Ferðamönnum fjölgar milli ára í Grímsey
„Ég er sátt við sumarið, ferðafólki hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið aukning á milli ára þó tölur liggi ekki fyrir,” segir Halla Ingólfsdóttir eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey. Veður hafi þó ekki endilega alltaf sýnt sínar bestu hliðar en það sama megi segja um aðrar staði á landinu.