Fréttir

Stækkum Skógarlund!

Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi.

Lesa meira

Sveitarstjóri og oddviti Þingeyjarsveitar Ræddu hagsmunamálin við ráðamenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri og Gerður Sigtryggsdóttir oddviti í Þingeyjarsveit gerðu sér ferð til Reykjavíkur til að hitta ráðamenn og ræða hagsmunamál Þingeyjarsveitar. Þær funduðu meðal annars með forstöðumanni Jöfnunarsjóðs þar sem farið var yfir nýjar úthlutunarreglur og hvaða þýðingu þær hafa fyrir sveitarfélagið.

Lesa meira

Framsýn Vill aukinn byggðakvóta til Raufarhafnar

Framsýn stéttarfélag hefur lengi haft áhyggjur af atvinnuástandinu á Raufarhöfn enda atvinnulífið einhæft og þá hefur laxeldi á landi eða sjó hvað þá ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi en fiskvinnsla ekki náð sér á strik í byggðarlaginu. Það er ólíkt mörgum minni sjávarplássum í öðrum landsfjórðungum s.s. á Vestfjörðum og/eða á Austurlandi. Fólksfækkun hefur verið viðvarandi vandamál á síðustu áratugum á norðausturhorninu sem tengist ekki síst einhæfu atvinnulífi.

Lesa meira

Ágústa Ágústsdóttir þingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi lýsti lífi þolanda líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í ræðustól Alþingis í dag

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi, lýsti líkamlegu sem og kynferðslegu ofbeldi sem hún varð fyrir í 14 ár í ræðu sem hún flutti á Alþingi í dag.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi Ágústu til þess að birta ræðuna.

Lesa meira

Aðalfundur Félag eyfirskra kúabænda Stóri-Dunhagi með mestar afurðir í fyrra

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á aðalfundi Félags eyfirskra kúabænda nýverið. Verðlaunagripina gerði Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Höllin verkstæði Hörgársveit.Góðir gestir komu til fundarins, þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Rafn Bergsson, formaður Nautgripadeildar BÍ.

Lesa meira

LAGGÓ!

LAGGÓ,  þetta gamla og góða ,,heróp” átti vel við á Akureyrarflugvelli í morgun þegar rúmlega fjörtíu manna hópur eldir togarajaxla lagði afstað með þotu easy Jet  í ferð til Grimsby og Hull.   Þar munu þeir hitta breska kollega sína,  skoða sjóminnjasöfn og rifja upp gömlu góðu dagana þegar siglt var til Englands.

Lesa meira

Evrópusamstarf eflir skólastarf

Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi myndu einangrast frekar hratt ef ekki kæmu reglulega fréttir af erlendum rannsóknum og þróunarverkefnum sem snúa að því að bæta skólastarf. Evrópusamstarf hefur veitt íslenskum skólum og kennurum dýrmæt tækifæri til að kynnast öðrum aðferðum, öðru sjónarhorni og víkka sjóndeildarhring sinn – bæði faglega og menningarlega.

Lesa meira

Framsýn Óskar eftir samtali við þingmenn um áætlunarflug til Húsavíkur

Með bréfi til þingmanna Norðausturkjördæmis í dag kallar Framsýn eftir samtali og stuðningi frá þingmönnum kjördæmisins hvað varðar áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur.

Lesa meira

Vegagerðin breytir hámarkshraða um Hörgársveit

„Við fögnum þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit, en Vegagerðin hefur ákveðið breytingu á hámarkshraða í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Verkefnin framundan hjá Bifröst og Háskólanum á Akureyri Hans Guttormur Þormar ráðinn sem verkefnastjóri

Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Hans er með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafa rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum.

Lesa meira