Fréttir

Líflegur íbúafundur um lóð við Viðjulund

Skipulagsdeild Akureyrarbæjar stóð á dögunum fyrir íbúafundi þar sem kynntar voru tillögur að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina við Viðjulund 1.

 

Lesa meira

Samskipti eru kjarni góðs vinnustaðar

Undirrituð starfar sem ritari Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar og hefur gegnt því hlutverki í um það bil eitt og hálft ár. Margir hafa reynslu af riturum í stöðum eins og skólaritara. Þá hugsar maður um einstakling sem veit einhvern veginn hvar allir húsinu eru staddir, heldur utan um fjarvistir nemenda og getur alltaf reddað öllu sem mann skortir. Þetta er allavega það sem kom í huga mér þegar ég sótti um starfið. Þessi lýsing hefur reynst að mestu leyti rétt og hef ég komist að því að starf ritara er sennilega með því fjölbreyttasta sem maður getur unnið í skrifstofuvinnu.  Samskipti við viðskiptavini og fagaðila eru mikil í mínu starfi og er það kostur fyrir manneskju eins og mig sem finnst einstaklega gaman að spjalla.

Lesa meira

Lögregla lýsir eftir manni

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erlingi Þórðarsyni.

Lesa meira

Færanlegar skólastofur settar upp við Borgarhólsskóla

Aðstaðan hefur fengið heitið „Skýið“ og mun hýsa hluta af starfsemi Borgarhólsskóla á meðan unnið er að uppbyggingu framtíðarhúsnæðis fyrir Frístund og félagsmiðstöð.

Lesa meira

Uppbygging á inniaðstöðu GA og nýtt hótel á svæðinu

Í dag var undirritaður samningur milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar um uppbyggingu á inniaðstöðu fyrir Golfklúbb Akureyrar í nýju húsi vestan við núverandi klúbbhús á Jaðri, afmörkun lóðar fyrir nýtt hótel á svæði suðaustan við núverandi klúbbhús og afmörkun á svæði fyrir stækkun íbúðarsvæðis meðfram Kjarnagötu.

Lesa meira

Er sameining besta leiðin?

Mikið hefur verið rætt um sameiningu MA og VMA undanfarna daga og ekki að undra. Ég hef verið spurð út í mína skoðun á málinu og tel ég eðlilegt að bæjarfulltrúar tjái sig um jafn mikið hagsmunamál samfélagsins sem við þjónum og hér er rætt um.

Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra vegna bílbruna -vitni óskast

Kl. 03:20 í nótt fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um eld í bifreiðum í Naustahverfi á Akureyri. Þegar lögreglan kom á vettvang var þegar uppi mikill eldur, sem var byrjaður að breiðast út í næstu bíla. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins en þá voru fjórar bifreiðar meira og minna skemmdar af eldi.

Lesa meira

Starfsfólk Akureyrarbæjar í alvarlegu rútuslysi skammt sunnan við Blönduós

Eins og fram hefur komið í fréttum varð alvarlegt slys  á þjóðveginum skammt fyrir sunnan Blönduós í nótt þegar rúta  með á milli 20- 30 manns valt.  Samkvæmt frétt á vef ruv voru farþegarnir starfsmenn  Akureyrarbæjar sem voru á heimleið eftir að hafa setið námskeið og ráðstefnu í Portúgal.

Lesa meira

Fráfallið skyldi eftir sig djúp sár í hjörtum okkar

„Fráfall Arnars skyldi eftir sig djúp sár í hjörtum okkur og að skipuleggja og halda svona viðburð er nokkuð sem ég bjóst aldrei við að gera. Ég sakna stóra bróður míns alveg gríðarlega. Hann var alltaf bara einum skilaboðum eða símtali frá, allt í einu svarar hann ekki lengur og mun ekki gera framar,“ segir Sólveig Árnadóttir systir Stefáns Arnars Gunnarssonar sem lést í mars síðastliðnum. Minningartónleikar um hann verða haldnir á Vitanum á Akureyri  laugardaginn 16 september næst komandi. . Fram koma listamenn sem hann mat hvað mest, Stebbi Jak og Helgi & Hljóðfæraleikarnir. 

Lesa meira

Þrír bílar brunnu við Kjarnagötu á Akureyri

Ekkert er vitað um eldsupptök en lögregla rannsakar nú vettvanginn.

Lesa meira