Allt gert til að halda skíðasvæðinu opnu fram yfir páska
Sumarhiti var í Hlíðarfjalli í gær og hætt er við að næstu dagar verði lítið skárri. Skíðasvæðið er opið í dag en á miðvikudag og fimmtudag verður lokað. Þannig er reynt að spara snjóinn í brekkunum og um leið og kólnar aftur verður snjó rutt upp og hann fluttur í brautirnar.