Fréttir

Lokaorðið - Á hvítum sokkum

Einusinni var ég klædd í hnéháa hvíta sporsokka, ægilega fallega, enda átti að fara í fermingarveislu í sínu fínasta pússi.

Lesa meira

Flugi hætt til Húsavíkur

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. 

Lesa meira

Ekki að sinni en það koma dagar

Nú er ný lokið bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta  þar sem Þórstelpur mætttu liði Kelfavikur.  Það var lið Keflavikur sem sigraði  89 – 67, staðan í hálfleik var 46 – 34 fyrir  Keflavik og 16 bikarmeistaratitill  félagsins  staðreynd.  

Lesa meira

Unnið í ÚA á laugardegi til að uppfylla óskir viðskiptavina í Frakklandi

Unnið var í fiskvinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa í dag, laugardegi, til að geta staðið við gerða samninga um afhendingu afurða til viðskiptavina í Frakklandi fyrir páska. Togarinn Harðbakur EA 3 landaði í Þorlákshöfn á fimmtudaginn og stóð til að aka hráefninu norður.

Lesa meira

Háskólar landsins tóku fagnandi á móti gestum

Háskóladagurinn sem haldinn er árlega og er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi var haldinn á fjórum stöðum á landinu þetta árið, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Lesa meira

Tvílembingshrútar frá Hólshúsum fundust í Glerárdal eftir að hafa gengið úti í vetur

„Það var mikil gleði ríkjandi þegar þeir komu heim,“ segir Kolbrún Ingólfsdóttir sem um liðna helgi fékk tvílembingshrúta í hendur en þeir skiluðu sér ekki með móður sinni í réttina síðastliðið haust.

Lesa meira

Samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar

„Þetta eru einfaldar góðar reglur og sanngjarnar,“ segir Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs en ráðið hefur samþykkt að taka upp samræmdar reglur um notkun farsíma í grunnskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta skólaári, 2024 til 2025.

Lesa meira

Ungar veiðiklær fóru að dorga

Nemendur í leikskólanum Yl í Reykjahlíð hafa unnið að stórskemmtilegu verkefni í útikennslu upp á síðkastið en útikennslan er mjög fjölbreytt og stór partur af skólastarfinu. 

Lesa meira

Slæmt skyggni og varasamt ferðaveður

Það er óhætt að segja að veðrið leiki ekki við okkur hér Norðanlands  í dag.   Etv má segja að lykilorð dagsins séu þessi,  þæfingur, snjóþekja eða hálka  þegar kemur að  færð á vegum, Veðurstofa Íslands  boðar okkur svo þetta í gulri viðvörun: Norðan 13-18 m/s og talsverð snjókoma. Slæmt skyggni og varasamt ferðaveður .

Lesa meira

Mikil­vægt fram­fara­skref fyrir bændur og neyt­endur

Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.

Lesa meira