Hér byrja jólin í október
Þessa dagana er starfsfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga í óða önn að höggva fyrstu jólatrén og segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE að mikill hugur sé meðal verslunareigenda og fyrirtækja að vera klár með trén áður en aðventa gengur í garð.