Fréttir

Allt gert til að halda skíðasvæðinu opnu fram yfir páska

Sumarhiti var í Hlíðarfjalli í gær og hætt er við að næstu dagar verði lítið skárri. Skíðasvæðið er opið í dag en á miðvikudag og fimmtudag verður lokað. Þannig er reynt að spara snjóinn í brekkunum og um leið og kólnar aftur verður snjó rutt upp og hann fluttur í brautirnar.

Lesa meira

Ný flokkunarstöð rís á Akureyri

Súlur Stálgrindarhús ehf. hafa nýverið gert verksamning við Íslenska Gámafélagið ehf. um byggingu nýrrar flokkunarstöðvar við Ægisnes á Akureyri. Um er að ræða stálgrindarhús, alls 1.350 fermetrar að flatarmáli, með vegghæð upp á 9,7 metra. Byggingin mun hýsa flokkunaraðstöðu sem mun gegna lykilhlutverki í meðhöndlun úrgangs á svæðinu.

Lesa meira

Tekjur verulega hærri en áætlun gerði ráð fyrir

Fyrri umræða um ársreikning Norðurþings fyrir árið 2024 fór fram í sveitarstjórn Norðurþings í Sjóminjasafni Húsavíkur og gerði Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir ársreikningnum og helstu lykiltölum á fundinum.

Lesa meira

Velferðarráð horfir til nokkurra svæði undir hús fyrir heimilislausa

Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur falið skipulagssviði að skipuleggja fimm lóðir eða reiti sem koma til greina fyrir íbúðir fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Málið var rætt á fundi ráðsins nýverið þar sem lagt var fram minnisblað um stöðu málaflokksins.

Lesa meira

Gönguleið meðfram vesturströnd Hríseyjar

Framkvæmdir við gönguleið á vesturströnd Hríseyjar hafa gengið vel og standa vonir til að hægt verði að klára verkefnið fyrir sumarið. Gönguleiðin bætir aðgengi, upplifun og öryggi notenda og aðlagar svæðið að fjölbreyttari útivistarhópum, eins og göngu-, hjóla-, sjósunds- og fuglaáhugafólki.

Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Akureyri haldin í áttunda sinn

„Hátíðin skipar veglegan sess í menningarlífi bæjarins, enda hefur hún vaxið ár frá ári,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Barnamenningarhátíð var sett með viðhöfn í Hofi fyrr í vikunni og stendur hún svo gott sem allan aprílmánuð. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.

Lesa meira

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?

Það er fátt sem sameinar okkur eins og þegar íslenskt íþróttafólk stígur inn á stóra sviðið erlendis. Flest þekkjum við tilfinninguna þegar við setjumst saman fyrir framan sjónvarpið, klædd í landsliðstreyju, með hjartað í buxunum og full af stolti. Við hvetjum íþróttafólkið okkar áfram, lifum okkur inn í leikinn. Fögnum þegar vel gengur, syrgjum saman og styðjum okkar fólk – sama hvar það er í heiminum. Við stöndum saman sem þjóð.

Lesa meira

Miðaldra í Mílanó

Æskuvinkonur

Ég er svo heppin að eiga frábærar æskuvinkonur. Saman höfum við gengið í gegnum súrt og sætt. Ég á líka vinkonur frá öðrum tímabilum úr lífinu, bæði úr námi, leik eða störfum. Það er einnig mikilvæg vinátta en byggð á öðrum grunni.

Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt drög að samstarfs samningi milli Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu um starfsemi upplýsingamiðstöðvar í menningarhúsinu Hofi tímabilið 2025-2027

Lesa meira

Jóna atkvæði og ambögur kemur út í sumar

Jóna, atkvæði og ambögur er heiti á bók með vísum og ljóðum Jóns Ingvars Jónssonar sem út kemur hjá Bókaútgáfunni Hólum í sumar.

Lesa meira