Atvinnulífið kallaði eftir fjölbreyttara tækninámi
„Ég á fastlega von á að það verði góð viðbrögð og marga fýsi að stunda þetta nám,“ segir Ólafur Jónsson verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri en frá og með næsta hausti, 2023 munu Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á nám í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi. Námið er fullgilt tæknifræðinám við Háskólann í Reykjavík og tekur það mið af þörfum atvinnulífsins á Norðurlandi. Það gerir fólki á svæðinu kleift að stunda námið í heimabyggð.