Fréttir

Nemendur í Hlíðarskóla bæta útisvæði við skólann

Nemendur í Hlíðarskóla fóru af stað með áheitasöfnun í vor með von um að geta bætt útisvæðið við skólann. Að því tilefni efndu krakkarnir til áheitahlaups og söfnuðu rúmlega 170 þúsund krónum. Akureyrarbær kom til móts við krakkana, og í haust varð draumurinn að veruleika þegar ærslabelgur var settur upp við skólann.

Lesa meira

Nauðsynlegt fyrir framþróun sundíþróttarinnar að fá yfirbyggða sundlaug

„Aðstaða til sundiðkunar á Akureyri er því miður langt í frá nægilega góð, margt mjög ábótavant því miður,“ segir Einar Már Ríkarðsson varaformaður Sundfélagsins Óðins á Akureyri. Dýrleif Skjóldal hefur vakið athygli á því undanfarið að lítið hafi þokast í átt að því að skapa sundfólki betri aðstöðu til æfinga, sú saga sé löng og fátt ef nokkuð jákvætt gerst í þeim efnum.

Lesa meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Miðflokksins Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  samþykktur

Lesa meira

Framboðslisti Framsóknar í Norðausturkjördæmi lagður fram

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðaustur á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Seli, Mývatnssveit, rétt í þessu.

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson leiðir hjá Viðreisn í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  var samþykktur á fundi Norðausturráðs Viðreisnar í hádeginu

 

Lesa meira

Sindri Geir Óskarsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti VG í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember n.k.  var samþykktur á fundi kjördæmisþings flokksins fyrr í dag.

Lesa meira

Logi Már Einarsson leiðir lista Samfylkingar í Norðaustukjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í morgun.

Lesa meira

Að eldast vel

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í ,,

Rúmlega miðaldra kona hefur nú lagt skóna á hilluna. Kannski ekki alveg í “venjulegri” merkingu þess orðs þar sem hún hefur aldrei átt alvöru íþróttaskó, heldur hefur hún látið af launuðum störfum.

 

Lesa meira

Endurbótum á geðdeild SAk lokið

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og marka þær stórt skerf í átt að bættri þjónustu og umönnun skjólstæðinga sjúkrahússins. Opið hús var á endurbættri geðdeild þar sem samstarfsfólki og gestum gafst færi á að skoða nýja aðstöðu deildarinnar. Hafist var handa við breytingar í byrjun ágúst og er framkvæmdum nú lokið, 10 vikum síðar.

Lesa meira

Póstbox í Hrafnagilshverfi

Póstbox verður sett upp nú í október í Hrafnagilshverfi. Það verður á Skólatröð 11, við ráðhús Eyjafjarðarsveitar. Póstboxið má bæði nota til að senda pakka og sækja.

Bréfapóstur verður einnig borinn út í póstboxið. Innan skamms fá öll heimili og fyrirtæki á staðnum skráningarbréf í pósti sem fylla þarf út og skila í kassa sem settur verður upp við póstboxið segir í frétt á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.

Lesa meira