Fréttir

Vestnorden ferðakaupstefnunni lýkur í dag

Vestnorden ferðakaupstefnan stendur nú sem hæst í Íþróttahöllinni og í Hofi. Ráðstefnan sem stendur yfir i tvo daga var sett i gærmorgun. Vestnorden sækja fast að 500 manns sem kynna sér m.a hvað rösklega 30 ferðaþjónustu fyrirtæki á Norðurlandi hafa upp á að bjóða.

Lesa meira

Grímsey - Sæfari fer í slipp í október

Ferjan Sæfari fer í slipp að morgni 6. október, og er gert ráð fyrir að slipptíminn standi út mánuðinn.

Lesa meira

Bjarg - opnað verður fyrir umsóknir í október

Eins og áður hefur komið fram á síðunni þá er Bjarg íbúðafélag að byggja 16 leiguíbúðir við Langamóa 1-3 í Móahverfi á Akureyri.

Lesa meira

Ef góður tími er settur í undirbúningsvinnuna gæti uppskeran orðið góð

Hættu þessu bulli, þú veist að þetta er rétt hjá mér. Þetta er svona og hættu nú!
Hvernig myndi þér líða ef vinnufélagi eða maki talaði við þig á þennan hátt? Hvaða tilfinningum myndir þú finna fyrir? Kannski reiði, depurð, særindum, brostnum vonum, ef til vill skömm. En hvernig heldur þú að barninu þínu liði ef þú talar við það á þennan hátt?

Lesa meira

Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring

Á morgun, miðvikudag, verður Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring í LYST í Lystigarðinum.

Viðburðurinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára sem hefur áhuga á ritlist og sköpun. Aðgangur er ókeypis og kvöldið býður upp á einstakt tækifæri til að kynnast öðrum unghöfundum, læra eitthvað nýtt og jafnvel lesa upp eigin verk.

Lesa meira

„Spennandi að sjá nýsköpunar- og þróunarvinnu verða að veruleika“

Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, samhliða stöðugri þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði vél- og rafeindabúnaðar.

Atli Dagsson tæknistjóri landvinnslu Samherja segir að innan félagsins sé rík áhersla lögð á að þróa og endurbæta búnað, enda markmiðið að vera leiðandi í framleiðslu hágæðaafurða á heimsvísu. Hann segir að mikil og dýrmæt þekking á þessu sviði hafi verið byggð upp hjá Samherja, sem hafi skapað möguleika á að hanna og framleiða sértækar tæknilausnir, oft á tíðum í samvinnu við tækni- og iðnfyrirtæki.

Lesa meira

Firmakeppni GOKART Akureyri – spennandi keppni og glæsilegur sigur hjá Kristofer

Laugardaginn síðasta fór fram Firmakeppni GOKART Akureyri við Hlíðafjallsveg, þar sem Gunnar Hákonarson, gamalreynda aksturskempan og annar eigandi svæðisins, stóð fyrir glæsilegri keppni sem bar keim af fagmennsku og metnaði.

Lesa meira

Kristján Ingimarsson heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á morgun þriðjudag undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula.

Þriðjudaginn 30. september kl. 16.15 heldur Kristján Ingimarsson fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula.

Lesa meira

Fremri-Hlífá á Glerárdal brúuð

Félagar úr Gönguleiðanefnd Ferðafélags Akureyrar tóku sig til nýverið og settu um 3,5 metra langa brú á Fremri Hlífá. . Þessi brú nýtist göngufólki á Glerárstífluhringnum og á Lambagötunni á Glerárdal.

Lesa meira

Ráðstefnan Löggæsla og samfélagið í áttunda sinn – í ár með áherslu á spennulækkun

Dagana 1. og 2. október næstkomandi fer ráðstefnan Löggæsla og samfélagið fram við Háskólann á Akureyri. Það er Rannsóknarsetur í lögreglufræði við HA sem stendur að
ráðstefnunni. Löggæsla og samfélagið er vttvangur þar sem fag- og fræðafólk reifar málefni sem tengjast löggæslu með einum eða öðrum hæti.

Lesa meira

Samningur um rekstrarstyrk

Akureyrarbær og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, hafa gert með sér samning um rekstrarstyrk til ársins 2027.

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrar tekur þátt í drónaverkefni lögreglunnar

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að taka þátt í stofnkostnaði við dróna verkefni Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Lesa meira

Tíma­mót í sjálfs­vígs­for­vörnum

Gulur september er helgaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, samvinnuverkefni fjölmargra stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að forvörnum. Ástæðan er einfaldlega sú að málefnið snertir okkur öll sem samfélag. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana (s.s. lyfja- eða fíkniefnaofskammta) eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á aðstandendur, fjölskyldur og samfélagið í heild. Reynsla og rannsóknir sýna að hver einstaklingur sem sviptir sig lífi skilur eftir sig stóran hóp syrgjenda og ástvina.

Lesa meira

Hjálp48 þjónusta Sorgarmiðstöðvar með þjónustusvæði á Akureyri og nágrenni

Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri fór fram í Glerárkirkju nýverið. Þeir sem stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri Lífsbrúar – miðstöð sjálfsvígsforvarna, Álfheiður Svana Kristjánsdóttir, Neyðarvarnarfulltrúi Rauða Krossinum, Anna Guðný Hermannsdóttir verkefnastjóri Hjálp48 og Andrea Walraven-Thissen sérfræðingur í stuðningi í kjölfar sjálfsvígs. Hjálp48 teymið er skipað sex manns auk þriggja varamanna, sem öll hafa víðtæka reynslu, bakgrunn og þekkingu til þess að veita þjónustuna og styðja við syrgjendur.

Lesa meira

„Ómetanlegt að sjá gleðina og þakklætið sem gestirnir sýna“

Húsavíkurfestival Norðurþings 2025

Lesa meira

Skál! ný plata Hvanndalsbræðra komin út

Ný hljómplata Hvanndalsbræðra sem ber nafið Skál! lenti á helstu streymisveitum i dag 26 september.

Lesa meira

Vel heppnuð sumaropnun í Hlíðarfjalli

Áttunda árið með sumaropnun í Hlíðarfjalli hefur gengið afar vel. Gestir hafa getað nýtt sér Fjarkann, neðri stólalyftuna, til að komast upp fjallið og njóta þess að hjóla eða ganga um svæðið. 

Lesa meira

Nýtt hring­torg við Akur­eyri - Áskorun að sinna framkvæmdum í nánd við mikla umferð

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni sem leið á um svæðið á mótum Hringvegar og Lónsvegar við bæjarmörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. framkvæmdir að þar eru í gangi miklar framkvæmdir við gerð  hringtorgs. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna eftirfrandi frásögn:

Lesa meira

Stjórnin með tónleika í Hofi um aðra helgi

„Það verður heilmikið stuð á tónleikunum. Sigga hefur lofað því að láta gamminn geysa og hún gengur ekki á bak orða sinna,“ segir Grétar Örvarsson en hljómsveitin Stjórnin verður á ferðinni í Hofi á Akureyri um aðra helgi, laugardagskvöldið 4. október kl. 21. „Við byrjum ekki fyrr en klukkan níu til að gefa fólki kost á að gera meira úr kvöldinu með því að fara út að borða kjósi það að hafa þann háttinn á.“

Lesa meira

Orkusalan kaupir söluhluta Fallorku

Orkusalan hefur samið um kaup á söluhluta Fallorku, dótturfélagi Norðurorku sem er í 98% eigu Akureyrabæjar. Tvö bindandi tilboð bárust í sölusvið Fallorku og var ákveðið að ganga til samninga við Orkusöluna.

Lesa meira

Hjúkrunarfræðingar fylltu Hof

Húsfyllir var í menningarhúsinu Hofi þegar rúmlega 500 hjúkrunarfræðingar komu saman af öllu landinu á vísindaráðstefnuna Hjúkrun 2025.

Lesa meira

Tilkynning: Kría og Drift EA í samstarf

Nýsköpunarsjóðurinn Kría og Drift EA hafa gert með sér samstarfssamning til eflingar á frumkvöðlastarfi og nýsköpunar á Íslandi. Með þessu samstarfi styður Nýsköpunarsjóðurinn Kría við starfsemi Driftar EA og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð nýsköpunar og vaxtarmöguleika sprotafyrirtækja á landsvísu. Eins mun Drift EA hafa aðgengi að aðstöðu hjá Kríu þegar þau heimsækja höfuðborgarsvæðið.

Frá þessu segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst nú rétt í þessu, þar segir ennfremur

Lesa meira

Tilkynning: Kría og Drift EA í samstarf

Nýsköpunarsjóðurinn Kría og Drift EA hafa gert með sér samstarfssamning til eflingar á frumkvöðlastarfi og nýsköpunar á Íslandi. Með þessu samstarfi styður Nýsköpunarsjóðurinn Kría við starfsemi Driftar EA og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð nýsköpunar og vaxtarmöguleika sprotafyrirtækja á landsvísu. Eins mun Drift EA hafa aðgengi að aðstöðu hjá Kríu þegar þau heimsækja höfuðborgarsvæðið.

Frá þessu segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst nú rétt í þessu, þar segir ennfremur

Lesa meira

Jól í skókassa

Enn á ný er kvatt til þátttöku í verkefninu Jól í skókassa. Þetta er tuttugasta og annað árið í röð sem það er haldið. Á þessum rúmlega 20 árum höfum við sent börnum og ungmennum í Úkraínu um það bil eitt hundrað þúsund jólagjafir.

Lesa meira

Sorglegt að málið hafi farið í þennan farveg

„Þetta er afskaplega sorglegt mál og leitt til þess að hugsa að það hafi farið í þennan farveg, því vel var hægt að grípa inn í miklu fyrr,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands. Íbúðarhús að Hamaragerði 15 á Akureyri var boðið upp í vikunni, en HNE hefur staðið í miklu stappi við lóðarhafa um að sinna tiltekt á lóðinni sem er full af bílum í mismunandi ástandi. Um var að ræða framhaldssölu, en upphaf uppboðs hafði þá þegar farið fram.

Lesa meira

Borun á Ytri Haga

Á heimasíðu Norðurorku er  í dag ítarleg  og fræðandi frásögn af borun á fyrstu djúpu vinnsluholunni við Ytri-Haga á Árskógsströnd.  Holan var boruð í sumar  og sáu starfsfólk Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um verkið  og jarðborinn Sleipnir notaður.

Lesa meira

Gott ferðamannasumar í Hrísey

Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína til Hríseyjar að sumarlagi hefur aukist jafnt og þétt um árin, jafnt þeir sem koma í dagsheimsóknir og þeir sem dvelja lengur. Því fylgja bæði tækifæri og áskoranir segir í fundargerð Hverfisnefndar Hríseyjar. Þrjár hátíðir voru haldnar í Hrísey á liðnu sumri og gengu allar vel.

Lesa meira