Fréttir

Orðsending knattspyrnudeildar KA vegna vallarmála

Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir.
Lesa meira

„Þurfum að taka ákvörðun um það hvort við viljum spila með“

Á þriðjudag fer fram íbúafundur á Húsavík þar sem kynntar verða mögulegar sviðsmyndir atvinnuuppbyggingar á Bakka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings segir að aldrei hafi verið jafn margir umræðufletir á mismunandi uppbyggingu mögulegra atvinnutækifæra.
Lesa meira

„Sveitarstjórnarmál ná yfir alla flóru mannlífsins“

Mikil gróska er í Hörgársveit. Íbúum fer ört fjölgandi og ýmsar framkvæmdir í gangi. Horft er til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára og þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða. Snorri Finnlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Hörgársveit frá árinu 2015 og Vikublaðið ræddi við Snorra um uppganginn í sveitarfélaginu og hann sjálfan. „Hér er allt mjög gott að frétta. Við erum sveitarfélag í vexti og ég finn að íbúar kunna að meta hvernig þessu sveitarfélagi hefur tekist að gera hlutina á þann veg að hér sé uppbygging og jákvæðni fyrir framtíðinni og við séum að fá nýja íbúa vikulega til að búa með okkur í þessu góða samfélagi. Við erum eftirsóknavert sveitarfélag og það er gott,“ segir Snorri.
Lesa meira

Gróðureldar á Akureyri

Eldur kviknað í gróðri á bökkum Glerár á Akureyri á níunda tímanum í kvöld, það var Rúv sem greindi frá. Eldurinn kviknaði á grónu svæði austan Hlíðarbrautar, vestan við háskólann.
Lesa meira

Skjálfandi iðar af lífi

Siglingasamband Íslands stendur nú fyrir árlegum siglingabúðum sínum sem að þessu sinni eru haldin á Húsavík. Um 20 ungmenni og þjálfarar eru nú í stífum æfingum á láði og landi.
Lesa meira

Það virðist skipta máli hvaðan tillagan kemur - Laust starf?

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings mun láta af störfum 1. september næstkomandi. Sú stjórnendastaða heyrir beint undir sveitarstjóra.
Lesa meira

Rauði krossinn veitir aðstoð og stuðning í Viðjulundi í kjölfar slysins í gær

Lesa meira

Sex ára gamalt barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið

Lesa meira

Jólasveinar í Dimmuborgum í sumar

Lesa meira

Hoppukastali tókst á loft með 108 börn um borð

Hópslysaáætlun var virkjuð kl. 14.15 hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem hoppukastali fauk við Skautahöllina á Akureyri
Lesa meira