Fréttir

Kalt svæði

Við, sem ekki ólumst upp við gæði hitaveitunnar, deilum ýmsum svölum minningum og lífsreynslu sem aðrir skilja ekki. Heitt vatn var takmörkuð auðlind, magnið sem hitadúnkurinn innihélt kólnaði við notkun og tók nokkra klukkutíma að hitna aftur. Það þýddi ekkert fyrir fjölskylduna í Höfða að drolla í sturtunni og líkamsþvottur heimilismanna var skipulagður út í ystu æsar.

 

Lesa meira

Höldum elds­voða­laus jól

Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum.

Lesa meira

Aðalfundur GA var haldinn 14. desember s.l.

Þann 14. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2024.  Mjög vel var mætt,  það voru tæplega 100 manns á fundinum.   Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og eftir fundinn var nýja inniaðstaðan okkar á Jaðri formlega opnuð.   ,

Það var Halldór M. Rafnsson, heiðursfélagi GA, ásamt Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ, sem klipptu á rauða borðan íáður en gestir fengu að sjá dýrðina og gæddu sér síðan á snittum og drykkjum að því loknu.

Lesa meira

Bókakynning Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.  Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar, viðamestu verkefnum þyrlnanna og sviplegum atburðum í rekstri þeirra. Tveir af höfundum bókarinnar, þeir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, eru reyndustu þyrluflugmenn okkar og hafa þeir, ásamt fleirum auðvitað, komið mörgum til bjargar. Þriðji í hópi höfunda er Júlíus Ó. Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður.

Lesa meira

Mýsköpun klárar fjármögnun

Örþörungafyrirtækið Mýsköpun hefur lokið vel heppnaðri fjármögnun sem gerir fyrirtækinu kleift að vaxa áfram. Núverandi hluthafar tóku þátt í fjármögnuninni sem var uppá ríflega 50 milljónir króna og var í formi breytanlegs skuldabréfs. Fjármögnunin var kynnt á vel sóttum hluthafafundi í nóvember þar sem áform næsta árs voru kynnt og voru viðtökur jákvæðar. Þessi fjármögnun Mýsköpunar er eins konar brúarfjármögnun og þýðir að fyrirtækið getur haldið áfram sinni örþörungaræktun og rannsóknum áður en stærra skref er tekið í fjármögnun.

 

Lesa meira

Óskipt athygli um jólin

Börn á öllum aldri allt frá fæðingu hafa djúpstæða þörf fyrir athygli, eftirtekt og virðingu. Það er í höndum foreldra að mæta þessum þörfum barnsins. Börn þurfa mismikla nærveru, sum þurfa styttri tíma á dag með foreldrum sínum, en önnur lengri. Börn þrá oft ekkert heitar en að foreldrið taki eftir því, að foreldrið hlusti með fullri athygli og áhuga. Það þarf ekki að vera annað en að tala um hvað það var gaman í heimsókn hjá ömmu eða hversu erfitt það var þegar árekstrar urðu í leik við vini.

Lesa meira

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi S- lista á Akureyri Meirihlutinn skilar A-hluta sveitasjóðs með tapi 4 ár í röð

„Það er mikið áhyggjuefni að ekki takist betur til í rekstrinum en svo að honum sé skilað með tapi ár eftir ár,“ segir í bókun frá Hildi Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúi S-lista vegna samþykktar fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar í liðinni viku.

Lesa meira

Fjöldi umsókna um jólaaðstoð hjá Velferðarsjóði

„Það er svipaður fjöldi sem sækir um núna og í fyrra, en líkast til heldur fleiri,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðar en þar er úrvinnsla umsókna um jólaaðstoð í fullum gangi.

Lesa meira

Íslandsþari fékk úthlutað lóð á Húsavík

„Gert er ráð fyrir að allt að 29 störf skapist á svæðinu með vinnslu á þessum stórþara, um 19 störf á landi og 10 sjávartengd störf við söfnun stórþarans. Þetta er mjög mikilvægt fyrir samfélagið okkar og framtíðaruppbyggingu þess,“ segir Soffía Gísladóttir sveitarstjórnarfulltrúi B-lista

Lesa meira

Geðverndarfélag Akureyrar fjármagnar þjálfun á heilaörvunartæki

Í tilefni 50 ára afmælis Geðverndarfélags Akureyrar i dag, 15. desember, var nýlega haldinn sérstakur afmælisfundur þar sem fulltrúum dag- og göngudeildar geðdeildar SAk var færður styrkur vegna þjálfunar á sérstakt heilaörvunartæki.

Lesa meira