engin umræða um Wathnehús

Bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki tekið neina umræðu um framtíð Wathnehússins sem stendur við Iðnaðarsafnið á Akureyri við Krókeyri
Lesa meira

Tillögurnar fjórar um viðbyggingu og endurbætur á Ráðhúsi Akureyrar

Hönnunarsamkeppni, að undangengnu forvali, um viðbyggingu við Ráðhús Akureyrarbæjar og endurbætur á núverandi húsnæði og lóð var haldin vorið 2021. Samkeppnin var auglýst í byrjun árs 2021, skil á tillögum var til 24. júní 2021. Niðurstaða dómnefndar var kynnt 13. júlí 2021.
Lesa meira

„Eins og rósirnar séu farnar að springa út“

Ferðamannastraumurinn er smám saman að aukast á Húsavík og aukinnar bjartsýni gætir í ferðaþjónustunni. Þetta á ekki síst við um hvalaskoðunarfyrirtækin í bænum. Vikublaðið ræddi við Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóra Gientle Giants hvalaferða(GG). Hann fagnar sérstaklega komu skemmtiferðaskipa til Húsavíkur en fyrsta skipið sigldi inn í Húsavíkurhöfn á dögunum. Heimsfaraldurinn hefur sett sitt mark á rekstur GG en Stefán lítur björtum augum á sumarið. „Við vorum búin að fresta vertíðarbyrjun nokkrum sinnum frá 1. mars vegna ástandsins og óvissunar. Við fórum nokkrar sérferðir síðari hluta maí og svo ákváðum við að starta fyrir alvöru með góðum fyrirvara 1. júní,“ útskýrir Stefán og bætir við að ferðamannastraumurinn sé hægt og bítadi að aukast. „Það svo sem er bara búinn að vera merkilega góður stígandi í þessu, hægt og bítandi.“
Lesa meira

Skapandi krakkar á Norðurlandi

Undanfarna daga hafa listamennirnir Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir flakkað um með listasmiðjur í gerð handbrúða. Viðtökur hafa verið frábærar og krakkarnir verið skapandi og hugmyndarík eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Wathnehúsið bíður þess að óbreyttu að grotna niður

„Það yrði til mikilla bóta ef við gætum komið húsinu niður á grunn. Í framhaldinu mætti vinna að endurbótum á því í rólegheitum og eftir því sem fjárráð leyfa,“ segir Þorsteinn E. Arnórsson safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Wathnehúsið svonefnda hefur staðið við Iðnaðarsafnið í nær tvo áratugi án sökkuls, hita og rafmagns. Þess bíður að óbreyttu ekki annað en grotna niður.
Lesa meira

Viðtal: Óvissa um þjónustuna hefur aukist og starfsöryggi minnkað

„Helstu áhyggjur mínar eru þær að sú alúð og nærvera sem einkennt hefur allt starf Öldrunarheimila Akureyrar, sé í óvissu af því nú eru það ekki bæjarfulltrúar eða slíkir hagaðilar í heimabyggð sem taka þátt í ákvarðanatöku í framtíðinni. Það hefur mögulega orðið ákveðið rof þarna á milli,“ segir Halldór S. Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, ÖA. Halldóri var ásamt fjölda annarra starfsmanna sagt upp störfum á dögunum. Heilsuvernd hjúkrunarheimili tóku við rekstri heimilanna með samningi við Sjúkratryggingar Íslands í vor. Halldór og aðrir stjórnendur innan ÖA sem sagt var upp á dögunum hittast reglulega og taka gott spjall. „Við erum að þessu sjálfra okkar vegna. Við og aðrir stjórnendur hjá ÖA höfum unnið náið saman í langan tíma og viljum bara gæta hvors annars og styðja og fylgjast að um stund. Þessi morgunhittingur er einn hluti þess og gerir gott þó ekki sé annað en hittast og spjalla,“ segir hann um samverustundirnar.
Lesa meira

Veita ekki frekari upplýsingar að svo stöddu vegna slyssins í hoppukastalanum

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að rannsókn á slysi sem varð í hoppukastala við Skautahöllina á Akureyri þann 1. júlí sé í fullum gangi og að málið sé yfirgripsmikið
Lesa meira

Fyrsta skóflustungan tekin að Garðinum hans Gústa

Í hádeginu var fyrsta skóflustungan að Garðinum hans Gústa tekin að viðstöddu fjölmenni. Það voru dætur Ágústs heitins og Guðrúnar Gísladóttur, þær Ásgerður Jana og Berglind Eva Ágústsdætur sem munduðu skófluna í sameiningu. Meðal viðstaddra voru meðal annars fjölskylda og vinir Ágústs og bæjarstjórinn á Akureyri.
Lesa meira

Sjö hafa sótt um embætti for­stjóra Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri

Sjö hafa sótt um embætti for­stjóra Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri. Um er að ræða stöðu til fimm ára frá 1. sept­em­ber.
Lesa meira

Yrki arkitektar hanna nýtt Ráðhús á Akureyri

Dómnefnd í hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og endurbætur á Ráðhúsi Akureyrar hefur ákveðið að veita Yrki arkitektum 1. verðlaun fyrir tillögu sína og hefur hún því verið valin til frekari hönnunar og útfærslu.
Lesa meira