
Óánægja í Hrísey með verðhækkun í ferjuna
„Það er í raun verið að takmarka möguleika á ferðum bæði til og frá Hrísey yfir vetrartímann, sem takmarkar möguleika á að sækja viðburði, kvöldnámskeið og heimsóknir til ættingja og vina sem búa í fjarlægð frá Eyjafjarðasvæðinu,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir í Hrísey. Íbúar í eynni vöktu á því athygli að Almannasamgöngur sem sjá um rekstur Hríseyjarferjunnar Sæfara fyrir Vegagerðina hækka verðskrá sína 1. maí næstkomandi.