Fréttir

Orkuskipti í samgöngum á Akureyri fara vel af stað

„Við höfum séð örlítil merki þess undanfarin ár að raforkunotkun er að potast aðeins upp á við,“ segir Stefán H. Steindórsson sviðsstjóri hjá Norðurorku. Raforkunotkun á Akureyri hefur staðið í stað um árabil þó svo að bærinn hafi stækkað og íbúum fjölgað.

Lesa meira

Ingvi Quartet, með tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld

Kvartett Ingva Rafns Ingvasonar, Ingvi Quartet, heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld og hefjast tónleikarnir kl 20.30.

Lesa meira

Frumkvöðla- og nýsköpunarfélaginu Drift EA ýtt úr vör

Fjölmenni var á kynningarfundi frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar EA, sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær

Lesa meira

Útskrifast sem rafvirki og fagnar hálfrar aldar afmæli!

Það er aldrei of seint að skella sér í nám og láta draumana rætast. Þetta eru skilaboð Andreu Margrétar Þorvaldsdóttur, sem mun útskrifast sem rafvirki frá VMA í næstu viku. Það er í mörg horn að líta fyrir Andreu þessa dagana því auk þess að ljúka náminu með formlegum hætti undirbýr hún sig núna af krafti fyrir sveinspróf í rafvirkjun í byrjun júní og einnig fagnar hún fimmtugsafmæli sínu nk. föstudag. Stórafmælis- og útskriftarveisla er því á dagskránni nk. laugardag.

Lesa meira

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 18 maí kl 14:00 Sasha Pirker: Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head

Sasha Pirker lýsir upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar. Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartilfinningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum. Hugsun í gegnum tungumál, tilraunakennda frásögn, persónulegt og byggingarfræðilegt rými og möguleika, verk Sasha sýna næmni fyrir reynslu, þekkingu og skilningi. Þau eru stundum persónuleg eða viðkvæm og gefa þá tilfinningu að kvenlinsan sem kvikmyndir hennar verða og eru til í gegnum séu bæði hugsandi og óvænt, nýstárleg og umvefjandi.

Lesa meira

Samið um stækkun húsnæðis við VMA.

Í dag, föstudaginn 17. maí kl. 14.30 fer fram hátíðleg athöfn þar sem skrifað verður undir samning um stækkun á húsnæði skólans. Mennta- og barnamálaráðherra ásamt bæjarstjóranum á Akureyri og sveitarstjórum í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi munu skrifa undir samning um byggingu 1500m2 húsnæðis við skólann.

 

Lesa meira

Kirkjugarðar Akureyrar í rekstrar vanda og næsta skref að loka líkhúsinu

„Hvað verður um líkin?“ er spurning sem Akureyringar og nærsveitarmenn velta fyrir sér þessa dagana, en Kirkjugarðar Akureyrar sem reka líkhús og kapellu á Naustahöfða eru í rekstravanda vegna fjárskorts. Kirkjugörðunum er óheimilt að innheimta þjónustugjald vegna starfsemi líkhúsanna. Einkaaðilar gætu innheimt slíka gjöld en fáir hafa áhuga á að reka líkhús hér á Akureyri. Engin leið önnur er út úr vandanum nema sú að hætta rekstri líkhússins. Stefnir í að skellt verði í lás grípi Alþingi  ekki í taumana á vorþingi og geri Kirkjugörðum  heimilt að innheimta þjónustugjaldið eða leggja til fjármagn til starfseminnar.

Lesa meira

Fann sig í sálfræði og flýgur nú út í frekara nám

Þegar Emma var ung ætlaði hún að verða læknir eins og langafi. Í menntaskóla áttaði hún sig á því að líffræði væri alls ekki fag sem hún hafði gaman af og þá læknisfræðin ekki það sem fyrir henni lægi. Emma hafði hins vegar mjög gaman af sálfræðinni og eftir einn tímann kom kennarinn upp að Emmu, tjáði henni hversu efnileg hún væri á því sviði og fékk hana til að íhuga frekara nám í fræðunum.  

Lesa meira

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri hjá LA

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Bergur Þór tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gengt starfinu síðustu í sex árin.

Lesa meira

Kylfingar geta tekið gleði sína, Jaðarsvöllur opnar n.k. þriðjudag

Kylfingar á Akureyri geta nú heldur betur tekið gleði sína  því stefnt er að þvi að opna Jaðarsvöll n.k þriðjudag  samkvæmt þvi sem segir á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar.  

Lesa meira