Fréttir

Bjartsýn á myndun meirihluta í Norðurþingi

„Það er samhljómur og við erum sammála um að halda áfram og vinna að góðum verkefnum,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti B-lista

Lesa meira

Tríóið DJÄSS á tónleikaferðalagi

Tríóið DJÄSS er á tónleikaferðalagi um landið og  nú styttist í að við fáum notið  þess að hlusta á þá drengi í DJÄSS því  tónleikar verða í Minjasafninu á Akureyri föstudaginn 27.maí kl.17.00 og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sama dag kl.20.00.

Lesa meira

Heila málið að landa góðum samningum fyrir félagsmenn

Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju fagnar 40 ára starfsafmæli sínu


Margrét Þóra Þórsdóttir/ mth@vikubladid.is

Greinin birtist fyrist í prentútgáfu Vikublaðsins, 18. tölublaði

„Það er aldrei létt verk að fara í kjarasamninga og ástandið hefur um tíðina oft verið erfitt, en ætli menn séu ekki nokkuð sammála um að það er af ýmsum ástæðum þungt fyrir fæti nú. Við höfum oft séð það svart þegar farið er af stað í samningagerð og vonum bara að okkur farnist vel í komandi viðræðum,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju. Björn fagnaði nú í byrjun mánaðar 40 ára starfsafmæli sínu hjá félaginu. Hann var um 12 ára skeið formaður Starfsgreinasamband Ísland og lét af því embætti á nýliðnu þingi sambandsins. Hann lætur af störfum sem formaður á aðalfundi félagsins í apríl á næsta ári, en hann verður 70 ára gamall árið 2023.

Björn Kvót

Björn er fæddur á Nolli í Grýtubakkahreppi og ólst upp við öll almenn landbúnaðarstörf. Hann flutti til Akureyrar árið 1973 og sinnti ýmsum störfum í bænum, var m.a. svína og nautahirðir en lengst af starfaði hann í byggingavinnu. Með honum starfaði maður sem var í stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar og fékk hann Björn eitt sinn með sér á fund í Einingu. „Ég hafði í sjálfu sér ekki neinn sérstakan áhuga á verkalýðsmálum á þeim tíma en hafði tekið þátt í félagsmálum ýmiskonar og lét til leiðast og fór með honum á fundinn. Þar hafði ég auðvitað skoðanir og var ekki að liggja neitt á þeim. Það leið ekki nema um það bil vika þar til ég fékk fyrirspurn um hvort ég vildi taka sæti í trúnaðarráði félagsins og ég samþykkti það. Þar með var ég komin af stað, boltinn farinn að rúlla. Þegar kosningar urðu í félaginu á milli Jóns Helgasonar og Guðmundar Sæmundsson var farið fram á það við mig að ég færi á lista Jóns sem stjórnarmaður. Við unnum kosninguna og stuttu síðar ræddu Jón og Sævar sem var varaformaður við mig hvort ég væri til í að koma og starfa á skrifstofu félagsins. Ég þáði það og hóf störf þann 1. maí 1982. Í fyrstu fólst það í að sinna vinnustöðum og trúnaðarmannakerfinu,“ segir Björn sem var 29 ára þegar hann hóf störf á skrifstofu Einingar. Hann tók við stöðu varaformanns árið 1986 og varð formaður félagsins árið 1992.

8.000 félagsmenn

Eining-Iðja er stærsta stéttarfélagið á landsbyggðinni með um 8.000 félagsmenn og hefur sína vigt innan Starfsgreinasambandsins, á til að mynda alltaf fulltrúa í framkvæmdastjórn SGS og í miðstjórn ASÍ. Geta má þess að Eining-Iðja samanstendur af alls 24 stéttarfélögum sem áður fyrr voru starfandi við Eyjafjörð en hafa nú sameinast í eitt. Félagið rekur skrifstofur á Dalvík og Fjallabyggð og er með fulltrúa á Grenivík og Hrísey og fara starfsmenn á skrifstofunni á Akureyri reglulega í heimsóknir á þéttbýlisstaðina við Eyjafjörð til skrafs og ráðagerða.

Lesa meira

Ráðherra skipar hæfninefnd utanaðkomandi sérfræðinga

Mikilvægt er að sátt ríki um framkvæmd skipunar skólameistara Menntaskólans á Akureyri

Lesa meira

Eldur getur skapað hættu fyrir gesti

Vilja vinnuhóp um brunavarnir og flóttaleiðir 

Lesa meira

B, D, S og M- listar hefja formlegar viðræður á Akureyri

Á fundinum var rætt um áherslur allra og kom í ljós að mikill samhljómur væri meðal fundarmanna í öllum helstu málum

Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin

Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans

Lesa meira

Furðudýr barnanna í Listasafninu á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram þriðja og síðasta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna

Lesa meira

Unnið að því að koma upplýsingamiðstöð upp í Hofi

Miklar umræður hafa verið í bænum um skort á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og mikinn fjölda fyrirspurna þeirra í Menningarhúsinu Hofi

Lesa meira

Sjávarútvegsskóli unga fólksins hlaut verðlaun

Mikil hvatning og viðurkenning á mikilvægi skólans

Lesa meira