Fréttir

Mitt minni

Lesa meira

Bæjarfélagið leggi metnað sinn við þjónustu atvinnulífsins

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti nýlega að hefja undirbúning að nýrri atvinnustefnu sem tekur gildi árið 2022
Lesa meira

Áhersla lögð á jólaskreytingar á Akureyri

Lesa meira

Tónleikar til heiðurs byltingartónskáldinu

Lesa meira

Gott þegar vel gengur

Lesa meira

Gaf björgunarsveitinni Garðari færanlega rafmagnstöflu

Guðmundur Vilhjálmsson eigandi Garðvíkur ehf. á Húsavík kom færandi hendi rétt í þessu þegar hann afhenti björgunarsveitinni Garðari á Húsavík færanlega rafmagnstöflu að gjöf. Áður hafði hann fært björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn samskonar gjöf.
Lesa meira

Lausnamiðað jólahald á Húsavík

Nú þegar landsmenn eru í óða önn við að undirbúa jólahaldið í skugga kófsins skoðar Vikublaðið ýmis áhrif af samkomutakmörkunum á jólahald Þingeyinga. Ljóst er að sveitarfélagið Norðurþing hefur aflýst viðburðum sem alla jafna fara fram um jól og áramót. Veitingastaðir verða fyrir gríðarlegu tekjutapi þar sem engin jólahlaðborð geta farið fram og sömuleiðis var útlitið dökkt fyrir hangikjötsframleiðslu hjá Norðlenska á Húsavík í fjarveru jólahlaðborðanna.
Lesa meira

„Skapandi að leika sér í eldhúsinu“

„Ég elska mat og að borða. Það er skapandi að leika sér í eldhúsinu, helst í annarra manna húsum. Það er sömuleiðis meira gefandi að fara ekki eftir uppskrift heldur skapa sama réttinn þannig að útkoman verði sem fjölbreyttust. Sumt hefur þó meira vægi en annað; íslenska lambið eða grafa ólíkar tegundir af kjöti eða fiski,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, sveitarstjórnarmaður og kennari á Húsavík, sem er matgæðingur vikunnar en hann reiðir hér fram dásamlega þjóðlega máltíð.
Lesa meira

„Á jólunum eru allir börn“

Hjónin Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir hafa rekið Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit í hartnær aldarfjórðung með aðstoð barna sinna. Því er sannarlega um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Líkt og hjá öðrum hefur aðdragandi jóla verið öðruvísi en áður hjá þeim hjónum sem láta þó engan bilbug á sér finna; jólin koma hvað sem öllu líður. Vikublaðið setti sig í samband við jólahjónin og spjallaði við þau um Jólagarðinn og jólin. „Við erum að upplagi með notalega tengingu við jólin og bæði þeirrar gæfu aðnjótandi að bernskujólunum fylgdu engin óveðursský,“ segja þau þegar ég spyr hvort þau hjónin séu í jólaskapi allt árið um kring. „Okkar fyrstu kynni voru í aðdraganda jóla, margar skemmtilegar minningar frá þeim tíma og því sennilega frá því fyrsta dálítil jólabörn. Þannig að þegar þessi hátíð ljóss og friðar náði alveg undirtökum í okkar lífi vorum við meira en til í það. Það var auðvelt að kveikja á jólaskapinu og fyrstu tíu árin a.m.k. vakti minnsta lykt af greni og hangikjöti tilfinninguna á örskotsstund.“
Lesa meira

Umsátursástand skapaðist á Akureyri

Tveir lögreglumenn frá Sérsveit Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglumönnum á Akureyri voru með viðbúnað við fjölbýlishús í Ásatúni á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um að ræða veikan einstakling sem hafði haft í hótunum.
Lesa meira