Fréttir

Maríuerla er Fugl ársins 2022

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð

Lesa meira

Vilja byggja hærra á Sjallareit

Skipulagsráð Akureyrar tók fyrir á fundi sínum í gær (14 sept.)  erindi dagsett 24. ágúst 2022 þar sem Davíð Torfi Ólafsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir fyrir hönd Norðureigna sækja um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 7 við Glerárgötu.

Lesa meira

Frábær árangur Alex

Alex Cambray Orrason keppti fyrir hönd Íslands  á kraftlyftingamóti í Frakklandi um s.l. helgi  á Vestur Evrópuleikunum með góðum árangri.

 Alex lyftir í búnaðarlyftingum og gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í  sínum þyngdarflokki og einnig opnum flokki

 Árangur hans var sem hér segir.

 Hnébeygja: 347.5kg sem er Íslands og Vestur Evrópumet.

Bekkpressa: 212.5kg.

Réttstöðulyftu: 277.5kg.

Þetta skilaði Alex  837.5kg í samanlagðri þyngd en  það er bæting hjá kappanum um 40kg.

 Óhætt að segja að þessi árangur sé stórglæsilegur hjá Alex

Lesa meira

Frá bæjarráði Akureyrar-Rekstrarhalli Akureyrarbæjar á fyrri helmingi ársins 1,1 milljarður

Árshlutareikningur fyrir Akureyrarbæ vegna fyrri hluta ársins var lagður fram í bæjarráði í morgun.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs ( samstæða bæjarins) var neikvæð um 1.139 milljónir króna, sem er álíka niðurstaða og gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.

Lesa meira

Orgelhátíð í Akureyrarkirkju Einstakur tónleikaviðburður!

Hans-Ola Ericsson spilar alla Orgelbüchlein eftir J.S. Bach
Svíann Hans-Ola Ericsson þarf varla að kynna fyrir orgeláhugafólki, en hann er einn virtasti orgelleikari samtímans. Hann mun spila alla Orgelbüchlein eftir J.S. Bach á tónleikum í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. september kl. 20
Lesa meira

Dýrasnyrtistofa opnuð á Dalvík

Opið hús var á dýrasnyrtistofunni DÝR & DEKUR síðastliðinn laugardag en stofan hefur verið starfrækt á Dalvík síðan í byrjun árs

Lesa meira

Samþætting skóla- og frístundastarfs að hefjast í Norðurþingi

Samþættingin felur í sér að íþróttaæfingar barna á þessum aldri verði hluti af starfsemi annars vegar leikskóla og hins vegar Frístundar

Lesa meira

Bókunarkerfið fyrir næsta sumar frosið

Nýtt útboð vegna reksturs Grímseyjarferjunnar Sæfara er í smíðum

Lesa meira

Breytingar á póstþjónustu á Kópaskeri-Frétttatilkynning

Póstþjónusta á Íslandi hefur á síðustu árum tekið stórfelldum breytingum. Fjöldi bréfasendinga hefur dregist saman um 74% frá árinu 2010 en á sama tíma hafa pakkasendingar margfaldast. Pósturinn leggur áherslu á að aðlagast hratt og örugglega og kappkostar að þróa þjónustu sína í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda.

 

Um miðjan janúar 2023 hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu á Kópaskeri. Þar stendur til að loka pósthúsinu en leggja þess í stað meiri þunga á aðrar þjónustulausnir. Pósturinn vill upplýsa viðskiptavini sína um þessar fyrirhuguðu breytingar tímanlega. Dreifibréf með öllum nánari upplýsingum um breytingarnar verður dreift til íbúa þegar nær dregur.

Lesa meira

„Maður veit hvað tónlist gefur fólki mikið“

Tónlistarnám fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir á Húsavík

Lesa meira