Fréttir

Ferðamönnum fjölgar milli ára í Grímsey

„Ég er sátt við sumarið, ferðafólki hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið  aukning á milli ára þó tölur liggi ekki fyrir,” segir Halla Ingólfsdóttir eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey. Veður hafi þó ekki endilega alltaf sýnt sínar bestu hliðar en það sama megi segja um aðrar staði á landinu.

Lesa meira

„Ég kann afskaplega vel við sjómannslífið“ - Uppskrift að dýrindis lúðurétti

Þórhildur Þórhallsdóttir sem búsett er á Akureyri hefur verið kokkur á skipum Samherja í nærri þrjú ár, síðustu tvö árin á Kaldbak EA 1. Þórhildur hafði ásamt tveimur konum rekið veitingahúsið Kaffi Ilm á Akureyri í tíu ár. Þær ákváðu að selja þetta vinsæla veitingahús og þar með stóð Þórhildur á krossgötum varðandi atvinnu.

Lesa meira

SFF - Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu NÝ TEGUND SVIKA

Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin. 

Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.  

Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik. 

Lesa meira

Fagnaðarefni að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni

Ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. 

Lesa meira

Svalbarðsstrandarhreppur Loka almenningsbókasafni

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur tekið þá ákvörðun að loka almenningsbókasafni en jafnframt að efla skólabókasafnið í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga stendur í umfangsmikilli grisjun

„Þetta er verkefni sem verður að vinna og við erum afskaplega ánægð með að fá þessa vönduðu fagmenn til verksins,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Menn frá Lettlandi með skógarhöggsvélar sérhannaðar til grisjunar hafa verið að störfum í reitum félagsins undanfarið. Þeir verða um það bil einn mánuð við störf nú í haust og vonast eftir að þeir taki upp þráðinn á næsta ári enda ærið verkefni fyrirliggjandi.

Lesa meira

Akureyrarkirkja á morgun laugardag Litróf orgelsins

Eyþór Ingi Jónsson flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben, Joseph Haydn, Hauk Guðlaugsson, Hildi Guðnadóttur, Ghislaine Reece-Trapp, Robert Schumann, Smára Ólason og Johann Ulrich Steigleder. Eyþór er að hefja tónleikaverkefni fyrir næstu misserin sem hann kallar Litróf orgelsins, en hann mun leggja metnað í að sýna fjölbreytileika hljóðfærisins með því að spila afar fjölbreytta orgeltónlist og umritanir á öðrum verkum fyrir orgel

Lesa meira

Samherji hl‎ýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir „eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík.“

Íslenska sjávarútvegssýningin 2024, Ice Fish 2024, var formlega sett í gær en fjörutíu ár er liðin frá því sýningin var fyrst haldin hér á landi. Að þessu sinni mæta sýnendur frá rúmlega tuttugu þjóðlöndum til að kynna allt það nýjasta og besta í alþjóðlegum sjávarútvegi.

Lesa meira

Dansaðu vindur

Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Lesa meira

Tollfrelsi minni skemmtiferðaskipa afnumið um næstu áramót

„Það er augljóst eins og málið horfir við okkur að þetta verður skaði fyrir landsbyggðina, sérstaklega minni staði þar sem skipin skipta miklu máli fyrir samfélagið,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir verkefna- og markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Um næstu áramót verður tollfrelsi sem m.a. leiðangursskip hafa notið hér við land afnumið o

Lesa meira