
Brot úr sögu ÚA í myndum til sýnis á Glerártorgi
Ljósmyndasýningin „ Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára ( 1945 – 2025) Sögubrot í myndum“ hefur verið sett upp við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og mun standa þar um tíma.
Ljósmyndasýningin „ Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára ( 1945 – 2025) Sögubrot í myndum“ hefur verið sett upp við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og mun standa þar um tíma.
Það er að renna upp fyrir mér þessa dagana hvernig ég hlýt að koma öðru fólki fyrir sjónir. Einkum á það við þegar ég lít gleraugnalaus í spegil. Þá stend ég andspænis manni sem ég kannast lítið við. Skin og skúrar tilverunnar hafa markað andlitið og þau fáu hár sem eftir eru á höfðinu eru hvít að lit. Og ef ég geri þau reginmistök að snúa mér í kvart-hring fyrir framan spegilinn, þá sé ég að engu líkara en að maginn á mér hafi þjófstartað deginum og hafi náð að vera aðeins á undan mér fram úr svefnherberginu. Hann er ekki ósvipaður stefninu á nýju Samherjatogurunum og þótt svona stefni fari togskipum vel þá er þau ófögur sjón framan á mér. Ég þarf að horfast í augu við það að ég hef orðið að holdgervingi alls hins illa í mannlegri tilveru. Þó andlit mitt sé að mestu rautt og appelsínugult þá telst ég hvítur. Og þegar ég lít niður sé ég gripinn sem lætur lítið yfir sér en dugði þó til þess að þegar ég fæddist ákváðu færustu sérfræðingar að ég væri karlkyns. Ég er hvítur, miðaldra karlmaður. Ég fullkomna svo verkið með því að klæða mig í jakkafötin og luntast í vinnuna.
Vísindafólkið okkar – Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir
„Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir, aðjúnkt við Iðjuþjálfunardeild er vísindamanneskja júnímánaðar“
Hólmdís kemur frá austfirsku náttúruparadísinni Vopnafirði, þar sem hún fæddist árið 1979, en á líka sterkar rætur í Aðaldalnum þar sem móðurforeldrar hennar bjuggu. Hún ólst upp í nálægð við sjó, kletta og fjörur og undi sér vel í náttúrunni en hvort sem var inni eða úti var bók yfirleitt við höndina. „Þrátt fyrir að vera alin upp í sjávarþorpi þá var sveitin ekki langt undan og á hverju vori fór ég í sauðburð í Aðaldalinn og frá 11 ára aldri var ég í sveit hjá föðursystur minni og vann meðal annars við að sýna Minjasafnið á Bustarfelli í nokkur sumur.“
Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri, SAk skilaði jákvæðri niðurstöðu upp á 189 milljónir króna árið 2024, þrátt fyrir uppsafnaðan halla við upphaf ársins. Þetta kom fram í erindi fjármálastjóra á ársfundi sjúkrahússins og greint er frá á vefsíðu SAk.
„Það er ánægjulegt að sjá að fólk er tilbúið að greiða hærra verð fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og greinilegt er að Hörgársveit dregur að sér nýja íbúa,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit.
Aðalfundur hverfisráðs Hríseyjar var haldinn nýverið í húsnæði sveitarfélagsins í Hlein.
Fyrsta verk næsta leikárs hjá Leikfélagi Akureyrar er leikverkið Elskan er ég heima? eftir breska leikskáldið Laura Wade, í fyrsta sinn sett upp í íslensku leikhúsi.
Undanfarnar vikur hafa framkvæmdir staðið yfir á Ráhústorgi á Akureyri. Um töluverða andlitslyftingu er að ræða fyrir þetta hjarta miðbæjarins. Hönnuður framkvæmdanna er Teiknistofa Norðurlands og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt en Garðvík ehf. á Húsavík hefur annast verkið.
Veitingageirinn á Akureyri tók sig saman og sló til góðgerðarkvöldverðar sl. miðvikudag og safnaði til styrktar matargjafa Akureyrar og nágrennis í leiðinni
Stjórn SSNE hélt fund á dögunum í Eyjafjarðarsveit. Stjórnin fundar almennt með aðstoð Teams, en tvisvar á ári hittist stjórnin á staðfundum og er þá reynt að heimsækja ólík sveitarfélög innan landshlutans.
Allir hópar sem taka þátt í starfsemi félagsmiðstöðvanna Birtu og Sölku á Akureyri kvarta yfir plássleysi og þungum húsgögnum. Þörf er á stærri sal og fleiri félagsmiðstöðvun. Það er góð hugmynd að blanda saman aldurshópum en virkar ekki alltaf í framkvæmd. Því þarf að gæta að mismunandi þörfum eftir því hver aldur hópanna er.
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur óskað eftir tilboðum í átta færanlegar smáíbúðir, um 35 m² að stærð hver og einnig hefur verið óskað eftir verði í eitt 15 m² einstaklingsherbergi, sem á að innihalda anddyri, svefnaðstöðu og snyrtingu.
„Þetta hafa verið ótrúlega viðburðarík skemmtileg og góð ár sem vissulega hefur verið gríðarlega mikil vinna,“ segja þau Ingibjörg Stella Bjarnadóttir og Erik Jensen, eigendur B. Jensen. Nú standa þau á tímamótum, þar sem þau hafa selt fyrirtækið til Kjarnafæðis Norðlenska, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Það hefur tekið við rekstri fyrirtækisins: sláturhúsi, kjötvinnslu og versluninni við Lónsbakka, þar sem allur reksturinn hefur alltaf verið til húsa.
Íþróttafélagið Þór varð 110 ára á dögunum og í tilefni þess var boðið í samsætis i Hamri félagsheimili Þórsara. Við það tilefni voru tveir eðal Þórsarar, þeir Rúnar Steingrímsson og Ragnar Sverrisson útnefndir sem heiðursfélagar. Við sama tilefni var fjöldi Þórsara sæmdur gull-, silfur- og bronsmerki félagsins.
Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum? Þetta eru réttindi sem fólk hefur unnið sér inn með áratugalangri þátttöku í atvinnulífinu – réttindi sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar.
Í dag kl 16:15 verður á Ráðhústorgi á Akurreyri friðar og samstöðustund með íbúum á Gasa. Það eru frænkur tvær sem fyrir þessum viðburði standa en þær eiga afmæli í dag og vilja láta gott af sér leiða í tilefni dagsins.
Listaverkið Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar eftir Kristinn E. Hrafnsson hefur verið hreinsað og lagað en verkið hefur staðið við inngang fiskvinnsluhúss Útgerðarfélags Akureyringa í þrjátíu ár og var farið að láta á sjá.
Ársrit Sögufélags Eyfirðinga er komið út og færir alls 12 greinar er varða ýmist fortíð eða nútíð.
Þann 10. júní síðastliðinn komu skemmtiferðaskipin Emerald Princess (Princess Cruises) og Viking Vela (Viking Ocean Cruises) í sínar fyrstu heimsóknir til Akureyrar.
Bíladagar á Akureyri hefjast á morgun, föstudaginn 13. júní. Öll formleg dagskrá fer fram á aksturssvæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg, fyrir utan bílasýninguna 17. júní í Boganum.
Sveitarstjórar sveitarfélaga innan SSNE og framkvæmdastjóri samtakanna áttu í morgun fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem þau lýstu áhyggjum af stöðu flutningskerfis raforku á svæðinu. Fundurinn var haldinn að frumvæði sveitarfélaganna sem vilja tryggja að raforkuinnviðir hamli ekki áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi eystra.
„Verslun okkar á Akureyri er með vinsælli verslunum okkar,“ segir Ingimar Jónsson forstjóri Pennans. Nú eru 25 ár liðin frá því Penninn Eymundsson opnaði verslun sína á Akureyri og af því tilefni verða allar vörur á 25% afslætti fimmtudag, föstudag og laugardag.
Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi.
Heilbrigðisráðherra hefur tryggt fjármagn sem gerir Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) kleift að innleiða heilaörvunarmeðferð einstaklinga með meðferðarþrátt þunglyndi. Áætlað er að á upptökusvæði SAk séu um 240 einstaklingar sem gætu nýtt sér slíka meðferð árlega. Rannsóknir sýna að meðferðin skilar miklum árangri, eða um 60-70% í hópi einstaklinga sem þjást af meðferðarþráu þunglyndi en hafa lítið gagn af hefðbundinni meðferð, s.s. lyfjum og hugrænni atferlismeðferð.
Stjórnendur Framsýnar og Framhaldsskólans á Húsavík hafa undanfarið átt í viðræðum um nýjan stofnanasamning fyrir starfsmenn skólans sem starfa eftir kjarasamningi félagsins. Viðræðurnar gengu mjög vel og kláruðust þær í gærmorgun með undirskrift aðila.
Um helgina fór fram Gull- og Silfurmótið Akureyri Open í boði Sportver. Mótið var haldið af Frisbígolffélagi Akureyrar og fór fram á frisbígolfvellinum við tjaldstæðið á Hömrum. Keppnin stóð yfir í þrjá daga og tóku 83 keppendur þátt víðsvegar að af landinu.
Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta létu keppendur það ekki trufla sig og stemningin var frábær alla helgina.
Það var dularfull stemning í aðdraganda þess að ræða átti trúnaðarmál bæði í fræðslu- og lýðheilsuráði og í bæjarráði þann 22. maí sl. Ekki lá fyrir hvað ætti að ræða og engin gögn voru lögð fram fyrir fundinn. Á fundi bæjarráðs var svo tilkynnt að „ákvörðun hefði verið tekin“ um að leggja niður núverandi skipulag forvarna- og frístundamála hjá Akureyrarbæ. Átti að tilkynna starfsfólki breytingarnar síðar sama dag.