Fréttir

Yfir 100 manns á folaldasýningu í Pcc Reiðhöllinni

Hestamannafélagið Grani á Húsavík og nágrenni stóð fyrir stórglæsilegri folaldasýningu í samstarfi við hestamannafélagið Þjálfa í PCC Reiðhöll félagsins 

Lesa meira

Ófremdarástand í húsnæðismálum eldri borgara á Akureyri

„Þetta er algjört ófremdarástand, það verður ekki orðað öðruvísi,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og vísar til þess að skortur er á viðunandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í bænum. Félagið skoraði á aðalfundi sínum nýverið, á Akureyrarbæ að bæta félagsaðstöðu EBAK þannig að hún samrýmist kröfum um vaxandi starfsemi félagsins.

Lesa meira

Eftirspurn eftir lóðum fyrir frístundahús og íbúðir á Hjalteyri

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að hefja vinnu við fjölgun frístundalóða í landi þess á Hjalteyri og einnig að skoða uppbyggingu á tjaldsvæði. Fjallað var um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri á fundi sveitarstjórnar.

Lesa meira

Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts

Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17

Lesa meira

Lionsklúbbur Akureyrar afhendir SAk veglega gjöf

Í gær var tekið í notkun ný aðstaða sjúkra- og iðjuþjálfunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, við það tilefni afhenti Lionsklúbbur Akureyrar Sjúkrahúsinu á Akureyri veglega gjöf, svokallaðan fjölþjálfa. Tækið er einstakt fyrir margra hluta sakir, þá ekki síst hversu vel það gagnast mörgum sjúklingahópum, þá sérstaklega þeim sem ekki geta nýtt hefðbundin þolþjálfunartæki eins og göngubretti eða þrekhjól. Tækið getur gagnast fólki með verulega takmarkaða hreyfigetu og jafnvægisvandamál, auk þess sem að það er gott aðgengi að því fyrir þau sem þurfa að notast við hjólastóla. Tækið nýtist fyrst og fremst sem þolþjálfunartæki en einnig til að byggja upp styrk og liðleika.

Lesa meira

Vindar nýsköpunar blása á Húsavík

Krubbur hugmyndahraðhlaup 2025

Lesa meira

Þokkaleg bjartsýni ríkjandi innan ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

„Við finnum fyrir þokkalegri bjartsýni á gott sumar hjá ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi. Það er ekki farið að bera neitt á afbókunum t.d. frá Bandaríkjamönnum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Vangaveltur hafa verið upp að dregið gæti úr ferðahug þarlendra í kjölfar þess að haldið er með öðrum hætti um stjórnartauma þar en við eigum að venjast eftir að Trumpstjórnin tók við völdum.

Lesa meira

Landslag andlitanna í Deiglunni

Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.

Lesa meira

Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða?

Þú ert mætt til læknisins þíns og bíður niðurstöðu úr sýnatökum. Nokkuð er síðan þú fórst að finna fyrir einkennum sem að lokum urðu til þess að þú ákvaðst að láta skoða hvað mögulega væri að.

Lesa meira

Árangursríkt lestrarátak í Glerárskóla

Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir frá lestrarátaki sem nemendur Glerárskóla hafa sökkt í síðustu daga. 

,,Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í tvær vikur og lesið var af kappi í skólanum og heima. Á hverjum degi átaksins var birt súlurit á göngum skólans sem sýndi hversu mikið hver bekkur var búinn að lesa. Á gangi skólans og í skólastofum voru niðurteljarar sem sýndu hversu langt var eftir af átakinu. Ýmislegt var gert til þess að auka stemninguna hjá nemendum og hvetja til lestrar.

Lesa meira